Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 51
Ár er nú liðið síðan
kær frændi minn, Elís
Stefán Andrésson,
lést.
Minning um Ella
frænda eins og ég kallaði hann allt-
af, er afar sterk. Elli var bróðir föð-
ur míns, Jóns, en aðeins hálft annað
ár var á milli þeirra bræðra. Ég
man frænda minn alltaf glaðan og
kátan. Þetta er sterkt í minningunni
allt frá barnsaldri til fullorðinsald-
urs. Frændi hafði ætíð létta lund
sem eflaust styrkti hann í þeim mót-
byr sem lífið bauð honum upp á. Ég
held að hann hafi getað tekið öllu
Elís Stefán Andrésson
✝ Elís StefánAndrésson
fæddist á Eskifirði
11. september árið
1932. Hann lést á
heimili sínu á Eski-
firði 1. júní 2007 og
var útför hans gerð
frá Eskifjarð-
arkirkju 9. júní.
mótlæti með bros á
vör. Það er góð
vöggugjöf og gott kar-
aktereinkenni. Menn
eins og Elli ylja sam-
ferðafólki sínu á lífs-
leiðinni með brosi
sínu, hlýju og léttri
lund. Fjölskyldur for-
eldra minna og Ella
og Öllu voru nátengd-
ar og samrýmdar.
Heimili Ella og Öllu
stóð okkur systkinun-
um alltaf opið og þar
var maður velkomin.
Samband foreldra minna við Ella og
Öllu var byggt á gagnkvæmri virð-
ingu og væntumþykju. Samgangur
var mikill og þegar eitthvað bjátaði
á var ætíð boðin hjálp í orði og
verki. Pabbi hefur alltaf borið bróð-
ur sínum vel söguna og alltaf var
kært á milli þeirra. Ég átti þess
kost fyrir stuttu að ræða við pabba
um Ella frænda. Pabbi varð tíðrætt
um unglingsár þeirra og sterkt sam-
band í gegn um árin. Þeir voru sam-
rýmdir bræður sem sást kannski
best á því að þeir reistu sér saman
sín fyrstu híbýli í tvílyftu húsi að
Fossgötu 5 á Eskifirði þar sem fjöl-
skyldurnar bjuggu saman um langt
skeið. Samtals bjuggu þeir bræður á
Fossgötunni meira og minna saman
í tæp 40 ár. Móðir mín heitin talaði
ávallt fallega og innilega um Ella og
Öllu og alla þá hjálp sem þau veittu
okkar fjölskyldu og ljúfar samveru-
stundir. Samband hennar og Öllu
var traust og mjög náið. Alla
frænka stendur eftir ein og beygð.
Hún er hins vegar sterk, dugleg og
skynsöm, tekst á við sorg sína af yf-
irvegun. Hún missti yndislegan
mann sem hún elskaði af lífi og sál.
Ást þeirra og virðing á hvort öðru
er aðdáunarverð en Alla reyndist
manni sínum einstaklega vel. Hún
var sannarlega hans stoð og stytta.
Alla býr að þeim yndislega fjársjóði
að eiga góðar minningar um glæsi-
legan, brosmildan og hjartahlýjan
eiginmann sem varð henni kær lífs-
förunautur.
Blessuð veri minning Ella
frænda.
