Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 57

Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 57 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist fellur niður í Gjábakka til 6. júní vegna breytinga en verður haldin í Gull- smára eftirfarandi daga: 2. júní kl. 20.30, 4. júní kl. 13 og 6. júní kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansað í Stangarhyl 4, kl. 20. Caprí-tríó leikur. Gerðuberg, félagsstarf | Alla virka da ga kl. 9-16.30 er vinnustofur, spilasalur o.fl. opið. Miðvikud. 4. júní er Kvennahlaup ÍSÍ, mæting í Gerðubergi kl. 12.30, Þorvaldur Jónsson leikur á harmonikku o.fl. Ólöf Guðný Valdimars- dóttir aðstoðarmaður borgarstjóra ræsir hlaupið kl. 13. Skráning á staðnum og síma 575-7720. Hæðargarður 31 | Opið kl. 9-16 virka daga. Fastir liðir eins og venjulega. Mogginn og morgunkaffið, hádegisverður og kaffi. Félagsvist alla mánudaga í sumar kl. 13.30. Uppl. í síma 568-3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is Seljahlíð | Sýning á handverki heimilismanna verður í dag og á morgun 2. júní kl. 13.30-17. Einnig verður kaffihlað- borð, verð 1.000 kr. Vitatorg, félagsmiðstöð | Landnámssetrið í Borganesi verður skoðað 5. júní kl. 13. Ekið um Hvalfjörð í Borgarnes. Kaffiveitingar. Ekið til baka um göngin. skráning í síma 411- 9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir, Inga Eydal syngur og leiðir söng. Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ár- mannsdóttir prédikar, lofgjörð og fyrirbænir. Á eftir er kaffi og samfélag. Skráning í síma 564-1124 í grillveislu 8. júní. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11, ræðumaður er Samúel Ingimarsson. Service for Engl- ishspeaking at 12.30 – international church in the café- teria. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Ekkert barnastarf er í sumar. 85ára afmæli. Í dag, sunnu-daginn 1. júní, er Helga Kristinsdóttir, til heimilis að Mið- leiti 7, Reykjavík, áttatíu og fimm ára. Helga nýtur dagsins með fjöl- skyldu og vinum í sveitasælunni í bústaðnum fyrir austan fjall. Hllutavelta | Pálmar Vígmundsson hélt tom- bólu við Glæsibæ og gaf Rauða krossinum 15.000 kr. sem eru afrakstur af tombólunni og peningar sem hann fékk í 12 ára afmælisgjöf nýlega. Hlutavelta | Kristrún Kolbeins- dóttir sem er á myndinni, og vin- kona hennar Magnea Rós Bjarna- dóttir söfnuðu 6.183 kr. fyrir Rauða kross Íslands með tombólu fyrir utan Bónus í Árbæ. dagbók Í dag er sunnudagur 1. júní, 153. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Hagfræðideild Háskóla Ís-lands býður til málstofu ámorgun kl. 12 í stofu 101 áHáskólatorgi. Þar mun Arn- ór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands flytja erindið Ræð- ur Seðlabankinn við verðbólguna? Málstofan er ætluð almenningi og er gert ráð fyrir spurningum og umræðum að erindinu loknu. „Árið 2001 var gengi krónunnar sett á flot og Seðlabankanum gert að gæta verðbólgumarkmiða,“ segir Arnór um núverandi starfsumhverfi og skyldur Seðlabankans. „Ég mun í fyrirlestrinum greina frá og skýra út hvað leiddi til þess að Seðlabankinn tók upp verðbólgumark- mið. Síðan greini ég frá árangrinum, sem auðvitað hefur verið ansi misjafn og verð- bólga nú töluvert yfir því markmiði sem Seðlabankanum var sett. Um leið reyni ég að greina ástæður þess hvers vegna verðbólgan hefur verið jafnmikil og raun ber vitni, og draga af því lærdóma.