Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 53
ég er ef ég nefni þig. Þá fer fólk að
tala um það hversu duglegur þú
varst alla þína ævi og hversu góður
maður þú varst. Þú tókst þátt í að
byggja allar stærstu byggingar
Blönduóss og varst mikils metinn í
samfélaginu. Það fara alltaf um
mig hlýir straumar þegar fólk
minnist þín og ég fyllist stolti.
Þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn
sá ég hversu friðsæll þú varst og að
þú sért kominn á góðan stað. Það
var erfitt að kveðja þig, því ég
hefði viljað fleiri góðar minningar
með þér, en það er líklegast bara
græðgi. Ég er og verð ætíð afar
þakklát fyrir það sem ég hef nú
þegar. Þú varst alltaf svo hress og
skemmtilegur, alltaf að brasa eitt-
hvað og ég gat alveg gleymt mér í
því að fylgjast með þér.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um þig, það var aldrei langt í grín-
ið. Þú varst prakkari af guðsnáð og
við barnabörnin elskuðum að um-
gangast þig. Þegar þú tosaðir í
tærnar, gafst okkur nammi úti í
bílskúr eða þegar við horfðum sam-
an á Mr. Bean, við elskuðum þetta.
Enda sóttist ég svo sterkt í það að
vera með þér og ömmu að ég
strauk oft að heiman og yfir til
ykkar, oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar. Meira að segja þegar þú
varst kominn á spítalann, þá varstu
alltaf eitthvað að brasa, græja og
gera. Mér fannst svo gaman að
fylgjast með þér, sérstaklega þeg-
ar þú varst að brasa með skrúf-
urnar í hjólastólnum. Þér líkaði það
sko ekki að vera í þessum árans
stól, alltaf að reyna að skrúfa hann
í sundur, það sást greinilega. En
þrátt fyrir allt það var aldrei langt
í prakkarabrosið þitt og það er ein-
mitt það sem ég minnist núna þeg-
ar ég skrifa þessa grein.
Takk fyrir allt, það jafnast ekk-
ert á við þig.
Ég elska þig afi minn. Hvíl í
friði.
Jóhanna (Hanna sín).
Ég átti svo fáar minningar um
þig og ég vildi að við gætum átt
fleiri en svo er ekki. Ég man eftir
því að á sumrin fórum við í ferðalög
og það eina sem ég man var það að
þessi ferðalög voru toppurinn á lífi
mínu. Veðrið var frábært og þú
varst besti afinn í heiminum. Þér
fannst svo gott að leggja þig í nátt-
úrunni og með engar áhyggjur.
Þegar við vorum heima man ég eft-
ir því að þú tókst alltaf í tærnar á
mér og systrum mínum og sagðir:
tommeltott, sleikepott, langamand,
gullebrand og lille puti spillemand,
og svo fórum við að hlæja.
Það besta við þetta var að þú
fórst í friði, vonandi ekki í sárs-
auka. Það var líka gaman að sjá
hversu mikið af fólki kom til þess
að kveðja þig.
Athöfnin var friðsæl. Það er líka
gott að vita til þess að þú ert núna
á miklu betri stað, líður engan
sársauka og þú færð nóg af ást og
umhyggju.
Hvíldu í friði afi minn.
Þín
Eydí.
Þegar ég hugsa um hvað ég geti
skrifað í minningargreinina þína
verður mér strax hugsað með sökn-
uði til allra skemmtilegu stundanna
sem við áttum öll í húsinu á Ár-
braut 5. Jólin og áramótin skipa
þar mjög stóran sess. Það voru
varla áramót ef við komum ekki í
kaffi til ykkar ömmu eftir brenn-
una, horfðum á skaupið saman,
töldum svo öll niður í nýja árið og
skutum svo upp flugeldum. Þú
varst alltaf frekar stríðinn og þeg-
ar ég kom í heimsókn til ykkar
mátti ég alltaf búast við því að þú
tækir í tærnar á mér og kitlaðir
mig. Ég man að þú vissir flestallt
um ættir okkar, og ég vissi það að
þegar ég vildi fræðast um skyldfólk
mitt gat ég spurt þig. Þér fannst
voðalega gott að hvíla þig eftir mál-
tíðir, og þær voru ófáar stundirnar
þar sem þú sast í sófanum á Ár-
brautinni og lést fara vel um þig,
nú eða tókst í tærnar á okkur auð-
vitað. Þú varst alltaf svo duglegur,
varst kominn á fætur eldsnemma
og vildir fara út að gera eitthvað.
