Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
264. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
Leikhúsin
í landinu >> 47
MENNING
UNGIR LISTAMENN
Á GLJÚFRASTEINI
DAGLEGTLÍF
Tölvukötturinn Púli
er tvítugur og ern
LESBÓK
„Sjálfur hef ég ekkert á móti skoð-
unum en mér finnst ég ekki hafa
upp á neinn sannleika að bjóða
sem aðrir ættu að taka mið af,“
segir Jón Hallur Stefánsson rithöf-
undur.
Jón Hallur býður
ekki upp á sannleika
Megas, Bubbi, Trúbrot, Vilhjálmur
Vilhjálmsson, Sigur Rós, Sprengju-
höllin. Getur verið að þetta séu
nöfn á bak við ofmetnar plötur?
Arnar Eggert Thoroddsen leitaði
álits á ofmetnustu plötunum.
Ofmetnustu plötur í
tónlistarsögu Íslands
Damien Hirst seldi nýlega lista-
verk fyrir meira en fimmtán millj-
arða á uppboði. Hann er ríkasti
listamaður heims. En hver er
hann, hvaðan er hann og fyrir
hvað er hann frægur?
Er Damien Hirst há-
karl eða gullkálfur?
Efir Björgvin Guðmundsson
og Þorbjörn Þórðarson
BANDARÍSKI seðlabankinn taldi
ekki tilefni til að gera sambærilegan
samning um gjaldeyrisskipti við ís-
lenska seðlabankann og hann gerði
við seðlabanka Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar, að sögn Ingimundar
Friðrikssonar, seðlabankastjóra.
Höfðu frumkvæði
Fyrir liggur, samkvæmt upplýs-
ingum frá Karsten Biltoft, deildar-
stjóra hjá danska seðlabankanum, að
Seðlabanki Bandaríkjanna hafði
frumkvæði að samningnum.
„Í hinum löndunum hafði myndast
mjög mikil bráðaþörf fyrir Banda-
ríkjadali á millibankamarkaði.
Bandaríski seðlabankinn taldi sig
hafa hagsmuni af því að liðka fyrir
lausn á þeim mörkuðum, ekki hér á
landi,“ segir Ingimundur. Hann úti-
lokaði hins vegar ekki slíkan samn-
ing ef aðstæður gæfu tilefni til. „Hér
gildir hið fornkveðna að oft var þörf
en nú er nauðsyn,“ segir greining-
ardeild Kaupþings.
Ingimundur segir Seðlabankann
hafa takmörkuð úrræði til að veita
bönkum aðgang að lánum í annarri
mynt en íslenskum krónum. „Það er
erfitt að bregðast við núna með þeim
tækjum og tólum sem við höfum,“
segir Ingimundur. Spurður hvort
Seðlabankinn hafi ýtt út af borðinu
tilllögu frá ríkisstjórninni um að lána
bönkunum evrur segir Ingimundur
að samskipti við ríkisstjórnina séu
bundin trúnaði.
Mikill þrýstingur er á Seðlabank-
ann að veita fjármálafyrirtækjum
aðgang að lánum í erlendri mynt,
eins og aðrir seðlabankar gera víða
um heim. Seðlabankinn er gagn-
rýndur fyrir aðgerðaleysi sem meðal
annars hafi leitt til lækkunar á gengi
krónunnar.
Takmörkuð úrræði | 18
Ekki áhugi
fyrir Íslandi
Áttu frumkvæði að samningi við Dani
Samningur ekki útilokaður síðar
Seðlabanki Bandaríkjanna Taldi
ekki tilefni til að semja við Ísland.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægasta leik í
sögu landsliðsins þegar það etur kappi við Frakka í hreinum úrslitaleik um
laust sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. ,,Stelpunum okkar“ dugar
jafntefli til að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina sem fram fer í Finn-
landi á næsta ári en fari Frakkar með sigur af hólmi fær íslenska liðið annað
tækifæri en þá leikur það í umspili um laust sæti.
Mikill áhugi er hjá íslensku þjóðinni á leiknum. Mikið húllumhæ verður í
Vetrargarðinum í Smáralind þar sem leikurinn verður sýndur á risatjaldi og
mótanefnd KSÍ ákvað að færa leikina í lokaumferð Landabankadeildar karla
til klukkan 16 en leikur Frakka og Íslendinga verður flautaður á klukkan 14
að íslenskum tíma. | Íþróttir
Morgunblaðið/Ómar
Sá mikilvægasti
Hvað gera ,,stelpurnar okkar“?
Einbeittar Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét
Lára Viðarsdóttir með augun á boltanum á æfingu landsliðsins í gær.
Skipulagsráð er með til með-
ferðar breytingar á deiliskipulagi á
svokölluðum Hljómalindarreit, sem
afmarkast af Laugavegi, Klappar-
stíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í
greinargerð kemur fram að á svæð-
inu verði verslanir, skrifstofur,
veitingastaður og sjö hæða hótel.
Einnig er gert ráð fyrir stóru torgi
eða garði inn á milli húsanna, sem
verði skjólgott og sólríkt rými. Alls
verða fimm inngönguleiðir á torg-
ið. Hugmyndir eru uppi um að torg-
ið verði upphitað.
Á myndinni hér að ofan sést hót-
elið frá Hverfisgötu. » 4
Hótel á Hljómalindarreit
„Þetta er
bara áhuga- og
virðingarleysi
fyrir mála-
flokknum,“ seg-
ir Helgi Magnús
Gunnarsson, yf-
irmaður efna-
hagsbrotadeild-
ar ríkislög-
reglustjóra, um fyrirhugaðar
breytingar á deildinni. Frá því
Helgi tók við embættinu hefur
stöðugildum hennar fækkað um
fjóra og frá og með næstu áramót-
um, þegar ný lög um meðferð saka-
mála taka gildi, verður staða Helga
lögð niður. » 26
Gagnrýnir áhugaleysi
á efnahagsbrotamálum
„Ég er til-
tölulega hug-
rakkur maður.
Það þarf kjark
til að vera
óperusöngvari í
þrjátíu ár,“ segir
Kristján Jó-
hannsson óperu-
söngvari. „Mér
líður í dag eins og ég gæti sungið
tíu ár til viðbótar, en ætli ég syngi
ekki þar til ég drepst, þó kannski
ekki opinberlega,“ bætir Kristján
við. » 20-21
„Ég er hugrakkur maður“
Samkomulag um gjaldeyrisskipta-
samning seðlabanka Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar við banda-
ríska seðlabankann var sameig-
inleg ákvörðun landanna, að sögn
talsmanns norska seðlabankans.
Haft var samband við seðla-
banka landanna fjögurra og gat
enginn upplýst um af hverju Seðla-
banki Íslands var ekki aðili að
samkomulaginu.
„Seðlabankinn tjáir sig ekki um
samskipti við aðra seðlabanka,“
sagði Dave Skidmore hjá upplýs-
ingasviði seðlabanka Bandaríkj-
anna.
Sænski seðlabankinn vísaði í
fréttatilkynningu, þegar leitað var
eftir upplýsingum um málið.
Norrænu seðlabankarnir munu
geta sótt allt að 20 milljarða dala
til bandaríska seðlabankans, en
töluverður skortur hefur verið á
dölum á skiptamörkuðum.
Sameiginleg ákvörðun landanna