“ Arnór segir óhagstæða þróun efna- hagsmála á Íslandi síðasta hálft ár eða svo hafa átt sér langan aðdraganda: „Hinn undirliggjandi vandi er ofþensla sem birtist meðal annars í gríðarlegum viðskiptahalla árum saman. Þessi við- skiptahalli þýddi að við urðum háð inn- streymi fjármagns, þ.e. að við þurftum að safna skulum erlendis. Það gerði landið mjög viðkvæmt fyrir því þegar áhættumat fjárfesta og áhættusækni þeirra breyttist svo að fjármagnið varð dýrara eða fékkst jafnvel ekki,“ segir hann. „Ef ekki tekst að fjármagna við- skiptahallann gerist það að gjaldmiðill- inn fellur í verði, kaupmátturinn minnkar og samdráttur verður í inn- lendri eftirspurn svo hallinn minnkar og hverfur að lokum.“ Arnór skoðar m.a. þá gagnrýni sem komið hefur fram á aðferðir Seðlabank- ans: „Það fer eftir því við hvern þú talar í hverju gagnrýnin felst. Sumir gagn- rýna bankann fyrir að hækka vexti of mikið, og aðrir fyrir að hækka of lítið. Það er líka deilt um það hvort stýri- vaxtabreytingar bankans virki yfir höf- uð, eða hafi a.m.k. mjög lítil áhrif, og síðan eru þeir sem telja jafnvel að stýri- vextirnir geti haft öfug áhrif og væri stórkostlegur vandi ef rétt reyndist.“ Efnahagsmál | Málstofa um aðferðir Seðlabankans á tímum verðbólgu Hvað getur Seðlabankinn?  Arnór Sig- hvatsson fæddist á Miðhúsum í Bisk- upstungum 1956. Hann lauk B.A. í sögu og heimspeki ásamt kennslurétt- indanámi frá HÍ árið 1980 og meist- ara- og doktorsgráðu frá Norður- Illinois háskóla árið 1990. Árnór hóf störf hjá Seðlabanka Íslands 1990 sem hagfræðingur. Hann starfaði hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington 1993-1995 en sneri síðan aftur í Seðla- bankann þar sem hann hefur verið að- alhagfræðingur frá 2004. Eiginkona Arnórs er Edda Hrönn Atladóttir fr.kv.stj. og eiga þau þrjú börn. Tónlist Akureyrarkirkja | Vortónleikar Stúlkna- kórs Akureyrarkirkju verða kl. 16. Ein- söngvari á tónleikunum er Sigrún Arna Arngrímsdóttir. Aðgangur ókeypis. Mannfagnaður Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði | Sjó- mannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni dagsins er sýning og sala á handverki heimilismanna. Einnig fer fram kaffisala á heimilunum. Hvetjum við ætt- ingja, aðstandendur og vini heimilismanna til að líta inn. Fréttir og tilkynningar Thorvaldsensfélagið | Verslun félagsins Thorvaldsensbazar er 107 ára í dag. Í tilefni dagsins er boðið upp á kaffi og pönnukökur. Allir velkomnir. Opið kl 10-15. Þjótandi | Skoðunar- og fræðsluferð í landi Þjótanda að fornminjauppgreftri á bakka Þjórsár. Stutt ganga, mæting kl. 18 á gömlu brúnni yfir Þjórsá. Morgunblaðið /Arnaldur Hrafnista í Reykjavík. HERMENN flytja grjót og mold með handafli, handlanga efnið frá einum til annars, og reyna að styrkja bakka Tangjiashan-vatns í Beichuan-sýslu í Kína. Um 200.000 íbúar hafa verið fluttir frá svæðinu neðan vatnsins, sem hefur hækkað mikið vegna skriðna sem féllu í jarðskjálftanum í Sichuan-héraði á dögunum. Mannleg færibönd í Kína Reuters • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að góðu útgáfufyrirtæki í stöðugum vexti. Ársvelta 200 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. • Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr. EBITDA 10 mkr. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.