Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á MEÐAN hin sér-
íslenska verðtrygging
hækkar lánabyrði
heimilanna stendur
húsnæðisverð í stað eða
lækkar. Venjulegt fólk
veigrar sér við að líta á
eftirstöðvar húsnæð-
islána sinna. Svo eru
það þeir sem hlýddu
kalli bankanna og tóku
sín lán í erlendri mynt
og sitja nú uppi með allt að 50 pró-
sent hærri afborganir en fyrir um
ári.
Það er ekki hægt að halda öðru
fram en að Seðlabankinn hafi reynt
að beita öllum þeim meðulum sem
hann hefur yfir að ráða og það í
stórum skömmtum. En sama hvað
Seðlabankinn hefur reynt að tuska
krónuna til hlýðni lætur krónan ekki
að stjórn. Hún fellur í verði og verð-
bólga eykst. Ekki vegna þess að al-
menningur sé endilega að kaupa
meira, heldur beinlínis vegna þess að
verðgildi krónunnar minnkar sam-
anborið við aðra gjaldmiðla og þar
með þarf fleiri krónur til að kaupa
sama hlutinn.
Hvað þarf til að stjórn Seðlabank-
ans viðurkenni að þessi örmynt hent-
ar ekki því viðskiptaumhverfi og því
frelsi sem íslenskt athafnalíf þarf til
að standa traustum fótum í al-
þjóðlegri samkeppni. Krónutemj-
arinn Davíð Oddsson gengur meira
að segja svo langt að kalla þá „lýð-
skrumara af versta tagi“ sem benda
á þá augljósu staðreynd að traustari
mynt og það að vera hluti af stærri
efnahagsheild sé íslensku þjóðarbúi
fyrir bestu í lengd og bráð.
Enginn treystir krónunni
Að reyna að halda því fram að ís-
lenska krónan sé traustur gjaldmiðill
er fráleitt. Hvers vegna eru þá öll
langtímalán í íslenskum krónum
verðtryggð? Er það ekki sönnun þess
að krónunni er ekki treystandi?
Lánastofnanir treysta því aug-
ljóslega ekki að hún haldi verðgildi
sínu. Lánastofnanir treysta sér ekki
einu sinni til að spá fyrir um rýrnun
krónunnar til lengri tíma. Ef þær
gerðu það gætu þær ákveðið fasta
vaxtaprósentu (jafnvel í
hærri kantinum) til að
tryggja að þær fái sitt
til baka, en það þorir
enginn. Það er því ljóst
að það finnst ekki lána-
stofnun í heiminum sem
treystir íslensku krón-
unni.
Það liggur fyrir að
vextir lána í íslenskum
krónum eru hærri en
vextir lána í öðrum
gjaldmiðlum. Að lág-
marki um 3% en sveifl-
ast svo upp í að vera
rúmlega 20% hærri þegar áhrif verð-
bólgu á erfiðum tímum eru tekin með.
Það er illverjanlegt að ríkisstjórnin
hafi ekki þegar hafið undirbúning að-
ildarviðræðna að ESB. Auðvitað þarf
að setja skýr samningsmarkmið í
slíkum aðildarviðræðum sem tryggja
að ný vandamál skapist ekki með að-
ild, við megum ekki ganga að neinu í
blindni. En flestir sjá að stærra mynt
og efnahagskerfi er forsenda áfram-
haldandi vaxtar í íslensku samfélagi.
Þarf allt atvinnulífið, samtök atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfingin, að
ganga í Samfylkinguna til að Sjálf-
stæðisflokkurinn átti sig? Svo virðist
sem krónutemjaranum í Seðlabank-
anum hafi tekist betur upp við að
temja flokksforystu Sjálfstæð-
isflokksins en íslensku krónuna.
Óvirk stjórnarandstaða
Það sem gerir stöðuna enn verri er
að það er í engin önnur hús að venda.
Enginn annar flokkur en Samfylk-
ingin hefur opnað á þann möguleika
að hefja aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið en Samfylkingin er því
miður ekki með meirihluta á þingi.
Þetta þýðir að við höfum ekki einu
sinni heilbrigða og virka stjórnarand-
stöðu þegar kemur að efnahags-
málum. Þar gapa menn bara hver
upp í annan um það hvort nógu mikil
lán hafi verið tekin til að auka gjald-
eyrisvaraforðann og hvenær „stóra“
lánið verði tekið.
