Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 47 BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON / BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON BÚNINGAR: ÞÓRUNN E. SVEINSDÓTTIR LEIKMYND: FINNUR ARNAR ARNARSON LEIKSTJÓRN: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON TÓNLISTARSTJÓRN: JÓN ÓLAFSSON HLJÓMSVEIT: GUÐMUNDUR PÉTURSSON, GÍTAR STEFÁN MAGNÚSSON / BÖRKUR HRAFN BIRGISSON, GÍTAR INGI BJÖRN INGASON, BASSI KRISTINN SNÆR AGNARSSON, TROMMUR FRUMSÝNT 3. OKTÓBER 2008 MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200. WWW.OPERA.IS Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Í dag kl. 17.00 Bandarískt brass - kristaltónleikar í Þjóðmenningarhúsinu Málmblásarakvintettinn Sönglúðrar Lýðveldisins leikur fjölbreytta og krassandi efnisskrá með amerísku ívafi. Verk eftir Áskel Másson, George Gershwin og fleiri kappa. Sönglúðrar Lýðveldisins eru Eiríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson, Sigurður Þorbergsson og Tim Buzbee. ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi - Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan Málmblásarakvintettinn Sönglúðrar Lýðveldisins leikur fjölbreytta og krassandi efnisskrá með amerísku ívafi. Verk eftir Áskel Másson, George Gershwin og fleiri kappa. Sönglúðrar Lýðveldisins eru Eiríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson, Sigurður Þorbergsson og Tim Buzbee. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS „ÞÓTT það kosti mig lífið mun ég þegja.“ Þetta heyrðist Nedda, ein að- alpersónan í óperunni Pagliacci, syngja á frumsýningunni um síðustu helgi, þegar eiginmaður hennar vildi fá að vita hver ástmaður hennar væri. Segja má að þetta hafi orðið að áhrínsorðum. Sólrún Bragadóttir er í hlutverki Neddu og á þriðju sýning- unni, á fimmtudagskvöldið, þagði hún allan tímann. Engu að síður kom hún fram en skilaði hlutverki sínu að- eins með látbragði. Óperugestir gátu þó lesið það sem hún átti að syngja á textaskjánum fyrir ofan sviðið og gátu því fylgst sæmilega vel með. Ástæðan var auðvitað veikindi. Sólrún var með raddbandabólgu og veiktist svo skyndilega að ekki gafst ráðrúm til að finna annan söngvara til að hlaupa í skarðið. Þessi uppá- koma varð þrautalendingin. Miðað við aðstæður tókst sýningin furðulega vel. Vissulega voru ýmsir hnökrar á henni sem hugsanlega skrifast á taugaóstyrk; samtakaleysi kórsins og hljómsveitarinnar var t.d. nokkuð áberandi. Sumir einsöngv- ararnir, eins og Tómas Tómasson, voru heldur ekki alltaf í takt við hljómsveitarstjórann. Fleira ein- kennilegt átti sér stað sem óþarfi er að tíunda og í heild var sýningin tölu- vert fyrir neðan frumsýninguna að gæðum. En það var ekki við öðru að búast. Reyndar var um hálfgerða frum- sýningu að ræða á fimmtudags- kvöldið. Auður Gunnarsdóttir var nú í hlutverkinu sem Elín Ósk Ósk- arsdóttir var í áður. Auður hefur ekki sama kraftinn og breiddina og for- veri hennar; rödd hennar er líka nokkuð mjó á efsta sviðinu. Hún stóð sig engu að síður vel í sjálfu sér, söng hreint og af tilfinningahita. Þannig náði hún yfirleitt að miðla réttu stemningunni til áheyrenda. Kristján Jóhannsson var einnig að takast á við nýtt hlutverki í þessari uppfærslu. Hann var nú í aðal- hlutverkinu í fyrri óperunni, ekki þeirri síðari, en tvær stuttar óperur eru sýndar sama kvöldið eins og kunnugt er. Ég nefndi í fyrri grein minni um þessa uppfærslu að Krist- ján hefur gífurlega reynslu; hún var jafnauðfundin nú. Og þótt rödd hans sé ekki söm og fyrir 25 árum hefur hann náðargáfu. Leikur hans var eft- ir því sannfærandi og það var gaman að fylgjast með honum á sviðinu. Sá þriðji sem jafnframt var í öðru hlutverki var Jóhann Friðgeir Valdi- marsson. Hann var frábær, rétt eins og síðast. Hann var nú í aðal- hlutverki í seinni óperunni og var óneitanlega stjarna kvöldsins. Söng- ur hans var magnaður, röddin var ótrúlega jöfn, bæði á efra og neðra sviði, í senn hljómmikil, stöðug og fókuseruð. Enda fögnuðu óp- erugestir honum ákaft. Vitaskuld dugði þó ekkert af þessu. Skuggi veikinda annarrar að- alsöngkonunnar var of mikill og er henni hér með óskað skjóts bata. Vonandi mun Íslenska óperan bæta við einni sýningu í staðinn fyrir þá sem hér um ræðir. Ópera a la John Cage TÓNLIST Íslenska óperan Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og Pagliacci eftir Leoncavallo. Hljómsveit- arstjóri: Kurt Kopecky. