Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 55 Mitsubishi Carisma árg. ‘99, sjálfskiptur. Ekinn 120 þús. Selst með yfirtöku á láni kr. 270 þús og 50 þús. í peningum. Upplýsingar í síma 857 7094. Mig vantar nýja fjölskyldu! Fjölskyldan flytur erlendis og því er Citroen Xsara Picasso til sölu. Ekinn rúma 50.000 km, engin útborgun, 100% lán. Frábær fjölskyldubíll! Upplýsingar í síma: 899 3625. Ford árg. '07, ek. 15 þús. km Ford F350 King Ranch, 09/2007, 6,4 diesel. S: 896 6800. Bílar Verktakar, Athafnamenn! 9 sæta Volkswagen Transporter árg. 2005 4x4 disel ekinn 108þkm. O.K Varahlutir s 696-1050 okspares@simnet.is Vegna brottflutnings erlendis! Til sölu sem nýr Mitsubishi Pajero Intense árg. 2008, ek. aðeins 7000 km. Selst með góðum afslætti, engin lán áhvílandi,ath aðeins staðgreiðsla kemur til greina. O.K Varahlutir s: 696-1050 okspares@simnet.is TOYOTA LANDCRUISER 90 GX árgerð 1999, ekinn 245 þús., dísel, góður bíll með þjónustubók, verð 1250 þús., ath. skipti.Upplýsingar í síma 861 6131. Til sölu Ford Transit Connect árgerð 2005, ekinn 33 þús. Upplýsingar í síma: 863 9774. Suzuki XL-7 Luxury 2007 Nýja útgáfan! V6 3,6L, ek 20 þús. km, sjálfsk., leðursæti + hiti, m. krók. Hlaðinn aukabúnaði. Sjá nánar www.suzuki.com, Tilboð 3.200 þús. Sími: 823 7238. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heima er bezt, tímarit um fólkið, lífið og söguna. Áskriftarsími 553 8200, www.heimaerbezt.net Til sölu Fréttir í tölvupósti Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Smáauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR BRAUTSKRÁNING stúdenta frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð fór fram laugardaginn 24. maí síðastiliðinn. Útskrifaðir voru 147 stúd- entar, 94 konur og 53 karlar. Af félagsfræðabrautum útskrifuðust 48 nem- endur, 52 af náttúrufræðibraut, 29 af mála- braut, 17 af IB-braut (alþjóðlegri braut), 4 ljúka stúdentsprófi í framhaldi af starfsnámi og 3 nemendur ljúka námi af tveimur brautum. Guðrún Björg Ingimundardóttir af málabraut var dúx með meðaleinkunn 9,25. Semidúxar voru Gunnhildur Helga Steinþórsdóttir sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og Rósa Kristrún Jakobsdóttir af málabraut. Báðar með yfir 9 í meðaleinkunn. Einingadúx er Inga Hlíf Melvinsdóttir sem lýkur tæplega 200 einingum. Verðlaun úr Minningarsjóði um Sverri S. Einarsson rektor, sem veitt eru nemanda sem nýtt hefur á framúrskarandi hátt möguleika áfangakerfis skólans, hlaut Kolbrún Þóra Ei- ríksdóttir. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Brautskráning stúdenta frá MH VIÐGERÐ stendur nú yfir á hringveginum við Bisk- upsháls, rétt austan við Grímsstaði á Fjöllum. Vegurinn rofnaði þar á um 200 m kafla af völdum ofsaflóðs 13. maí sl. Vegagerðin náði að opna veginn fljótlega en eft- ir stóð að talsverðra viðgerða var þörf. Þær eru nú langt komnar. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Unnið að viðgerðum við Biskupsháls ERIC W. Rothenbuhler, prófessor við fjölmiðla- og boðskiptadeild Tex- as A&M University, heldur opinber- an fyrirlestur í boði félagsvís- indadeildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda á morgun, mánudaginn 2. júní, kl. 12. Heiti fyrirlestursins, sem verður fluttur á ensku, er „Merki um ver- aldleg trúarbrögð: Táknræn óreiða og úrbætur í kjölfar 11. september“ („Signs of Secular Faith: Symbolic Disorder and Repair after Witness- ing 9/11“). Fyrirlesturinn er byggð- ur á ljósmyndum, sem teknar voru í New York 11. september 2001 og á næstu vikum og mánuðum. Með hjálp þessara ljósmynda leitast Eric Rothenbuhler við að greina hrun ríkjandi táknheims og sköpun ann- ars táknheims í hans stað. Mynd- irnar tók Jane Martin. Eric Rothenbuhler er í fremstu röð bandarískra fjölmiðlafræðinga. Hann er staddur hér á landi í tilefni af norrænu málþingi um fjölmiðla og trúarbrögð, sem haldið er í sam- starfi kennara við félagsvísindadeild og guðfræðideild Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. Hrun ríkjandi táknheims og sköpun annars HRAFNHILDUR Lilja Jónsdóttir ver meistararitgerð sína við heil- brigðisdeild HA á morgun, mánu- daginn 2. júní, kl. 12.05. Í henni er fjallað um mat hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku á minnihátt- ar ökkla- og fótaáverkum með að- stoð Ottawa-gátlistans. Vörnin fer fram í stofu L101 á Sólborg og eru allir velkomnir. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig nýta megi mennt- un, reynslu og þjálfun hjúkr- unarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga. Rannsóknarspurningar lúta að sambærileika mats hjúkr- unarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum með ökkla- og fótaáverka. Rannsóknin var framsæ sam- anburðarrannsókn sem fór fram á fjögurra mánaða tímabili á slysa- og bráðamóttöku FSA. Borið var sam- an mat hjúkrunarfræðinga og ung- lækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráða- móttöku með áverka á ökkla og fæti. Við það studdust hjúkrunarfræð- ingar við Ottawa-gátlistann, sem var þróaður til að nota við skoðun á ökkla- og fótaáverkum, en unglækn- ar við hefðbundið mat. Meistaravörn í heilbrigð- isdeild HA MEISTARANEMAR í mannfræði við Háskóla Íslands hafa víða leitað fanga við gerð verkefna sinna, m.a. á Hellissandi, Malaví og Reykjavík. Það má því segja að þeir hafi aflað þekkingar út um víðan völl. Á morg- un, mánudaginn 2. júní, verða kynnt sjö meistaraverkefni í mannfræði við HÍ, m.a. um íslenska kjörfor- eldra, val á fæðingarstað, fullorð- insfræðsluverkefni í Malaví, götu- börn í Windhoek, reynslu af því að eiga foreldra af ólíkum uppruna og sjóminjasafn á Hellissandi. Mál- stofan sem verður í Háskólatorgi HT 101 hefst kl. 15 og er öllum opin. Meistarar í mannfræði út um víðan völl THORVALDSENSBAZARINN, Austurstræti 4 í Reykjavík verður 107 ára í dag, sunnudaginn 1. júní, og hefur verslunin verið á sama stað allan þann tíma. Konur úr Thorvald- sensfélaginu vinna þarna í sjálfboða- vinnu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Í tilefni afmælisins bjóða þær upp á kaffi og pönnukök- ur kl. 10-14 á afmælisdaginn. Thorvaldsens- bazar 107 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.