Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 56

Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Síð-degis á fimmtu-dag varð Suður-lands-skjálfti skammt frá Ingólfs-fjalli sem mældist á bilinu 6,1 til 6,2 stig. Skjálftinn var ívið minni en skjálftarnir sem urðu árið 2000. Hann tilheyri þó sömu skjálfta-hrinu og upp-tökin voru á sama svæði, en vestar. Nokkrir vægari eftir-skjálftar urðu. Tals-vert tjón varð á Selfossi, á Eyrarbakka, í Hveragerði, í Þorlákshöfn og í sumar-bústöðum. All-margir hlutu smá-skrámur og mar þegar innan-stokks-munir og hlutir féllu á gólfið í skjálftanum, en engin stór-slys urðu. Fólk hélt sig lengi utan-dyra, og voru hjálpar-stöðvar opnaðar víða, en um átta leytið fékk fólk að halda heim og dvelja þar um nóttina. Yfir 300 björgunar-sveitarmenn Slysavarna-félagsins Lands-bjargar komu til starfa á jarð-skjálfta-svæðinu. Flutt hafa verið tjöld og greininga-stöðvar á svæðið. Öflugur skjálfti í Árnes-sýslu Morgunblaðið/Kristinn Kona í Hveragerði virðir fyrir sér skemmdirnar á heimili sínu. Síðustu 12 mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 12,3%. Verð-bólga mæld á 12 mánaða tíma-bili hefur ekki verið jafn mikil frá því í ágúst 1990, eða í tæp 18 ár, er hún mældist 14,2%. Gengis-sig krónunnar og er-lendar verð-hækkanir halda áfram að skila sér út í verð-lagið. Skuldir fólks hafa hækkað mikið, og er fjöl-margt ungt fólk veru-lega illa statt fjárhags-lega. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-maður hjá Ráðgjafar-stofu um fjár-mál heimilanna, segir að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu út-lán í vetur. Verð-bólgan ekki hærri í 18 ár Frönsk mynd fékk Gull-pálmann Franska kvik-myndin Entre les murs, eða Skóla-bekkurinn, fékk gull-pálmann á kvikmynda-hátíðinni í Cannes, sem lauk um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti í 21 ár sem aðal-verðlaun há-tíðarinnar fara til Frakk-lands. Laurent Cantet leik-stýrði myndinni sem fjallar um líf í skóla og byggist á skáld-sögu Francois Begaudeau um reynslu sína af kennslu-starfi. Í myndinni leikur Begaudeau sjálfan sig, aðrir leik-endur eru raunveru-legir nem-endur í mennta-skóla. Fylgst er með drama-tískum at-burðum á einu skóla-ári. „Þetta er ótrú-leg, ótrú-leg kvik-mynd,“ sagði Sean Penn, for-maður dóm-nefndarinnar. Sagði Penn að dóm-nefndin hefði verið sam-mála um valið. Viggo heldur ljósmynda-sýningu Dansk-banda-ríski lista-maðurinn Viggo Mortensen opnaði sýn-ingu í Ljósmynda-safni Reykjavíkur í gær. Viggo er þekktastur fyrir kvikmynda-leik, en hann lék Aragorn, kon-ung manna, í Hringa-dróttins-sögu, og var til-nefndur til Óskars-verðlauna fyrir Eastern Promises. Menning Á mánu-daginn kom fram laga-frumvarp á Alþingi sem heim-ilar Árna M. Mathiesen fjármála-ráðherra, fyrir hönd ríkis-stjórnarinnar, að taka allt að 500 millj-arða króna að láni og endur-lána Seðla-bankanum til þess að styrkja gjaldeyris-forðann. Heim-ildin gildir út þetta ár. Fram kemur að þessi lántöku-heimild kemur til við-bótar þeim lántöku-heimildum sem fyrir eru í fjár-lögum ársins í ár. Sam-staða er um frum-varpið en stjórnar-andstöðu-flokkarnir átöldu stjórn-völd þó fyrir hag-stjórnar-mistök og seina-gang í við-brögðum við efnahags-vandanum. Heimila 500 milljarða lán Mikil flóða-hætta er nú á skjálfta-svæðunum í Sichuan-héraði í Kína. Á sunnudaginn reið yfir öflugasti eftir-skjálfti sem mælst hefur eftir stóra skjálftann fyrir 2 vikum. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter-kvarða. Borgin Guangyuan, sem er norður af borginni Chengdu, varð verst úti í eftir-skjálftanum. Þar hrundu um 71.300 hús og talið er að um 200.000 geti hrunið til við-bótar. Minnst 2 menn létust. Yfir-völd segja að alla vega 69 stíflur geti gefið sig, og jafnvel hundrað stíflur í við-bót. Til að draga úr hættunni sem stafar af þeim, hefur vatns-magn í fjölda lóna verið minnkað. Aur-skriður úr fyrri skjálftum hafa stíflað árfar-vegi víða, þannig að 35 ný vötn hafa myndast og sett 700.000 manns í hættu vegna hugsan-legra flóða. Í Tangjiashan-vatni í Beichuan-héraði, er verið að sprengja far-veg og stjórna þannig flæði úr vatninu, en þar er hættan einna mest. Flóða-hætta eykst í Kína Reuters Maður situr á dýnu í rústum hússins síns. Bob Dylan, ein-hver áhrifa-mesti lista-maður 20. aldarinnar, hélt tón-leika í Laugardals-höll á mánu-daginn. Hann flutti mest lög af síðustu plötu sinni, Modern Times. Með honum var fín sveit, en sjálfur lék hann á hljóm-borð, og blés einnig stöku sinnum í munn-hörpuna sína. Bob Dylan á Íslandi Á miðviku-daginn sigraði íslenska kvenna-landsliðið Serbíu 4:0 í undan-keppni Evrópu-móts lands-liða. Fór leikurinn fram í 37 stiga hita í borginni Kraqujevac. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 2 mörk, Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt og Katrín Ómarsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðs-mark 3 mínútum eftir að hún kom inn á sem vara-maður. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig eftir 5 leiki. Frakkar eru efstir með 18 stig eftir 7 leiki. Ísland á 3 leiki eftir og með sigri í næstu 2 heima-leikjum í júní er liðið komið í þá stöðu að leika úrslita-leik um sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. Sá leikur verður gegn Frökkum á úti-velli. Ísland sigraði Serbíu Sara Björk Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.