Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 63

Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 63
„Pétur var harður. Ég þurfti að taka á honum stóra mínum og stíga mikið til baka. Pétur var fastur fyrir. Við vorum að pæla eitthvað í Dylan og vorum að spá í hljóminn á Bring It All Back Home og Highway 61 … þar sem menn fóru bara inn og spiluðu. Vð reyndum að knýja þetta fram en við vorum ekki nema nokkra daga að klára plötuna. Söngurinn í sumum lögunum er prufusöngur, það átti að taka hann aftur upp en svo vel tókst til í fyrstu atrennu að hann var bara látinn standa. Við fengum áfall fyrst, hljómurinn var svo skítugur eitthvað. En svo fattaði maður þetta og sagði með sjálfum sér: „Vá … þetta er lifandi stöff.“ Bubbi segir þetta eina af ástæð- unum fyrir því að hann sóttist eftir samstarfi við Pétur. „Einfaldasta leiðin til að deyja sem listamaður er að loka sig af í einhverju ákveðnu rými og stíga ekki úr því. Þessi hætta ágerist með aldrinum … nema þú sért vakandi, leitandi og forvitnin sé að drepa þig.“ Bundin saman Bubbi heldur áfram með þessa pælingu. „Seinast þegar ég gerði plötur þá gerði ég plötur sem eiga sér ekki hliðstæðu í íslensku tónlistarlífi, þ.e. skilnaðarplöturnar. Eftir þær hélt ég áfram að semja en svo gerðist það að þegar við fórum að vinna Fjóra nagla fann ég sterkt fyrir því að ef ég tæki ekki áhættu þá myndi ég ekki nenna að vinna hana. Ég verð að ögra mér og fara einhverja leið sem ég hef ekki farið áður. Þar kem- ur Pétur inn. Ég sá hann á tón- leikum og hreifst af. Hann virkar svo „sweet“ en svo er hann ekkert „sweet“. Hann er töffari. Hörkutöff- ari. Þetta skilaði sér í plötu sem ég ber hiklaust saman við plötur eins og Sögur af landi eða Nóttin langa, plötur sem skipta mig miklu máli.“ Ég spyr Bubba hvort mikil tján- ingar- og sköpunarþörf hafi verið að byggjast upp innra með honum á þessu þriggja ára tímabili. Hann svarar snöggt. „Nei. Ég sem svo mikið, ég á svo mikið af efni alltaf. Ég er alltaf að spila nýtt efni og þeir sem eru dug- legir að sækja tónleika hjá mér hafa verið að heyra sum af þessum lögum reglubundið í tvö ár. Stór hluti plöt- unnar hefur þannig verið til í kassa- gítarútgáfum en lögin eru nú í nokk- uð breyttri mynd. Maður á oft lög sem maður vill gefa nýtt tækifæri. Klæða þau í önnur föt. Eins og Dyl- an, þegar hann rennir sér í „Blowin’ in the Wind“ og enginn veit hvað hann er að spila (glottir með sjálfum sér). Þetta er munurinn á listamanni og skemmtikrafti.“ Bubbi talar um að platan sé bund- in saman með nokkuð sérstöku sándi og „atmósferi“. „Ef menn skoða textana þá sjá þeir að þetta er annaðhvort hrein- asta helvíti eða bjartasta himnaríki. Það er ekkert þarna á milli. Þetta eru ákveðnar pælingar sem ég hef verið að fara í gegnum. Ef við skoð- um stöðu mannsins í nútímaþjóð- félagi þá er búið að afguða þjóðfélag- ið. Nýju guðirnir eru peningarmennirnir og nýju engl- arnir eru verðbréfadýrin. Og hvað gerist svo þegar það verður hrun? Það er enginn guð og hvað blasir þá við? Jú, tómið eitt. Það er það sem ég er m.a. að syngja um, að ef þú hefur ekki heilbrigða sýn, einhvern æðri mátt í lífi þínu, þá ertu í vond- um málum. Ef þú ert búinn að stilla peningum upp sem æðsta mætti og þá þverr síðan allt í einu, hvað þá? Ég syng líka nokkuð um tilvist- arkreppur, um menn sem eru á ákveðnum stað í lífinu sem ekki er gott að vera á. Eins og í titillaginu. Ég myndi samt ekki segja að það væri þungt yfir plötunni en það eru engar málamiðlanir. Ég fer ekki auðveldustu leiðirnar og er í flestum tilfellum að fjalla um frekar erfiða hluti. Þessi einradda peningahugsun sem fylgir þessu fjármálavafstri hef- ur verið mér hugstæð. Ég hef hitt mikið af þessu liði og þróunin í þessu öllu hefur verið ömurleg. Einhverjir guðir í Armanijakkafötum eru þeir sem fólk lítur upp til; ekki læknirinn, kennarinn eða hinn almenni maður sem berst fyrir fjölskyldu sinni og tilverurétti. Því um hvað snúast hlutirnir í raun og veru? Snúast þeir ekki um fjölskylduna, þína nánustu, hvernig þú hagar þínu lífi og hvernig þú mætir dauðastundinni er hún rennur upp? Þegar hún kemur vil ég hafa skilið eitthvað eftir mig, vitandi það að ég hafi átt tíma með börn- unum mínum.