Jónas Andrés Þór Jónsson
Nú þegar Bryndís,
móðursystir mín,
kveður, er hjarta mitt
fullt þakklætis yfir
þeirri hlutdeild sem hún hefur átt í
lífi mínu. Því hún var svona frænka
eins og allar frænkur ættu að vera –
og lét sér annt um alla sína ætt-
ingja, stóra sem smáa. Bryndís bar
skýrt svipmót fjölskyldu sinnar frá
Ísafirði, ósérhlífin og vinnusöm og
einstaklega traust og hlý, eins og
systkini hennar öll og foreldrar
þeirra. Öll mín uppvaxtarár var
Bryndís órjúfanlegur hluti tilveru
okkar systkinanna, enda voru hún
og móðir mín einu systurnar sem
bjuggu hér fyrir sunnan og sam-
band þeirra mikið. Aldrei fór milli
mála hve vænt henni þótti um okk-
ur systurbörn sín. Það sýndi hún á
margan hátt, ekki síst með áhuga
og umhyggju og ýmiss konar hugs-
unar- og hugulsemi. Og hjá henni
átti ég ellefu ára gömul mitt athvarf
meðan móðir mín lá nokkra mánuði
veik á sjúkrahúsi. Þó að Sigga og
Tóta, dætur hennar, hafi aðeins
verið nokkurra mánaða gamlar var
samt hjartarúm hjá frænku minni,
bæði fyrir mig og ömmu mína, sem
dvaldi hjá dóttur sinni meðan hún
leitaði sér lækninga hér fyrir sunn-
an. Álagið hlýtur að hafa verið mik-
ið þegar amma veiktist skyndilega
eina nóttina og lést á sjúkrahúsi
næsta dag. Þetta voru þungir dag-
ar, en mitt í sinni sorg gleymdi
Bryndís ekki systurdóttur sinni og
sýndi henni þá nærgætni og hlýju
sem ekki gleymist.
Um leið og ég votta systkinum
hennar, börnum og barnabörnum
mína dýpstu samúð, kveð ég mína
góðu frænku með virðingu og þökk
og bið algóðan Guð að taka hana í
fang sitt og blessa að eilífu.
Guðrún Edda.
Ég mun alltaf minnast þess
hversu gott var að koma í hlýjuna
og elskulegheitin hjá þér og afa á
Vesturbrúninni, hvort sem það var
smástopp eða til lengri tíma.
Ég minnist þess alltaf hvað allir
voru alltaf velkomnir til þín og afa
og hvernig þú passaðir að manni liði
alltaf sem best. Þegar maður kom á
Vesturbrúnina passaðir þú alltaf að
rúmfötin væru hrein og mjúk með
góðum ilmi, og alltaf fékk maður að
lúra á mjúku dýnunni inni hjá þér
og afa, og alltaf breiddir þú yfir mig
og blessaðir mig fyrir háttinn, afi lá
og spjallaði við mig um heima og
geima, á meðan sast á rúmstokkn-
um og last blöðin þar til maður sofn-
aði. Svo varstu alltaf vöknuð manna
fyrst svo þú gætir haft smátíma fyr-
ir sjálfa þig og auðvitað smurt
brauð og haft tilbúið þegar ég og afi
vöknuðum, þú varst sannkallaður
engill í ömmuformi og þannig mun
ég alltaf minnast þín, elsku amma
mín.
Þín nafna
Bryndís Bjarnar.
Ég má til með að minnast minnar
elskulegu móðursystur, Bimbý,
með nokkrum fátæklegum orðum.
Heimurinn er virkilega fátækari án
hennar.
Frá því ég var pínulítið stúlku-
barn dvaldi ég oft í hvítu höllinni
hennar á Vesturbrún .
Það var alltaf jafn yndislegt að
vera hjá Bimbý frænku, en ég man
að mínum barnshuga var hún mér
sem önnur yndisleg mamma og
þótti ég mjög lukkuleg að eiga tvær
Bryndís Ingibjörg
Einarsdóttir
✝ Bryndís Ingi-björg Ein-
arsdóttir fæddist á
Ísafirði 27. febrúar
1934. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli hinn 25. apríl
2008.
Jarðarför Bryn-
dísar fór fram frá
Áskirkju 2. maí sl.
yndislegar mæður.
Enda kom hún alltaf
fram við mig sem eitt
af sínum börnum.
Ég er langyngst
systkina minna og því
voru tvíburadætrurn-
ar Sigga og Tóta sem
systur mínar!
Ég hélt reyndar
lengi vel að þær hétu
báðar Sigga Tóta og
Bimbý með sinni al-
kunnu glettni rifjaði
það oft upp þegar ég
kom hlaupandi til
hennar hrópandi: „Sigga Tóta lemja
Siggu Tótu!“
Bimbý sýndi mér alla tíð sína
óendanlegu umhyggju og hlýju. Það
var svo notalegt að koma til hennar!
