Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sesselja Krist-jana Guðbjarts-
dóttir fæddist í
Efrihúsum í Ön-
undarfirði 31. maí
1935. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 16.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Petrína F. Ás-
geirsdóttir, f. 6.
júní 1904, d. 16.
ágúst 1992, og
Guðbjartur S. Guð-
jónsson, f. 2. febr-
úar 1904, d. 10. febrúar 1992.
Systkini Sesselju eru Ásgerður
J., f. 11. maí 1929, Sigríður H., f.
19. maí 1931, Guðrún M., f. 13.
júní 1932, Helga E., f. 14. sept-
Sesselja og Hreinn eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Pétur, f. 27.
febrúar 1954, kvæntur Sigríði M.
Jóhannesdóttur, þau eiga fimm
börn. 2) Elínborg, f. 19. mars
1956, maki Magnús Jónsson, þau
eiga fjögur börn. 3) Hreinn Ses-
ar, f. 18 september 1958, kvænt-
ur Láru Aðalsteinsdóttur, þau
eiga tvær dætur. 4) Elfa Björt, f.
16. september 1962, gift Emil
Gústafssyni, þau eiga fjögur
börn. 5) Gunnhildur, f. 21. októ-
ber 1963, gift Bjarna Benedikts-
syni, þau eiga þrjá syni. 6) Ófeig-
ur, f. 4. apríl 1972, kvæntur Lilju
Dögg Gylfadóttur, þau eiga þrjá
syni.
Sesselja hefur unnið ýmis störf
í gegnum tíðina. Má þar nefna
störf í fiskvinnslu, í Hampiðj-
unni, Múlakaffi og á Borgarspít-
alanum. Áður en hún hætti störf-
um vegna veikinda árið 1998
starfaði hún sem matselja í leik-
skólanum Vinaminni í Breiðholti.
Útför Sesselju fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk.
ember 1933, Laufey,
f. 5. ágúst 1936,
Guðjón S., f. 26.
október 1937, El-
ísabet S., f. 18. júlí
1939, Konráð E., f.
7. október 1940, d.
17. mars 2004, Þor-
steinn, f. 28. mars
1942, Árni H., f. 21.
nóvember 1945, og
Einar, f. 28. nóv-
ember 1949.
Sesselja giftist 31.
desember 1957
Hreini Ófeigssyni, f.
10 maí 1934. Foreldrar hans
voru Ófeigur Pétursson, f. 24.
júlí 1915, d. 16. júlí 2007, og El-
ínborg S. Bjarnadóttir, f. 3. febr-
úar 1917, d. 22. desember 1985.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast móður minnar sem kvaddi
þennan heim alltof snöggt og alltof
snemma eftir stutta, hetjulega bar-
áttu við illvígan sjúkdóm.
Mamma var þolinmóðasta mann-
eskja sem ég hef kynnst, svo einstak-
lega hjartahlý og létt í lund. Hún
kenndi mér mörg mikilvæg og góð
gildi, þá sérstaklega jákvæðni, þraut-
seigju, rósemi og samheldni fjölskyld-
unnar. Minningarbrotin flæða um
hugann; mamma að sauma rauða
kjólinn minn þegar ég var 10 ára,
mamma að aga mig þegar ég var ung-
lingur í uppreisn, mamma að kenna
mér að baða fyrsta barnið mitt og síð-
an að bjarga því frá drukknun þegar
ég tók við böðuninni. Mamma að
kenna mér að sauma jólafötin á Atla
og Adam. Mamma að baka jóla-lag-
tertuna með Atla og Adam á kafi ofan
í hrærivélarskálinni. Mamma að spila
við okkur Skotta, leggja kapal, að
leysa krossgáturnar. Mamma að spila
við Emil Andra þar sem hún leyfði
honum oft að vinna, mamma að
syngja fyrir Lindu og kenna henni að
leggja kapal. Mamma skellihlæjandi
með tennurnar fastar á
karamellusleikjónum, mamma að
gantast með Emma. Mamma að dást
að nýja kjólnum mínum eða nýju
dragtinni, alltaf svo glöð þegar ég rak
inn nefið. Mamma svo stolt af okkur
systrunum. Mamma að syngja gömul
dægurlög með systrum sínum.