Svo varstu líka alltaf til í að hjálpa.
Elsku afi, ég er þakklát fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum sam-
an, en jafnframt sorgmædd yfir því
að þú sért farinn.
Ég elska þig.
Þín
Lilja.
Alltaf þegar ég hugsa um afa
gamla sé ég hann fyrir mér í vinnu-
fötum með gráa mjólkurkassann
sinn fullan af verkfærum eitthvað
að brölta um. Ef hann var ekki úti
á verkstæði eða á leið þangað var
hann við eldhúsborðið heima að
skoða í bók.
Þegar ég kom í heimsókn út á
verkstæðið var hann iðulega grett-
inn á svip með einhverja spýtu eða
plötu í vélsöginni og gleraugun al-
veg að detta fram af nefinu á hon-
um. Undir hljómaði útvarp Kántrý-
bær í bláabotni. Svo sópaði hann
alltaf gólfið og blés af skyrtunni
sinni með loftbyssunni áður en
hann fór heim.
Við vorum heilmiklir vinir og við
unnum mikið saman. Eitt það síð-
asta sem hann gerði var að byggja
með okkur pabba íbúð foreldra
minna í Garðabæ. Þar bjuggum við
í bílskúrnum og hann smíðaði sér
rúm sem var allt of stutt fyrir hann
og mjög hart en hann svaf engu að
síður vel á því. Við höfðum það
svaka gott og unnum stíft við feðg-
arnir í nokkra mánuði áður en ég
fluttist utan.
Við afi vorum með svipaðan
húmor og hann kenndi mér góða
ensku. „Hver á þessa bók?“ þýðist
sem „Hotspring river this book“.
Afi átti alveg sérstakt glott þegar
hann var að segja eitthvað fyndið.
Uppáhaldsbíómyndir afa voru „The
Memphis Belle“ sem er flugvéla-
mynd og „Das Boot“ sem er kaf-
bátamynd.
Afi hefur alltaf verið mikill
áhrifavaldur í mínu lífi og ég á mik-
ið af góðum minningum frá okkar
samveru.
Takk fyrir mig elsku afi.
Robert (Bobbý).
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 53
ALDARMINNING
Í dag, 1. júní, er öld
liðin frá láti Jóns Stein-
dórs Norðmann, kaup-
manns á Akureyri.
Hann var fæddur 27.
janúar 1858 og lést 1.
júní 1908, aðeins fimm-
tugur að aldri, frá Jór-
unni, f. 16. maí 1871, d.
11. september 1961,
konu sinni og sex börn-
um.
Jón Steindór Norð-
mann var sonur séra
Jóns Norðmann, f. 1820, d. 1877,
prests og fræðimanns á Barði í Fljót-
um í Skagafirði og Katrínar Jónsdótt-
ur, f. 1828, d. 1889. Sr. Jón var sonur
Jóns Guðmundssonar, f. 1801, d. 1866,
og Margrétar, f. 1796, d. 1862, dóttur
sr. Jóns Þorlákssonar, f. 1744, d. 1819,
prests og skálds á Bægisá. Katrín,
móðir Jóns Steindórs, var frá Und-
irfelli í Vatnsdal, dóttir Jóns Eiríks-
sonar, f. 1798, d. 1859 og Bjargar
Benediktsdóttur, f. 1804, d. 1845.
Jórunn Norðmann, fædd Einars-
dóttir, var dóttir Einars Baldvins
Guðmundssonar, f. 1841, d. 1910, og
Kristínar Pálsdóttur, f. 1842, d. 1879,
á Hraunum í Fljótum í Skagafirði.
Kristín móðir Jórunnar var dóttir sr.
Páls Jónssonar, f. 1812, d. 1889,
prests og sálmaskálds í Viðvík í
Skagafirði og Kristínar Þorsteins-
dóttur, f. 1808, d. 1866.
