Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 29 ÞÓTT við höfum rík- isstjórn sem hefur ríf- legan meirihluta á Al- þingi hefur henni ekki tekist að sannfæra þjóðina um að „ekkert þurfi að gera“ við þær aðstæður sem nú ríkja. Það er hins vegar mikill hugur í fólki að fá skýr svör um aðgerðir til að mæta kröppum dansi í fjármálalífi þjóð- arinnar. Einnig á vinnumarkaði. Þar heimta nú helstu sam- tökin hvort tveggja í senn; evru sem gjald- miðil og inngöngu í Evrópusambandið. Það er hins vegar ekki annað hægt en að samsinna þeim ummæl- um formanna rík- isstjórnarflokkanna, að hér ríki ekki kreppa. Það glittir þó vissulega í svæsna tegund hall- æris sem mun aðallega lýsa sér í tímabundnum samdrætti í einkaneyslu, og skuldakreppu hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í undangenginni þenslu. Vonandi verður hallærið ekki stjórnvöldum kærkomið tækifæri til þess að leggjast í opinberar fram- kvæmdir, sumar eingöngu sem dauðagildra opinberra fjárfestinga. – Sterkasta ákvörðun ríkisstjórn- arinnar væri sú að falla frá flestum þeim framkvæmdum sem hún hefur á stefnuskrá sinni, og verja því fé sem sparast til verkefna á sam- göngusviðinu. Og samgöngusviði ein- göngu. Þráhyggjan um evruna Fólk er orðið leitt á þeirri þrá- hyggju talsmanna evruupptöku, að evran muni veita birtu og yl inn í ís- lenskt efnahagslíf. Viðræður um inn- göngu í ESB yrðu okkur Íslend- ingum mikil eldraun. Ekki bara að við þyrftum að leggja inn beiðni um undanþágu í sjáv- arútvegsmálum, við þyrftum líka að semja sérstaklega um undanþágu fyrir upptöku her- skyldu hér á landi. – Allar Evrópuþjóðirnar eru með herskyldu, sem tekur til sameig- inlegs herafla Evrópu. Það yrði þá væntanlega í fyrsta skipti að um- ræðu um herskyldu á Íslandi þyrfti að taka alvarlega. Dettur ein- hverjum í hug að lang- ur listi með und- anþágubeiðnum yrði farsælt veganesti í við- ræður um aðild að ESB? Hyggilegast er að gleyma strax og leggja af sífelldar furðufréttir um „nýjan flöt“ á aðild að ESB. Sama hversu margar skoðanakann- anir birtast, sem sýna hve margir eru „hlynnt- ir“ aðild, þær eru mark- lausar með öllu, þar til við höfum tekið til á sviði efnahagslífsins, útrýmt verðbólgu og hreinsað krónuna af árásum og illu umtali. Algert neyð- arúrræði Lausn ljósmæðradeilunnar svo- nefndu staðfestir svo ekki verður um villst, að mikil kreppa er framundan á sviði kjara- og launamála í landinu. Eftir tvö verkföll ljósmæðra lagði ríkissáttasemjari fram miðl- unartillögu, sem hann kallaði „algert neyðarúrræði“, vegna þess að mál voru komin í þrot og útséð um að lausn fengist með áframhaldandi við- ræðum milli deiluaðila. En ekki er sopið kálið … Nú hafa læknar tekið fram verkfallsskóna, síðan verða það sérfræðingar og aðr- ir á heilbrigðissviði, og svo koll af kolli. Á heilbrigðissviðinu einu þarf fjármálaráðherra að tryggja samn- inga við 120 stéttarfélög! Fyrirsjáanlegar eru miklar róstur á vinnumarkaðinum, vegna misræm- is milli ofurlauna annars vegar og alltof lágra lágmarks- og meðallauna hins vegar. Til þess að komast hjá al- gjörri upplausn verður núverandi ríkisstjórn að taka sig á og bjarga því sem bjargað verður. Það getur hún gert og á að gera áður en algert neyðarástand skapast. Það er ekkert vit í að ríkisstjórn sem hefur yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi setji ekki lög sem taka á þessum málum. Lög um kaupgjalds- og verðlagsstöðvun; hækkun lág- markslauna og lækkun hámarks- launa, ásamt afnámi frjálsrar álagn- ingar á vörur og þjónustu. – Til loka kjörtímabilsins, a.m.k. Skattalækkanir raunhæfastar Í stað hinna óraunhæfu launa- hækkana sem við höfum átt að venj- ast og hafa gufað upp næstum sam- hliða undirskrift samninga – eins og nýleg dæmi sanna – væri raunhæfast við núverandi