Mamma svo falleg og flott á sjötugs-
afmælinu, mamma ljómandi með
pabba á brúðkaupsafmælinu þegar
þau áttu gullbrúðkaupið s.l. gamlárs-
dag. Þegar eitthvað bjátaði á hjá mér
fór ég gjarnan til mömmu og einhvern
veginn án þess að ég þyrfti að segja
neitt vissi hún hvernig mér leið og
hjálpaði mér án orða í gegnum ýmsa
erfiðleika.
Elsku mamma mín, takk fyrir allt
og allt, í hjarta mínu geymi ég fjár-
sjóðinn, minningarnar um þig. Ég á
áfram eftir að tala við þig í huganum
um alla hluti. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar pabba og nú þegar þú
ert komin í fang Guðs ætlum við
systkinin að halda áfram að koma til
pabba og hugsa vel um hann fyrir þig.
Ég sakna þín svo óumræðilega mikið
en veit að þú ert nú á besta stað sem
til er, laus við sjúkdóma og þjáningar.
Ég kveð þig nú, mamma mín, og bið
kærlega að heilsa Jesú.
Elfa Björt.
Um hádegisbil hinn 16. maí síðast-
liðinn er við gengum út frá Landspít-
alanum við Hringbraut, fyllti vit okk-
ar lyktin af sumrinu. Þetta var ilmur
af öspunum sem voru að vakna eftir
langan vetrardvalann. Ilmurinn
minnti okkur á að lífið héldi áfram og
að sumarið væri rétt handan við horn-
ið þrátt fyrir að dagarnir á undan
hefðu virst tímalausir.
Atburðir síðastliðinna daga voru
litaðir einkennilegri móðu í hugum
okkar.
Við reynum að átta okkur á hvernig
lífið sjálft getur lent í slíkum ógnar-
krafti sem verður einna helst hægt að
líkja við hraðvirkt tívolítæki sem end-
ar svo snögglega án þess að maður
geti með nokkru móti spornað gegn
því, hvað þá búið sig undir það.
Þegar slíkur kraftur verður að
raunveruleika í lífinu leita stórar
spurningar á hugann, hvers vegna,
hvað gerðist. Því miður er lítið um
svör.
Elskuleg móðir mín og tengdamóð-
ir hafði látist um morguninn eftir
mikla baráttu fyrir lífi sínu. Kannski
var hennar tími komin, hver veit? Við
gleðjumst yfir því að hún hafi ekki
verið ein þegar hún kvaddi, jafnframt
því að sakna hennar svo óskaplega
mikið. Ekkert er erfiðara í lífinu en að
missa frá sér einn úr hópnum.
Mamma snart líf allra í fjölskyldu
sinni svo blítt, svo fallega. Hún hlakk-
aði til sumarsins og ætlaði að gera svo
ótalmargt. Hún var góð móðir, eig-
inkona, tengdamóðir og vinur. Hún
tók virkan þátt í lífi fjölskyldu sinnar
og var alltaf til staðar fyrir hana. Hún
gekk með okkur í gegn um erfiðleika í
lífinu og hvatti okkur áfram, hún tók á
móti okkar fyrsta barni. Hún skilur
eftir sig hafsjó yndislegra minninga
sem við munum varðveita í hjörtum
okkar og ylja okkur við. Við göngum
út í sumarið fyrir þig, elsku mamma.
Góða nótt, heillin mín, góða nótt.
Fjölskylda Sesselju vill þakka
starfsfólkinu á 12G (almenn skurð-
deild) á Landspítalanum við Hring-
braut fyrir góða umönnun og hlýhug í
garð hennar og fjölskyldunnar á þess-
um erfiða tíma.
Gunnhildur og Bjarni.
Elsku amma.
Við munum sakna þín, hversu góð
og hlý þú varst. Hlæjandi inni í eld-
húsi að búa til slátur.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín í pönnukökur og mjólk. Við
munum einnig minnast góðra stunda í
sumarbústaðnum með þér og afa.
Ævintýraferðir með þér niðrí fjöru
þar sem við fundum krossfiska og
ígulker. Færðum ykkur eitt sinn mar-
glyttu, ykkur til lítillar gleði og svona
mætti lengi telja.