Sr. Jón á Barði mun hafa lesið og
skrifað ellefu tungumál og kunni einn-
ig skil á stærðfræði, siglingafræði og
landmælingum. Hann kvæntist Katr-
ínu Jónsdóttur frá Undirfelli í Vatns-
dal. Þau voru ákaflega ólík, en bættu
hvort annað upp: Hún stóð fyrir búinu
með skörungsskap en bóndi hennar
grúskaði í þjóðlegum fróðleik. Jón
Steindór hafði kosti beggja foreldra
sinna, var bæði listhneigður mála-
maður eins og faðir hans og fésæll
framkvæmdamaður eins og móðirin.
Jórunn Einarsdóttir ólst upp við
góð kjör á Hraunum í Fljótum. Faðir
hennar var Einar Baldvin Guðmunds-
son á Hraunum, bóndi, kaupmaður og
alþingismaður með meiru. Móðir Jór-
unnar var Kristín Pálsdóttir.
Jón og Jórunn giftust árið 1893,
fluttu fyrst suður og svo til Akureyrar
árið 1897 og stofnuðu heimili þar.
Hann græddi á verslun og þau voru
örlát við fólk í kringum sig. Erfiðleik-
arnir voru þó ekki langt undan. Hús
þeirra brann í brunanum mikla á Ak-
ureyri árið 1906.
Jón sigldi til Kaupmannahafnar og
var skorinn vegna krabbameins, en
lést 1. júní 1908. Jórunn syrgði mann
sinn það sem hún átti ólifað, en hélt
reisn og stolti til dauðadags. Hún
flutti til Reykjavíkur. Það gekk hratt
á arfinn þar sem hún hafði lítið pen-
ingavit og var vön rausnarskap.
Jórunn sendi öll börn sín í listnám.
Katrín, f. 1895, d. 1989, tók versl-
unarskólapróf í Reykjavík og lærði pí-
anóleik í Berlín. Hún giftist Einari
Viðar, f. 1887, d. 1923, og áttu þau
dæturnar Jórunni Viðar tónskáld, f. f.
1918, og Drífu Viðar, f. 1920, d. 1971,
rithöfund og myndlistarmann. Hann
lést eftir stutt hjónaband. Seinna gift-
ist hún Jóni Sigurðssyni skólastjóra
Hundrað ára ártíð
Jóns Norðmann
Laugarnesskólans, f. 1895, d. 1979.
Hún rak Hljóðfæraverslun Katrínar
Viðar og kenndi líklega fleiri Íslend-
ingum á píanó en nokkur önnur
manneskja.
Jón, f. 1897, d. 1919, sonur Jóns og
Jórunnar þótti svo efnilegur píanó-
leikari að hann var sendur ásamt
Katrínu í nám til Berlínar. Þar fékk
hann berkla, sem drógu hann til
dauða árið 1919.
Kristín, f. 1899, d. 1944, fór fyrst í
Kvennaskólann og sigldi svo til Kaup-
mannahafnar og lærði á píanó. Hún
kom aftur heim og giftist Páli Ísólfs-
syni tónskáldi og orgelleikara. Þau
áttu þrjú börn, Jón Norðmann, Þuríði
Pálsdóttur söngkonu og Einar Páls-
son fræðimann. Kristín lifði ekki
nema til 45 ára aldurs.
Óskar, f. 1902, d. 1971, varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík,
nam svo verslunarfræði í Kaup-
mannahöfn og gekk inn í fyrirtæki
frænda síns Jóns Þorlákssonar, sem
eftir það bar nafn beggja: Þorláksson
& Norðmann. Hann kvæntist Sigríði
Benediktsdóttur Benedikz og eignuð-
ust þau börnin Unni, f. 1933, Jón, f.
1935, og Kristínu, f. 1945. Óskar nam
söng og var meðal stofnenda karla-
kórsins Fóstbræðra og söng með hon-
um til dauðadags.
Ásta, f. 1904, d. 1985, lærði dans í
Þýskalandi, stofnaði fyrsta dansskóla
Íslands og setti upp fyrstu danssýn-
ingu á Íslandi. Hún giftist Agli Árna-
syni og átti með honum börnin Má, f.