aðstæður að fara „skattaleiðina“ til að lina sárustu kvöl þeirra sem nú hafa beðið árangurs- laust eftir leiðréttingu hinna lágu launa, jafnt sem „meðallauna“. Veruleg hækkun skattleysismarka (og/eða persónuafsláttur) er lyk- ilatriði í þessu sambandi, svo og 10% skattur á lífeyristekjur. Einnig er ákvörðun um 15% flatan skatt á allar tekjur og þjónustu skynsamleg lausn, líkt og Viðskiptaráð lagði til á sínum tíma. Engin þessara atriða eru verð- bólguhvetjandi, gagnstætt beinum launahækkunum, sem skapa víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags, og eru allsendis óþolandi núna þegar á ríður að ná verðbólgunni niður. Blendin viðbrögð margra lands- manna við myndun núverandi rík- isstjórnar kunna að eiga þátt í þeim mótbyr sem ríkisstjórnin virðist mæta víða. Ekki síst vegna tíðra fjar- vista helstu máttarstólpa hennar og ferðalaga víða um heimsbyggðina. Það er hins vegar með öllu óþolandi, að ríkisstjórn með mikinn þingmeiri- hluta hafi ekki þá heildaryfirsýn sem krefst þess að nú verður að stemma á að ósi með innrás – ekki útrás – á inn- lendan launa- og vinnumarkað, hvað sem líður upphrópunum um „frjálsan samningsrétt, frjálsa álagningu og frelsi til athafna“. Forgangsverkefni stjórnvalda nú er að tryggja stöðugleika í fjármálum – lækka verðbólguna. „Þjóðarsátt“ – og gamaldags verðbólgusamningar heyra til fortíðinni. Launagrautur og króna Geir R. Andersen skrifar um efna- hagsmál » Fyrirsjáan- legar eru miklar róstur á vinnumark- aðinum, vegna misræmis milli ofurlauna ann- ars vegar og alltof lágra lág- marks- og með- allauna hins vegar. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Á HVERJU ári síð- an 1993 hafa Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) hafnað aðildarumsókn Taívanbúa. Á því varð engin breyting að þessu sinni þótt Taív- an hafi nú í fyrsta sinn óskað eftir „mark- tækri þátttöku“ í störfum SÞ fremur en fullri aðild. Ma Ying-jeou, nýlega kjörinn for- seti Taívans, ákvað að slaka á kröf- um nú til að sýna umheiminum að Taívanbúar væru praktískt þenkj- andi fólk fremur en regluþumbarar. Tilgangurinn var einnig að liðka fyrir samskiptum við stjórnina á meginlandi Kína. Leyfi fyrir beinu flug milli Kína og Taívans er annað dæmi um slökunarstefnu í fram- kvæmd af hálfu yfirvalda á Taívan. Við viljum frið og festu í sam- skiptum ríkjanna. Ein ástæða umsóknar Taívans um „marktæka þátttöku“ er nauð- syn þjóðarinnar að eiga beinan að- gang að störfum Alþjóða-heilbrigð- isstofnunarinnar (WHO). Við viljum ekki að afleiðingar bráðalungna- bólgufársins frá 2003 endurtaki sig; en þá stóð einangrun Taívans á alþjóðavett- vangi í vegi fyrir skjótri lausn mála. Mannúðarástæður hljóta að liggja til þess að Taívan eigi aðild að WHO. Sorglegt er að SÞ skuli hafa slegið á út- rétta sáttarhönd Taív- ans. Yfirskinið var sem oftar stefna SÞ um „eitt Kína“. En hvers vegna skyldi sú stefna koma í veg fyrir að Taívan geti tek- ið þátt í störfum undirstofnana SÞ á borð við WHO? Þótt Bandaríkin fylgi sömu grundvallarstefnu og SÞ hafa þau stutt umsókn Taívans um marktæka þátttöku í störfum slíkra stofnana: aðild að Alþjóða- viðskiptastofnuninni (WTO) og áheyrnaraðild að WHO. Ljóst er að engin rökleg mótsögn er milli stefn- unnar um „eitt Kína“ og þess að fulltrúar frá Taívan fái að sitja sér- fræðingafundi á vegum WHO, svo að dæmi sé tekið. Á Evrópuþinginu hafa nokkrir þingmenn, svo sem Hans Christian Edward McMillan-Scott frá Bret- landi og Georg Jarzembowski frá Þýskalandi, lagst á árarnar með Taívan. Þeim hefur þó ekki tekist að sannfæra Evrópusambandið um að styðja umsókn Taívans um þátt- töku í störfum SÞ. Ma, forseti Taívans, sagði í inn- setningarræðu sinni að það verði ekki fyrr en einangrun Taívans á alþjóðavettvangi lýkur sem sam- skiptin við meginlandið