“ Bubbi segir að ástin, hrein og tær, eigi samt sem áður pláss á plötunni. „Það er ekki mikið verið að syngja um ástina, en eitt lag, „Brúnu augun þín“, er í þeim flokki. Ég samdi það í hótelanddyri í New York. Það hefur verið svo mikið af bláum augum í ís- lenskri dægurtónlist og allar brú- neygðu stelpurnar, þ.á m. hún Hrafnhildur mín, áttu þetta lag hreinlega inni.“ Plötunni er svo lokað með fallegu lagi og hugljúfu sem nefnist „Fóta- tak þitt“. „Í því er ákveðin kyrrstaða, ákveðið jafnvægi, ákveðin sátt … í raun er það ort til Hrafnhildar og um það að sofna sáttur. Ég sá í sjón- varpinu um daginn frétt um hjón sem voru hundrað ára og þau tiltóku að lykillinn að sína farsæla hjóna- bandi væri að sofna aldrei ósáttur. Mér fannst þetta geggjað. Þetta er eins og búddismi … alveg krist- altært einhvern veginn. Ég er að syngja um þetta í þessu lagi, og þar er ég að skírskota til Procol Har- um.“ Gróði Á skilnaðarplötunum vann hann með Barða „Bang Gang“ Jóhanns- syni og nú aftur með sér miklu yngri manni. Margir listamenn á svipuðu reki og Bubbi myndu ekki voga sér út í svona vinnu. Er hann ekkert feiminn við þetta? „Nei,“ segir hann, handviss í sinni sök eins og áður. „Þetta er svo ein- falt … ég græði á þessu. Ég hef ver- ið mjög heppinn með þessa sam- starfsmenn, Barða og Pétur, og ég er alltaf jafn hissa á að menn í þeirra stöðu vilji vinna með mér. Þeir tveir eru eins líkir og þeir eru ólíkir. Pétur kemur allt öðruvísi að þessu en báðir búa þeir yfir miklum sköpunarmætti og óvæntri sýn á hlutina. Þeir taka mig yfir og leiða mig á staði sem ég hefði ekki þorað að fara á eða hefði einfaldlega labbað framhjá. Þetta er eins og að vera með góðan „gæd“ í laxveiðiá. En svo dynja áföllin óhjá- kvæmilega á manni. Maður hlustar á þessa menn og hugsar með sér efins: „Nei … ég vildi nú ekki fara þangað með þetta lag …“ En þá er líka mál- ið: Til hvers var ég eiginlega að boða þennan mann til samstarfs ef ég ætla svo að fara að segja honum hvernig þetta á að vera? Þá hefði ég alveg eins getað gert þetta sjálfur.“ Bubbi verður hugsi. „Ég var hvað eftir annað kominn í þessa stöðu gagnvart Pétri. Efinn sveiflaði mér til og frá. Svo dró ég mig til baka, beit á jaxlinn og já … lét mig bara hafa það. Hann vildi t.d. strípa nokkur lög alveg niður. Eitt lag, „Græna húsið“, byrjaði sem ró- leg melódía um stelpu sem verið er að misnota og laglínan vísaði í „Tunglið, tunglið taktu mig“. Þá kemur Pétur … (dæsir) … og dúndrar þessu í níðþungt pön- krokksform. Ég varð að breyta að- eins textanum. En svo þegar hann var búinn að lesa mér aðeins pist- ilinn, eftir að hafa stigið ansi fast til jarðar, hugsaði ég: „Já … brjálað … æðislegt!“ Svona held ég mér lif- andi.“ Bubbi er kominn á flug. „Það er hægt að segja margt um mig. Menn geta sagt að ég hafi selt B&L sálu mína og ég hafi gert þetta og ég hafi gert hitt. Sama er mér. En það mun enginn nokkurn tíma geta sagt að ég hafi ekki verið heið- arlegur alla leið í gegn í tónlist minni. Þar geri ég engar málamiðl- anir. Engar. Þetta er það sem heitir að vera listamaður. Ef þú ferð að gera málamiðlanir þar þá er eins gott að hætta þessu bara. Þess vegna er ég að vinna með mönnum eins og Pétri og Barða. Ég er að draga sjálfan mig út að brún.