Í stað þess að spyrja, til hvers þarf
yfir höfuð að auka gjaldeyr-
isvaraforðann? Er það vegna þess að
ekkert mark er tekið á krónunni og
kaupa þarf annan gjaldeyri með því
að taka hann að láni til að treysta ís-
lenska fjármálakerfið?
Og hvað kosta þessar lántökur?
Hver á svo að borga vextina?
Íslenskir skattgreiðendur munu að
sjálfsögðu borga þessa vexti bara til
þess að geta nú haldið í okkar dýr-
mætu krónu, leyft henni að falla og
búa til verðbólgu og hækka lánin
okkar.
Lánað öryggi
Ekki svo að skilja að ég sé á móti
því að auka gjaldeyrisvaraforðann.
Það er það eina sem hægt er að gera
meðan við kjósum að grundvalla pen-
ingamál okkar á örmynt utan þess
stöðugleika sem fylgir stærra efna-
hags- og myntsvæði.
Það hlýtur þó öllum að vera ljóst
að þessar aðgerðir eru aðeins kostn-
aðarsamur plástur, ekki lausn til
framtíðar.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
fara að rífa sig undan álögum krónu-
temjarans og horfast í augu við þá
staðreynd að einungis tveir kostir
eru í stöðunni: Annaðhvort höldum
við krónunni, spólum 20 ár aftur í
tímann og takmörkum okkur við það
að vera iðnaðar samfélag sem treyst-
ir á afurða útflutning til að vega upp
á móti innflutningi á nauðsynjum og
hættum að vasast í bankastarfsemi
og öðrum fjárfestingum á al-
þjóðamarkaði. Eða, við stígum þau
skref sem þarf til að gerast hluti af
stærra og traustara efnahags- og
myntkerfi.
Það er fráleitur kostur til fram-
tíðar að ætla að stækka peningakerfi
okkar eins mikið og til þarf með lán-
tökum í erlendri mynt í formi aukins
gjaldeyrisvaraforða.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
horfast í augu við staðreyndir. Ef
ekki kemur að því að boða þurfi til
kosninga og gefa fólki kost á að segja
sína meiningu.
Krónutemjarinn
Sigrún Elsa Smára-
dóttir skrifar um
efnahagshorfurnar
» Svo virðist sem
krónutemjaranum í
Seðlabankanum hafi
tekist betur upp við að
temja flokksforystu
Sjálfstæðisflokksins en
íslensku krónuna.
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Á FUNDI alþing-
ismanna, sveit-
arstjórnarmanna,
fulltrúa dóms-
málaráðuneytisins og
fleiri með lögreglu-
og tollgæslumönnum
á Suðurnesjum í
mars 2008 komu fram
óvefengjanlegar upp-
lýsingar um fjársvelti
embættis lög-
reglustjórans á Suð-
urnesjum og allt að
því ómannúðlegt
vinnuálag. Fjárveit-
ingar hafa staðið í
stað en verkefni stór-
aukist. Nægir þar að
nefna að íbúum
Reykjanesbæjar hef-
ur fjölgað um meira
en 20% á fáum árum.
Sama gildir um fjölg-
un farþega sem fara
um Keflavík-
urflugvöll, stóraukna
vöruflutninga, toll-
afgreiðslu og þannig mætti áfram
telja. Framsögumenn á fundinum
gagnrýndu ástand mála faglega og
með tölulegum staðreyndum. Rík-
isendurskoðun hefur sagt að það
beri að tryggja embættinu aukið
fjármagn ef verkefni hafa aukist. Í
ljósi alls þessa hafa Jóhann R.
Benediktsson lögreglustjóri og
næstráðendur hans barist fyrir
auknum fjárveitingum til að reyna
að tryggja viðunandi aðstæður og
skilyrði fyrir áframhaldandi störf-
um. Þeir hafa fyrir vikið mætt
fullkomnu skilningsleysi og óvild
dómsmálaráðherra.