1932, d. 1995, viðskiptafræðing, Árna
Egilsson, f. 1939, tónlistarmann og
Kristínu, f. 1940.
Jórunn, f. 1907, d. 1989, þótti fær á
píanó. Hún giftist Jóni Geirssyni
lækni og eignuðust þau börnin Geir
lækni, f. 1929, og Sigríði, f. 1936. Þau
fluttu til til Akureyrar en skildu og
flutti hún þá til Reykjavíkur þar sem
hún vann sem píanókennari og undir-
leikari. Seinni maður Jórunnar var
Þorkell Gíslason.
Ótímabært fráfall þriggja gjörvi-
legra manna með stuttu millibili –
Jóns eldra, Jóns yngra og Einars Við-
ar – markaði djúp spor sorgar sem
seint greru. En fólk lærir að lifa með
sárum þótt þau grói ekki og það varð
Jórunn að gera. Hún átti fyrir börn-
um að sjá, og þegar hún varð ekkja
varð hún að taka við sem höfuð fjöl-
skyldunnar, sem um leið varð eigin-
lega matríarkísk. Það hlutverk fór
henni vel og hún gegndi því til dauða-
dags og var afkomendum og öðrum
fordæmi með sjálfstæði sínu og glæsi-
leika.
Meira: www.mbl.is/minningar
Vésteinn Valgarðsson.
inum mínum sem líkaði ekki rjúpur
eldaði hún bara einnig hamborg-
arahrygg, því Tobba var alltaf tilbú-
in að þóknast öllum og fannst það
ekkert mál. Ósjaldan man ég eftir
Tobbu á Harðbak baka lummur og
þá stóðum við krakkarnir og borð-
uðum jafnóðum af diskinum en þá
var bara bakað meira. Oft ef ég var
svöng eftir skóla fór ég ásamt vin-
konu minni til Tobbu og vorum við
alltaf velkomnar og fengum að sjálf-
sögðu nýbakaðar bollur, kleinur eða
pönnukökur og alltaf hafði hún tíma
fyrir okkur. Þar sem Tobba var
mikill menningarpostuli naut ég
góðs af því en hún bauð mér iðulega
á barnasýningarnar sem settar voru
upp hjá Leikfélagi Akureyrar.
Svona var Tobba hafði alltaf tíma
fyrir alla en minningarnar eru svo
margar að hér læt ég staðar numið.
Kveð mína góðu frænku með
söknuði og þakklæti fyrir allt.
Þín
Pálína.
Elsku Tobba.
Þegar ég vaknaði á mánudags-
morguninn (5. maí sl.) við það að
sólin skein inn um gluggann á
nuddstofunni í Lyngholtinu, vissi ég
varla hvaðan á mig stóð veðrið eftir
fremur hryssingslega og þungbúna
daga þar á undan. Logn og heið-
ríkja, þægilegur hiti í lofti og Poll-
urinn sléttur sem spegill. Þá rann
upp fyrir mér ljós, þetta var jú út-
farardagurinn þinn og bærinn þinn
vildi kveðja þig með öllu því feg-
ursta sem hann gat skartað á þess-
um vormorgni. Ekki man ég hve
gamall ég var orðinn eða búinn að
skrifa utan á marga jólapakka: Til
Tobbu lill, þegar mér varð ljóst að
þú hést ekki Tobba lill, eða Tobba,
heldur Þorbjörg og varst Finnboga-
dóttir. Í æsku hvíldi yfir þér ákveð-
inn ævintýraljómi og alltaf komstu
færandi hendi, eitthvað sem laðaði
að þér ungan dreng, svo sem
súkkulaði eða piparmintupastillur.
Þó ég muni ekkert eftir föðurafa
mínum hefur mér skilist af sögum
sem ég hef af honum heyrt að þið
hafið verið ákaflega lík í lunderni og
fasi, kvik og snögg. Morgun einn
fyrir nokkrum árum heima á Harð-
bak, þegar kríurnar höfðu vakið
mig, sá ég einhvern hvítan díl bruna
eftir mölinni eins og hraðlest. Þegar
betur var að gáð varst þú þarna á
ferð með hvíta spanjólu og hvítan
trefil að skreppa í morgunkaffi á
Ásmundarstöðum. Þér líkt, að æða
á fætur á undan fuglunum og ljúka
helst drjúgu dagsverki áður en aðr-
ir rumskuðu. Það var á unglingsár-
unum sem kynni okkar hófust fyrir
alvöru er þú tókst að þér að hýsa
okkur nokkur frændsystkini þín
sem stunduðum nám á Akureyri.