geti komist í samt lag. Þíða í samskiptum við meginlandið og aukin þátttaka Ta- ívans á alþjóðavettvangi eru tvær hverfur á sama fati. Í 16. sinn hafa SÞ, Evrópa og Kína skellt skollaeyrum við ósk Ta- ívanbúa um aukna alþjóðlega við- urkenningu og reisn. Hvernig geta SÞ gegnt hlutverki sínu sem „lím- ið“ sem bindur allt mannkyn saman á meðan það daufheyrist við vilja 23 milljóna Taívanbúa til að fá að vera með í störfum stofnana á borð við WHO? Við leitum eftir skilningi og stuðningi Íslendinga og annarra Evrópubúa. SÞ setja Taívan enn stólinn fyrir dyrnar Vanessa Shih skrifar um aðild- arumsóknir Taívans að SÞ » Í 16. sinn hafa SÞ, Evrópa og Kína skellt skollaeyrum við ósk Taívanbúa um aukna alþjóðlega við- urkenningu og reisn. Vanessa Shih Höfundur er ráðherra upplýsinga- mála í Lýðveldinu Kína (Taívan). Fyrir nokkrum dögum setti ég þessi orð á vefsíðu mína bjorn.is: „Þegar ég skrifaði Staksteina, var lögð rík áhersla á, að höf- undar væru vel að sér um það, sem birst hefði í Morgunblaðinu. Skyldi sú regla ekki lengur við lýði?“ Í Morgunblaðinu 26. sept- ember sé ég, að höfundur Stak- steina hefur lesið svör mín til blaðamanns, áður en þau birtust í blaðinu. Hann svarar þeim sama dag og þau birtast. Þetta er nýmæli og tíðkaðist ekki, þeg- ar ég skrifaði Staksteina. Blaðamaðurinn spurði mig álits í tilefni af ferð Evrópu- nefndar til Brussel og sagði ég meðal annars í svari mínu: „Mig undrar enn í þessu sambandi, hve sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar eru mjúkir í hnjálið- unum, þegar rætt er við embætt- ismenn í Brussel.“ Vegna þessara orða spyr höf- undur Staksteina, hvort ég eigi við Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, eða Geir H. Haarde, forsætisráðherra, með orðum mínum. Svarið er einfalt, hvorugur þessara manna gengur fram á þann veg gagnvart Evr- ópusambandinu, að lýsing mín eigi við þá. Til dæmis um álitsgjafa, get ég bent höfundi Staksteina á einn úr þeirra hópi, þann, sem sýndi af sér einstaka stimamýkt í Stak- steinum, eftir að utanrík- isráðherra Spánar hafði gefið tóninn í heimsókn sinni hingað til lands á dögunum. Björn Bjarnason Stimamýkt í Staksteinum Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á ferðum til Kraká í október og byrjun nóv- ember. Borgin er ein best varðveitta borg Póllands og er stór hluti hennar á minjaskrá UNESCO. Kraká er afar lífleg og skemmtileg borg sem heillar alla sem þangað koma. Fjöldi veitingahúsa, bara, skemmtistaða og verslana er í borginni, ekki síst í kringum stóra markaðstorgið, Rynek Glowny, sem er nafli Kraká. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Major *** á öllum brottförum - Ath. að- eins örfá herbergi í boði á þessum kjörum í hverri brottför. Fleiri gististaðir einnig í boði. Verð frá kr. 49.990 - helgarferð (3 eða 4 nætur) Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Major *** með morgunverði í 3 nætur 23. okt. Aukagjald fyrir einbýli kr. 12.000. Fjögurra nátta ferð 30. okt. kr. 5.000 auklega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð - aðeins örfá her- bergi í boði á þessum kjörum. Verð frá kr. 39.990 - flug og gisting (3 eða 4 nætur) Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Major *** með morgunverði í 3 nætur, 3. nóv. Aukagjald fyrir einbýli kr. 12.000. Fjögurra nátta ferð 26. okt. kr. 5.000 auklega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð - aðeins örfá her- bergi í boði á þessum kjörum. M b l1 04 63 61 Frábærar ferðir - síðustu sætin! Kraká í október frá aðeins kr. 39.990 17. okt. - UPPSELT 20. okt. - UPPSELT 23. okt. - 24 sæti 26. okt. - nokkur sæti laus 30. okt. - 33 sæti 3. nóv. - nokkur sæti laus 6. nóv. - UPPSELT Fegursta borg Póllands! - ótrúleg sértilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.