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Helga Björns- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Söngvarar: Auður Gunnarsdóttir, Tómas Tómasson, Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Kristján Jóhannsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson, Alex Ashworth og Eyjólfur Eyjólfsson. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Fimmtudagur 25. september. Óperusýning bbnnn Jónas Sen ÞEGAR ég var að ganga inn í Salinn í Kópavogi á laugardaginn frétti ég af því að Inessa Galante, sem var að fara að syngja, væri lasin. Engan lasleika var þó að heyra á söngkonunni. Frammistaða hennar var á engan hátt síðri en þegar hún kom hingað í desember fyrir tæpum tveimur árum. Rödd Galante er ótrúleg og býr yfir sjaldgæfri fegurð. Hún er skær, hljómmikil, ögn stelpuleg, sem gerir túlkunina barnslega einlæga. Og tæknin er fullkomin. Efnisskráin var að vísu í lág- stemmdari kantinum, kannski vegna lasleikans. Sjaldan var farið upp á kraftmikla hápunkta, tónlistin var að mestu innhverf og draumkennd. Eiginlega var það ekki fyrr en í lokin að söngkonan lét hvessa í músíkinni. Gaman hefði verið að heyra meiri breidd í tónlistinni. Í sjálfu sér var tónlistin þó hríf- andi fögur. Þarna voru nokkur lög eftir Rakmanínoff, Tsjajkovskí, Stradella, Villa-Lobos og fleiri. Ég held að ég hafi aldrei heyrt sungið veikt eins fallega og á þessum tónleikum; nema þá á tónleikum sömu söngkonu í hittifyrra! Ég man ekki betur en að á þeim tónleikum hafi Galante sungið Ave Maríu eftir Caccini. Það gerði hún líka núna. Túlkunin var stórkostleg, ótrúlega tilfinningaþrungin og blæ- brigðarík. Óneitanlega var þetta frábær byrjun á tónleikavetri Salarins. Töfrakenndur söngur Jónas Sen TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Inessa Galante söng tónlist eftir Rak- manínoff, Tsjajkovskí, Catalani, Verdi og fleiri. Jónas Ingimundarson lék með á pí- anó. Laugardaginn 20. september. Söngtónleikar bbbbn BERGÞÓRI Pálssyni og Braga Bergþórssyni tókst að troðfylla svo Iðnó á sunnudag að grípa þurfti til aukastóla. Án þess að draga úr kunnu aðdráttarafli Bergþórs, hvað þá að sjá feðga berjast um sviðs- ljósið, gætu enn ófölnaðar vinsældir Inga T. Lárussonar (1892–1946) ugglaust einnig haft sitt að segja. Enda ekki nema sanngjarnt og eðli- legt að tónurðir þessa óvenjulagvissa höfundar lifi áfram með þjóðinni. Viðtökur áheyrenda voru að sama skapi hinar hlýjustu. Feðgarnir skiptu með sér í bróðerni lögum hins seyðfirzka Orfeifs, auk fjölda dúetta, og þarf aðeins að nefna á stangli lög á við Íslands Hrafnistumenn, Vor- ljóð, Heimþrá, Hrísluna og lækinn, Það er svo margt eða Ég bið að heilsa svo rifjist upp fyrir flestum fjarstöddum (a.m.k. yfir fertugt) um hvílík góðgæti var að ræða. Auk þess lék undirleikarinn eitt ósungið dans- lag, Skottís, sem flestir kannast við í nikkuútfærslu, af góðlátum sjarma þótt nokkrir hnökrar bæru vott um takmarkaða ballrútínu. Annars var kannski athygliverð- ast hvað Bragi virtist í mörgu líkur föður sínum, jafnvel þótt æskubirtan í rödd hans verðskuldaði raddflokk- inn „mezzotenór“, væri sá til. M.a.s. eftirreigði hann á sama hátt og sení- or – þó ekki væri annað hægt að segja en hann væri efni í föðurbetr- ung. Eða, eins og Bergþór viður- kenndi sjálfur: „Það væri verra ef hann væri verri!“ Og sízt spilltu ná- skyld tóngenin fyrir hnífsamtaka dú- ettunum, sem voru eins og Pétur Pan að syngja á móti skugga sínum. Líka í dýnamík – höfuðtónn við höf- uðtón, brjósttónn við brjósttón, fal- setta við falsettu. Ekki stóð sem sagt á undirtektum, enda samsetning dúettsins vandmót- stæðileg. Verst er bara, upp á fram- tíðarsamsöng, hvað raddsviðin tvö eru innbyrðis nálæg – líklega einum of fyrir fræga tenór–bassa dúetta eins og Au font du temple saint úr Perluköfurum Bizets, eða Sólset- ursljóð Bjarna Þorsteins. Nema auð- vitað feðgarnir afsanni það! Faðir & betrungur ehf. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Iðnó Sönglög eftir Inga T. Lárusson. Ein– og tvísöngur: Bergþór Pálsson og Bragi Bergþórsson. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó. Sunnudaginn 21. september kl. 16. Söngtónleikar bbbnn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.