Í sumó var líka farið í ófáa göngu-
túra, kartöflutínslu og berjamó. Há-
tíðarnar verða aldrei eins án þín.
Takk fyrir allar yndislegu stundirnar
elsku amma. Takk fyrir að kenna okk-
ur skotta, rakka og yatzy.
Við munum varðveita minningarn-
ar um þig að eilífu.
Ástkær minning amma mín,
í brosum þínum björtum.
Ávallt lifir minning þín,
í allra okkar hjörtum.
Guð geymi þig, amma, þín barna-
börn
Gunnhildur, Jón Steinar,
Lilja Ósk og Bjarki Hreinn.
Elsku amma, við eigum eftir að
sakna þín, hlátursins og góða skaps-
ins þíns. Þú varst alltaf í svo góðu
skapi. Við eigum eftir að sakna þess
að spila við þig, hvort sem það er
rakki, skotti eða jafnvel sequence.
Þér fannst alltaf svo gaman að spila.
Það var alltaf gaman í jólaboðunum á
jóladag, þegar öll fjölskyldan kom
saman og borðaði hangikjöt. Það var
alltaf gaman þegar við vorum í pössun
hjá þér, þegar við fórum út að labba
og fórum út í búð og bakarí. Okkur
fannst líka gaman upp í sumarbústað
þegar við fórum og tíndum ber á
haustin, fórum í fjöruna að skoða og
tína skeljar og lékum okkur í rólunum
og rennibrautinni.
Við viljum að þú vitir að við söknum
þín mjög mikið og að við gleymum þér
aldrei.
Úti er þetta ævintýr.
Yfir skuggum kvöldið býr.
Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín.
Þögnin verður þung og löng
þeim, sem unnu glöðum söng
og trúað hafa sumarlangt á sól og vín.
Ó, hve heitt ég unni þér!
Allt hið bezta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf,
sem mér aldrei brást.
Óska ég þess að angur mitt
aldrei snerti hjarta þitt.
Til þess ertu alltof ljúf og góð. –
En ég vil þú vitir það,
vina mín, þó hausti að,
að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð.
Því er gott þú gleymir mér. –
Gæfan mín svo brothætt er,
og vonir mínar hrekjast stað úr stað.
(Tómas Guðmundsson.)
Sif og Svava.
Föstudaginn 9. maí 2008 hringja
foreldrar mínir í mig og tilkynna mér
að þú sért veik, að þú hafir farið í að-
gerð sem átti að hjálpa þér en hafi far-
ið á annan veg og þú hafir veikst mik-
Sesselja Kristjana
Guðbjartsdóttir
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og bróðir,
EMIL RAGNARSSON,
Seiðakvísl 29,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 30. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 5. júní kl. 13.00.
Birna Bergsdóttir,
Kristín Emilsdóttir, Helgi G. Björnsson,
Sólveig Berg Emilsdóttir, Guðmundur Árnason,
Ragnar Emilsson, Hildur Hrólfsdóttir,
Bergur Már Emilsson, Helena Dögg Hilmarsdóttir,
Eva María Emilsdóttir, Karl West Karlsson,
barnabörn,
Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir,
Brynja Ragnarsdóttir,
Ragna Kristín Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSTHILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Sviðholti, Bessastaðahreppi,
Vogatungu 31,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 29. maí.
Geir Guðjónsson,
Guðrún Ólína Geirsdóttir, Sigmundur Jónsson,
Eyþór Sigmundsson,
Hjalti Sigmundsson,
Jón Ingvi Geirsson, Silja Stefánsdóttir.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN TRYGGVASON,
Brekkugötu 15,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 28. maí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudag-
inn 5. júní kl. 13.30.
Alda Kristjánsdóttir, Gísli Ármannsson,
Kristján Þór Gíslason,
Íris Ósk Gísladóttir,
Natalía Rós Friðriksdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG V. BERGSTAÐ,
lést föstudaginn 23. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Valdimar Bergstað, Halldóra Baldvinsdóttir,
Hjördís Bergstað,
Guðný Bergstað, Þorleifur Þorkelsson,
Elísabet Bergstað,
barnabörn og barnabarnabörn.