Ég fékk góðfúslegt leyfi til að
sitja fund Jóhanns R. Benedikts-
sonar og næstráðenda hans með
starfsmönnum embættisins síð-
degis 24. september sl. Þar komu
fram upplýsingar um samskipti
embættisins við dómsmálaráðu-
neytið og dómsmálaráðherra sem
gerðu mig orðlausan yfir þeirri
vanvirðingu sem embætti lög-
reglustjóra hefur verið sýnt. Það
er til að mynda með ólíkindum að
ráðuneytið hafi eingöngu lagt til
40 milljóna króna aukafjárveitingu
vegna tapaðra tekna í kjölfar
brottfars hersins af Miðnesheiði,
en engar fjárveitingar
til ráðninga 10 nýút-
skrifaðra lögreglu-
manna, þrátt fyrir að
hafa veitt heimild til
þeirra, og til annars
uppsafnaðs fjárhags-
vanda.
Öryggi borgara
og löggæslumanna
í húfi
Skilaboð ráðuneyt-
isins eru skýr, emb-
ættið á að halda sig
innan óviðunandi fjár-
laga sem þýðir ein-
faldlega stórfelldan
niðurskurð og enn
frekari fækkun lög- og
tollgæslumanna á Suð-
urnesjum. Þetta eru
óneitanlega kaldar
kveðjur, ekki síst í
ljósi þess að starfs-
menn embættisins
hafa frá 1. janúar 2007
unnið faglega og
skipulega að samein-
ingu löggæslu og toll-
gæslu á Suðurnesjum
og náð mjög góðum
árangri í starfi þótt
þeim hafi verið snið-
inn óbærilega þröngur stakkur
fjárhagslega. Dómsmálaráðherra
hunsar einnig ítrekaðar áskoranir
sveitarfélaga á Suðurnesjum um
tafarlausar úrbætur og hefur nú
hrakið Jóhann R. Benediktsson og
þrjá yfirmenn úr starfi. Það er
óskapleg blóðtaka fyrir löggæslu á
Suðurnesjum og hreint skemmd-
arverk.
Sömu sögu er að segja af lög-
gæslu á höfuðborgarsvæðinu og
reyndar á allri landsbyggðinni. Al-
menn löggæsla er komin að fótum
fram og við blasa uppsagnir lög-
reglumanna. Önnur sparnaðar-
úrræði hafa verið fullnýtt. Öryggi
almennra borgara er í húfi og að
sama skapi öryggi lögreglumanna.
Vel að merkja, ofbeldi gagnvart
lögreglumönnum hefur aukist um-
talsvert og það stafar ekki síst af
því hversu fáliðaðir þeir eru við
almenna löggæslu. Það er mál að
linni og þjóðinni fyrir bestu að
dómsmálaráðherra taki pokann
sinn en ekki hæfir og reyndir yf-
irmenn jafnt sem almennir lög-
reglumenn
Dómsmálaráð-
herra vantreyst
Atli Gíslason skrif-
ar um embætti lög-
reglustjórans á
Suðurnesjum og
störf lögreglunnar
Atli Gíslason
» Vel að
merkja, of-
beldi gagnvart
lögreglumönn-
um hefur aukist
umtalsvert og
það stafar ekki
síst af því
hversu fáliðaðir
þeir eru við al-
menna lög-
gæslu.
Höfundur er þingmaður
VG í Suðurkjördæmi.
STJÓRNARFUND-
UR Orkuveitunnar
haldinn föstudaginn
19. september s.l. var
tímamótafundur.
Stjórn OR samþykkti
einróma að ráða Hjör-
leif B. Kvaran sem
næsta forstjóra OR.
Ég tel það vera heilla-
spor fyrir Orkuveituna
að fá jafn reynslumik-
inn mann og Hjörleifur er til starf-
ans. Hann hefur sýnt það á erfiðum
tímum við stjórn OR að hann er
traustsins verður og mun aðstoða
samstillta stjórn OR við að uppfylla
sýn Orkuveitu Reykjavíkur um að
vera uppspretta lífsgæða fyrir eig-
endur sína, nú sem endranær. Ann-
að mál var til lykta leitt. Málefni
REI fengu farsælan endi með sam-
þykki allra stjórnarmanna. Eitthvað
sem ekki var líklegt fyrir nokkrum
misserum síðan. Þessi samþykkt
sýnir þá sátt sem stjórn er að ná um
störf sín. Ákveðið var að breyta REI
í opinn fjárfestingarsjóð með að-
komu fagfjárfesta ásamt almenningi
í tilgreind verkefni á vegum REI.
