Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Síð-degis á fimmtu-dag varð Suður-lands-skjálfti skammt frá Ingólfs-fjalli sem mældist á bilinu 6,1 til 6,2 stig. Skjálftinn var ívið minni en skjálftarnir sem urðu árið 2000. Hann tilheyri þó sömu skjálfta-hrinu og upp-tökin voru á sama svæði, en vestar. Nokkrir vægari eftir-skjálftar urðu. Tals-vert tjón varð á Selfossi, á Eyrarbakka, í Hveragerði, í Þorlákshöfn og í sumar-bústöðum. All-margir hlutu smá-skrámur og mar þegar innan-stokks-munir og hlutir féllu á gólfið í skjálftanum, en engin stór-slys urðu. Fólk hélt sig lengi utan-dyra, og voru hjálpar-stöðvar opnaðar víða, en um átta leytið fékk fólk að halda heim og dvelja þar um nóttina. Yfir 300 björgunar-sveitarmenn Slysavarna-félagsins Lands-bjargar komu til starfa á jarð-skjálfta-svæðinu. Flutt hafa verið tjöld og greininga-stöðvar á svæðið. Öflugur skjálfti í Árnes-sýslu Morgunblaðið/Kristinn Kona í Hveragerði virðir fyrir sér skemmdirnar á heimili sínu. Síðustu 12 mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 12,3%. Verð-bólga mæld á 12 mánaða tíma-bili hefur ekki verið jafn mikil frá því í ágúst 1990, eða í tæp 18 ár, er hún mældist 14,2%. Gengis-sig krónunnar og er-lendar verð-hækkanir halda áfram að skila sér út í verð-lagið. Skuldir fólks hafa hækkað mikið, og er fjöl-margt ungt fólk veru-lega illa statt fjárhags-lega. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-maður hjá Ráðgjafar-stofu um fjár-mál heimilanna, segir að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu út-lán í vetur. Verð-bólgan ekki hærri í 18 ár Frönsk mynd fékk Gull-pálmann Franska kvik-myndin Entre les murs, eða Skóla-bekkurinn, fékk gull-pálmann á kvikmynda-hátíðinni í Cannes, sem lauk um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti í 21 ár sem aðal-verðlaun há-tíðarinnar fara til Frakk-lands. Laurent Cantet leik-stýrði myndinni sem fjallar um líf í skóla og byggist á skáld-sögu Francois Begaudeau um reynslu sína af kennslu-starfi. Í myndinni leikur Begaudeau sjálfan sig, aðrir leik-endur eru raunveru-legir nem-endur í mennta-skóla. Fylgst er með drama-tískum at-burðum á einu skóla-ári. „Þetta er ótrú-leg, ótrú-leg kvik-mynd,“ sagði Sean Penn, for-maður dóm-nefndarinnar. Sagði Penn að dóm-nefndin hefði verið sam-mála um valið. Viggo heldur ljósmynda-sýningu Dansk-banda-ríski lista-maðurinn Viggo Mortensen opnaði sýn-ingu í Ljósmynda-safni Reykjavíkur í gær. Viggo er þekktastur fyrir kvikmynda-leik, en hann lék Aragorn, kon-ung manna, í Hringa-dróttins-sögu, og var til-nefndur til Óskars-verðlauna fyrir Eastern Promises. Menning Á mánu-daginn kom fram laga-frumvarp á Alþingi sem heim-ilar Árna M. Mathiesen fjármála-ráðherra, fyrir hönd ríkis-stjórnarinnar, að taka allt að 500 millj-arða króna að láni og endur-lána Seðla-bankanum til þess að styrkja gjaldeyris-forðann. Heim-ildin gildir út þetta ár. Fram kemur að þessi lántöku-heimild kemur til við-bótar þeim lántöku-heimildum sem fyrir eru í fjár-lögum ársins í ár. Sam-staða er um frum-varpið en stjórnar-andstöðu-flokkarnir átöldu stjórn-völd þó fyrir hag-stjórnar-mistök og seina-gang í við-brögðum við efnahags-vandanum. Heimila 500 milljarða lán Mikil flóða-hætta er nú á skjálfta-svæðunum í Sichuan-héraði í Kína. Á sunnudaginn reið yfir öflugasti eftir-skjálfti sem mælst hefur eftir stóra skjálftann fyrir 2 vikum. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter-kvarða. Borgin Guangyuan, sem er norður af borginni Chengdu, varð verst úti í eftir-skjálftanum. Þar hrundu um 71.300 hús og talið er að um 200.000 geti hrunið til við-bótar. Minnst 2 menn létust. Yfir-völd segja að alla vega 69 stíflur geti gefið sig, og jafnvel hundrað stíflur í við-bót. Til að draga úr hættunni sem stafar af þeim, hefur vatns-magn í fjölda lóna verið minnkað. Aur-skriður úr fyrri skjálftum hafa stíflað árfar-vegi víða, þannig að 35 ný vötn hafa myndast og sett 700.000 manns í hættu vegna hugsan-legra flóða. Í Tangjiashan-vatni í Beichuan-héraði, er verið að sprengja far-veg og stjórna þannig flæði úr vatninu, en þar er hættan einna mest. Flóða-hætta eykst í Kína Reuters Maður situr á dýnu í rústum hússins síns. Bob Dylan, ein-hver áhrifa-mesti lista-maður 20. aldarinnar, hélt tón-leika í Laugardals-höll á mánu-daginn. Hann flutti mest lög af síðustu plötu sinni, Modern Times. Með honum var fín sveit, en sjálfur lék hann á hljóm-borð, og blés einnig stöku sinnum í munn-hörpuna sína. Bob Dylan á Íslandi Á miðviku-daginn sigraði íslenska kvenna-landsliðið Serbíu 4:0 í undan-keppni Evrópu-móts lands-liða. Fór leikurinn fram í 37 stiga hita í borginni Kraqujevac. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 2 mörk, Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt og Katrín Ómarsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðs-mark 3 mínútum eftir að hún kom inn á sem vara-maður. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig eftir 5 leiki. Frakkar eru efstir með 18 stig eftir 7 leiki. Ísland á 3 leiki eftir og með sigri í næstu 2 heima-leikjum í júní er liðið komið í þá stöðu að leika úrslita-leik um sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. Sá leikur verður gegn Frökkum á úti-velli. Ísland sigraði Serbíu Sara Björk Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.