Ég leiddi ekki að því hugann fyrr
en löngu seinna hve mikla óeig-
ingirni og fórnfýsi þú sýndir með
því að búa sjálfri þér bústað í stof-
unni á Byggðaveginum svo við
fengjum öll okkar „kammelsi.“ Ekki
væsti um okkur undir þínum vernd-
arvæng, morgunhressing áður en
haldið var í skólann að ógleymdu
lýsinu sem allir þurftu að innbyrða
hvort sem þeim líkaði betur eða
verr. Þú varst okkur ekki strangur
húsbóndi en dróst ákveðnar og
skýrar línur sem við lærðum að
virða. Þú kenndir okkur að sjá um
okkur sjálf og gast verið snögg upp
á lagið en jafnfljót að ná þér niður.
Þú varst til dæmis ekkert sérstak-
lega kát þegar þú komst að mér
með skellinöðruna mína í aðhlynn-
ingu inni í þvottahúsi en síðan var
aldrei minnst á það meir. Þú varst
alltaf höfðingi heim að sækja og
töfraðir fram veisluborð á svip-
stundu þegar mann bar óvænt að
garði, nýbakaðar pönnukökur eða
gerbollur og ávaxtasalat birtust á
mettíma eða þú dreifst þig með
okkur á kaffihús. Þú sýndir öllum
sömu virðingu og áhuga og sjón-
armið fimm ára barns fundust þér
jafn merkileg og áhugaverð og
þeirra sem eldri voru. Þegar þú
fékkst áfallið fyrir rúmum þrem ár-
um tókstu því með sama æðruleysi
og öðru og einbeittir þér að því að
leysa það verkefni og læra að lifa
með því. Að leiðarlokum þakka ég
þér allt sem þú hefur gefið mér í
víðasta skilningi. Minning mín um
þig verður ætíð jafn björt og sólin
sem skein svo glatt yfir Akureyri á
mánudaginn.
Finnbogi Sigurðsson.
Mig langar til að kveðja Tobbu,
elskulega frænku og vinkonu, með
nokkrum orðum. Það var þegar ég
kom inn í fjölskyldu mannsins míns
að þar voru eins og víða í fjöl-
skyldum ógiftar og barnlausar
frænkur sem skipuðu stóran sess í
frændgarðinum. Tobba var önnur
sú og hafði hún einstaklega sterka
persónutöfra sem jukust ef eitthvað
var við frekari kynni. Það var á
seinustu árum sem vinskapur okkar
varð mjög náinn. Þá veiktist Tobba
og til að komast til heilsu og góðs
lífs á ný reyndi á þrautseigju, húm-
or og vilja. Þar reyndust við vinkon-
urnar vera sterkar fyrir og áttum
við margar ánægjulegar stundir í
endurhæfingarferlinu. Þar kom
sannarlega á daginn að aldur er af-
stæður ef andlegt atgervi fólks á vel
saman.
Við sjáumst ekki í sumar – og
þó sé ég þig:
er blómin horfa himins til
og hneigja sig
þá yfir í þinn huliðsheim
þú heillar mig.
Því vetrarstríð á enda er
nú undrumst við
hve dauðinn veitir dýra hvíld
og djúpan frið
og heyrum lífið líða hjá
sem lækjarnið.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku Tobba, takk fyrir allt sem
þú hefur verið okkur
Ólína, Viðar, og börn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa
og langafa,
ÓLAFS BEINTEINSSONAR,
síðast til heimilis
í Hvassaleiti 58,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakots
og Droplaugarstaða.
Sigurveig Hjaltested,
Lárus H. Ólafsson, Kristín Jónsdóttir,
Ólafur B. Ólafsson, Dagný Elíasdóttir,
Emilía Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason,
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Sigríður Beinteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.