Ég átti alltaf að koma inn eldhús-
megin en ekki gestamegin: ,,Þú ert
aldrei gestur hjá mér, Anna Karen
mín.“
Og hvað hún gat verið natin og
þolinmóð við okkur börnin. Það gat
verið gassagangur í mér og tvíbura-
systrunum sem voru bara nokkrum
mánuðum eldri en ég. Stundum
þurfti Bimbý að hvessa sig en þá því
fylgdi alltaf bros og blíða.
Ég kveð hana Bimbý, elsku
„mömmu“ mína, með tárum og
trega. Hún var svo sterk í huga mér
undanfarnar vikur bæði í vöku og
draumi.
Mig tekur svo sárt að vegna veik-
inda minna gat ég ekki sýnt henni
og endurgoldið umhyggju hennar.
Hún eyddi allri ævi sinni í að
sinna öðrum en sjálfri sér og ég var
svo mikið að vona að hún fengi að
njóta elliáranna í hvíld, með börn-
unum sínum og barnabörnum. Hún
átti það svo skilið en hún var þrotin
kröftum, lúin.
Ég ætlaði að hringja frá Spáni
fyrir nokkrum vikum í hana Tótu og
biðja hana að skila því til mömmu
sinnar, hversu mikið mér þætti
vænt um hana og hvað hún var mér
mikils virði, en ég náði því ekki og
það var sárt.
En ég veit að hún vissi það, jafn
vel og ég vissi hvað henni þótti vænt
um mig.
Tárin eru farin að hrynja svo að
ég fer að enda þessi litlu skrif.
En elsku Bimbý mín, ég veit að
þú ert á fallegum stað.
Ef einhver er í himnaríki þá býr
Bimbý þar í hvítri höll og pabbi
minn kíkir til hennar í pönnsur.
Ég syrgi með ykkur systkinum,
Tótu, Siggu og Valdimar, barna-
börnum og eftirlifandi elskulegu
systkinum Bimbýjar.
Hún var einstök kona og átti
mikla umhyggju og ríkulega hlýju
að gefa sem ég var svo lánsöm að
njóta.
Fiðrildi bleikvængja,
fljúgðu af blómi,
sestu á þá hönd,
er þú hittir hvítasta.
–
Spyrja mun hún þig
mjúkri röddu:
Kemur þú að utan
úr köldu regni?
Horfið er glit þitt,
gullinflögra,
og silfurhreistrið þitt
sumarfagra.
Svara þú fiðrildi,
og til flugs þér lyftu:
Kem ég ei að utan
úr köldu regni,
en áðan hvíldist ég
á ungu blómi
í hönd þess,
er þú heitast unnir.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Ég kveð þig, Bimbý mín, með
þessum fallegu orðum:
,,Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín
Anna Karen Káradóttir.
Okkur langaði að
skrifa nokkur orð til
að minnast Skúla
frænda, baráttu hans
við erfið veikindi er nú lokið.
Það að þú hafir fengið þennan ill-
víga sjúkdóm finnst okkur það ekki
sanngjarnt, og erfitt að trúa, þessi
hrausti og heilbrigði maður, það
passaði ekki en var því miður raun-
in.
Það eru ófáar minningarnar sem
streyma um hug okkar og ekki síst
frá því við vorum börn. Þú gafst
þér alltaf tími fyrir okkur hvort
sem það var til að leika við okkur,
hjálpa okkur eða að leyfa okkur að
taka þátt í því sem verið var að
brasa hverju sinni, enda leið okkur
alltaf vel í kringum þig.
Þegar við sem börn komum til
Sandgerðis á ferðalagi með foreldr-
um okkar, var vart búið að stoppa
bílinn og faðma ömmu og afa, en
Skúli Ragnar
Jóhannsson
✝ Skúli RagnarJóhannsson
fæddist í Sandgerði
18. nóvember 1952.
Hann lést á heimili
sínu í Sandgerði 28.
apríl síðastliðinn.
Útför Skúla var
gerð frá Safn-
aðarheimilinu í
Sandgerði 7. maí sl.
við vorum hlaupin til
þín og Sollýjar.