Ráðgjafarnefnd sem er óháð starf-
semi REI og OR mun
útfæra væntanlega
framtíðarstarfsemi
REI og hvernig staðið
verður að aðkomu fjár-
festa í verkefni á veg-
um REI. Að mínu mati
er það nauðsynlegt fyr-
ir OR að taka þátt í
verkefnum á erlendri
grund. Það skapar sér-
fræðingum og öðrum
starfsmönnum OR/
REI tækifæri til að
þróast í starfi og auka
þar með líkur á því að
þeir festi framtíð sína hjá OR. Á
sama fundi var ákveðið að ganga til
samninga við fjármálaráðuneytið
um kaup Orkuveitunnar á 20% hlut
ríkisins í Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar. Deilur hafa staðið
lengi um kaupverð á hlut ríkisins í
HAB, og hefur OR allt frá árinu
2002 reynt að fá þennan hlut keypt-
an. Með kaupum OR á hlut ríkisins
verður farið hraðar í endurnýjun og
viðhald veitunnar, en það verður að
gerast, til að koma í veg fyrir að tak-
marka þurfi heitavatnsnotkun í
Borgarbyggð og Akranesi, líkt og
gerðist í febrúar á liðnum vetri. Þá
þurfti að loka sundlaugum og skerða
heitt vatn til stórnotenda. Þetta var
því gleðidagur fyrir okkar ágætu
meðeigendur á Vesturlandi. Næsta
mál stjórnar er að fara í það verkefni
að vinna að stefnumótun OR. Hún á
að leiða stjórn og starfsmenn saman,
til að auka veg og styrk Orkuveit-
unnar til að standa undir þeirri
grunnstarfsemi að tryggja eig-
endum sínum heitt og kalt vatn, raf-
magn og að koma frárennsli skolp-
lagna frá íbúum á haf út á
umhverfisvænan hátt. Starfsmenn
Orkuveitunnar hafa sýnt það í gegn-
um árin að þeim er vel treystandi
fyrir þessari þjónustu, því afhend-
ingaröryggi á heitu og köldu vatni
ásamt rafmagni er einstakt. Það er á
þessari góðu reynslu starfsmanna
sem uppbygging Orkuveitunnar
mun byggjast til næstu framtíðar.
Orkuveita Reykjavíkur
er uppspretta lífsgæða
Guðlaugur G.
Sverrisson fjallar
um málefni OR
» Þessi samþykkt sýn-
ir þá sátt sem stjórn
er að ná um störf sín.
Ákveðið var að breyta
REI í fjárfestingarsjóð
með aðkomu fagfjár-
festa ásamt almenningi
Guðlaugur G.
Sverrisson
Höfundur er stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur
ÉG HEYRÐI heilbrigð-
isráðherra, Guðlaug Þór Þórð-
arson, gagnrýna Evrópusam-
bandið á fundi í Valhöll nýlega
fyrir stefnuna í lyfjamálum. Hjá
ráðherra kom fram að það væri
eins og lyf hefðu verið tekin út
fyrir sviga og tilheyrðu ekki
þeim vörum og þjónustu sem
áttu að fljóta frjálst um EES
markaðssvæðið.
Ráðherra benti réttilega á
það að lyfjamúrar einstakra
Evrópríkja hefðu í för með sér
að lyf á minni markaðssvæðum
yrðu dýrari og skeð gæti að þau
væru alls ekki til á þessum
minni mörkuðum vegna til-
kostnaðar sem framkvæmd
lyfjastefnunnar hefur á EES
svæðinu. Okkur ber að fagna
því að íslenskur ráðherra skuli
hafa mótmælt lyfjastefnu ESB
og krafist þess að sambandið
tryggði meiri samkeppni á þess-
um markaði til hagsbóta fyrir
neytendur.
Það kom einnig fram hjá heil-
brigðisráðherranum í Valhöll að
breytingar íslensku lyfjalög-
unum hefðu leitt til verulegar
verðlækkunar á lyfjaverði svo
nemur hundruðum milljóna
króna. Fyrir svo utan lyfja-
sparnað sem nemur um einum
milljarði króna.
Þetta kalla ég árangur og
þetta undirstrikar líka að það
var kominn tími til að setja
sjálfstæðismann yfir heilbrigð-
iskerfið.
Theodór Bender
Ráðherra gegn
lyfjamúrum ESB
Höfundur er bakari.