“ Hvar er hjartað? Fjórir naglar verður auk hefð- bundinnar útgáfu gefin út á vínyl, form sem virðist vera að treysta sig í sessi á nýjan leik, upp að vissu marki a.m.k. Það er kannski sönnun á því að þetta er ekki bara einhver tísku- bóla þegar jafn vel verseraður lista- maður og Bubbi Morthens gengst fyrir slíku. „Ég er með einhverjar 2.000 plöt- ur inni í bílskúr. Ég er að fara í það að redda mér plötuspilara. Það er allt í lagi að hlusta á geisladiska en það er allt önnur tilfinning að hlusta á vínyl. Umslagið, textablaðið … það þarf ekki smásjá til að sjá á það. Ég sakna platnanna.“ Bubbi má eiga það skuldlaust að maður veit aldrei hvað er að fara í gang þegar maður setur nýja plötu frá honum undir geislann. Hann er í þeirri öfundsverðu stöðu að vera ófyrirsjáanlegur. Bubbi hlær við og segist hafa orðið jafn hissa og aðrir þegar hann heyrði endanlegu út- komuna á Fjórum nöglum. Og segist hafa ferskast nokkuð upp við ferlið. „Í hausnum var ég nefnilega kom- inn eitthvað annað á tímabili,“ segir hann. „En nú er eins og það sé orðið gaman aftur að búa til tónlist. Tón- list er einhver galdur og á ekki að snúast í kringum gerilsneyddar tölvuyfirhalningar. Það er eins og hjartað sé farið úr svo mikilli tónlist í dag, menn eru að búa til tónlist á kolröngum forsendum. En sem bet- ur fer er enn slatti af tónlist- armönnum sem eru að gera þetta hennar vegna. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að ég hafi gengið í gegnum endurnýjun lífdag- anna. En ég hef aftur fengið trú á forminu, þ.e. að nálgast tónlistina eins og ég hef oft gert; að leyfa henni að flæða og vera ekkert að setja sig í stellingar eða vera að rembast eitt- hvað.“ arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 63 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Gaukshreiðrið Athyglisverðasta áhugasýningin 2007/2008 Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Sun 1/6 kl. 11:00 U Sun 1/6 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 14:00 Ö síðasta sýn. Síðustu sýningar! Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Sun 1/6 kl. 20:00 U Fim 5/6 kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 Ö Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Takamarkaður sýningarfjöldi Gítarleikararnir (Litla sviðið) Aukasýning 4.júní LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Sun 1/6 kl. 20:00 Mið 4/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Síðasta sýning 4.júní. Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Útgáfu tónleikar Bubba Morthens (Stóra sviðið) Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Sun 1/6 aukas kl. 20:00 U Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 1/6 kl. 20:00 Ö síðasta sýn. síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg Lau 7/6 kl. 14:30 F Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 1/6 kl. 20:00 draugasögur Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 1/6 aukas. kl. 15:00 Fim 5/6 aukas. kl. 15:00 Fim 5/6 aukas. kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 15:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík Lau 7/6 kl. 21:00 vagninn flateyri Pétur og Einar (EinarshúsBolungarvík) Sun 1/6 kl. 16:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Fim 19/6 kl. 20:00 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird - Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel Hljómsveitarstjóri: Daniel Kawka Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Ein birtingarmyndin er Lady and Bird, samstarfsverkefni hans og frönsku tónlistarkonunnar Keren Ann Zeidel. Á tónleikunum flytja þau tónlist Lady and Bird auk tónlistar sem þau semja hvort um sig, í hljóm- sveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík með stuðningi Franska sendiráðsins. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.