Í seinni tíð hefur
þessum heimsóknum
því miður fækkað, en
móttökurnar samt
alltaf jafn góðar og
ekki hægt annað en
að líða vel. Orð eru
svo lítil þegar margs
er að minnast.
Við vitum að það
verður vel tekið á
móti þér á nýja staðn-
um, því góðir menn
fara á góðan stað.
Minning þín lifir í hjörtum okkar
allra og með þessum orðum kveðj-
um við þig, elsku Skúli.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Sollý, Villi, Svava, Hrafn-
hildur, Almar og amma guð gefi
ykkur styrk og frið á þessum erfiðu
tímum.
Sveinn, Guðveig, Fanney,
Jóhann og fjölskyldur.
Skúli Ragnar Jóhannsson er fall-
inn frá. Við Reynismenn kveðjum
góðan félaga sem svo sannarlega
lagði sitt af mörkum til félagsins
síns sem og samfélagsins alls.
Ég var svo heppinn að fá að
kynnast Skúla og þá sérstaklega
þau ár sem við störfuðum saman í
Íþróttamiðstöðinni. Hann var ein-
staklega traustur maður sem bjó
yfir miklu jafnaðargeði en einnig
léttri lund og það var aldrei langt í
brosið. Hann var líka kraftmikill og
á stundum voru rólegheitin í
Íþróttamiðstöðinni einum of mikil
fyrir orkuboltann Skúla.
Reynisfélagið skipti Skúla miklu
máli og það voru ófá samtölin sem
við áttum um alls konar málefni
sem tengdust félaginu. Honum
fannst eðlilegt að menn legðu sitt
af mörkum fyrir félagið sitt og
gekk þar sjálfur fremstur í flokki
sem fyrirmynd annarra. Á yngri
árum lék Skúli knattspyrnu með
Reyni og sneri sér síðan að þjálfun
yngri flokka. Hann hafði gott lag á
því að hvetja ungt fólk til dáða og
margir Reynismenn eiga góðar
minningar frá æfingum og leikjum
með Skúla. Það er söknuður að
góðum dreng sem kveður þetta líf
allt of ungur. En minningin um
Skúla mun lifa og við heiðrum hana
með því að leggja okkar af mörkum
í starfi Reynis.
Fyrir hönd Knattspyrnufélags-
ins Reynis vil ég senda fjölskyldu
og vinum Skúla innilegar samúðar-
kveðjur. Hugur okkar allra er með
ykkur.
Ólafur Þór Ólafsson
formaður aðalstjórnar
Ksf. Reynis.
Fjölskyldan okkar
litla er að eilífu
breytt og líf okkar
hvers um sig. Samt veit ég að þú
ert hér hjá okkur, afi minn, og
munt fylgja okkur áfram í ævintýr-
um lífsins. Hlusta þolinmóður á
samræður um stóra drauma og
smáa, væntingar og þrár. Til að
taka þátt þarft þú ekkert að segja,
bara að kinka kolli og brosa þínu
góðlátlega, feimnislega brosi inni í
huga okkar, og þar verður faðm-
urinn þinn hlýi og trausti þar til við
Sveinn Þórir
Þorsteinsson
✝ Sveinn ÞórirÞorsteinsson
fæddist í Reykjavík
20. desember 1929.
Hann varð bráð-
kvaddur mánudag-
inn 14. apríl síðast-
liðinn á Tenerife.
Útför Sveins fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 2.
maí sl.
sjáumst aftur, elsku
afi.
Þegar líf trés er rofið
er tíma þess breytt
í hljóð sem að líkist því
hálfu,
og þegar hljóðið þagnar
veit vatnið það eitt
að mynd þess býr í því
sjálfu.
Inni í aflöngu tómi
þar sem áður var tré
stend ég með steinvölu
smáa,
og hjartað úr sári þess
í hljóði ég sker
í vatnið kalda og bláa.
Síðan regndropum nætur
vísa ég leið
og læt yfir moldinni vaka,
og þegar tímans þögn
hefur runnið sitt skeið
kemur vatnið með líf þitt til baka.
(H.Á.)
Hjördís Árnadóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar