Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DANSKA varðskipið Knud Rasm- ussen kom til Reykjavíkur í gær. Skipið er nýjasta skip danska flot- ans og er sérstaklega ætlað til sigl- inga á hafísslóðum. Varðskipið verður opið almenningi í dag, laug- ardag, milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka. Skipið var nefnt eftir danska landkönnuðinum Knud Rasmussen (1879-1933). Skrokkur og yfirbygg- ing skipsins voru smíðuð í Póllandi en gengið var frá innréttingum og tækjabúnaði í Danmörku. Skipið er ætlað til eftirlits- og björg- unarstarfa á hafinu umhverfis Grænland og sérútbúið sem slíkt. Um borð er 12 m langt björg- unarskip sem sjósett er úr skut- rennu skipsins. Varðskipið er 71,8 metrar að lengd og breidd þess er 14,6 m. Í áhöfn skipsins eru að jafn- aði 18 manns en aðstaða er fyrir 43 um borð. Talsverð endurnýjun danska flotans stendur nú yfir en tvö skip af sömu tegund bætast brátt við og verða öll skipin á Grænlandi og leysa þar með af hólmi skip sem þjónað hafa svæðinu síðastliðin 40 ár. Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn Varðskip Knud Rasmussen við Grænland. Á FIMMTUDAGINN nk. hefst þriðja fræðslukvöld haustsins á vegum fullorðinsfræðslu Hafn- arfjarðarkirkju í umsjá sr. Þór- halls Heim- issonar. Að þessu sinni verður skoðaður hinn heillandi heimur krist- innar táknafræði og talnaspeki sem fáir vita af. Þannig vita fæstir að skjaldarmerki Íslands er upprunnið í Opinber- unarbókinni en ekki hjá Snorra Sturlusyni eins og þó stendur á vef forsætisráðuneytisins. Þessi Biblíutákn og fjölmörg önn- ur verða rýnd og rædd á námskeið- inu. Auk þess verður fjallað um hakakrossinn og fleiri krossa, upp- runa þeirra og merkingu og önnur trúartákn og talnaspeki úr ýmsum áttum sem sýna samruna kristni og annarra trúarhugmynda. Námskeiðið hefst kl. 20 og er ókeypis og öllum opið. Fræðslukvöld um trúartákn Í DAG, laug- ardag, mun Ragnheiður Laufdal verða vígð til embættis safnaðarprests Boðunarkirkj- unnar. Ragnheiður stundaði guð- fræðinám til M.A. in Pastoral Min- istry við Andrews University í Michigan í Bandaríkjunum. Vígsla og hátíð hefst kl. 11 að Hlíða- smára 9 í Kópavogi. Allir eru vel- komnir. Prestvígsla í Boðunarkirkjunni Í TILEFNI af 20 ára afmæli fjöl- skylduráðgjafar HAK efnir Heilsu- gæslustöðin á Akureyri til málþings föstudaginn 3. október, en hún er ætluð fagfólki og stjórnendum á heil- brigðis- og félagssviði. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni „Máttur tengslanna“. Á málþinginu verður kynnt það nýjasta í samskiptafræð- um, í samspili erfða og aðstæðna og hvað skapar heilbrigði og hvað sjúkleika. Ennfremur verður horft til þeirr- ar reynslu sem við höfum öðlast. „Samfélagsþróunin er slík í dag að mikil og vaxandi þörf er fyrir margvíslega þjónustu og stuðning við fjölskyldur og einstaklinga sem eru að takast á við afleiðingar áfalla, mikillar streitu, sjúkdóma eða vanrækslu,“ segir í fréttatilkynningu. Bent er á að mikilvægt sé að foreldrum bjóðist aðgengileg aðstoð til að takast á við streitu, áföll, erfið samskipti eða vanlíðan innan fjölskyldunnar. Málþingið er haldið á Hótel KEA og stendur frá kl. 8.30 til 16.30. Málþing um mátt tengslanna VELFERÐARNEFND Norður- landaráðs leggur til að Norræn barnavog eða samræmingarstofnun sem fjalli um málefni barna og unglinga, sem sætt hafa ofbeldi, verði sett á lagg- irnar, svo og barnahús í öllum norrænu ríkj- unum og á sjálf- stjórnarsvæð- unum. Tillögur nefndarinnar miða að því að bæta stöðu barna sem sætt hafa ofbeldi á Norðurlöndum. Tillaga er gerð um að vogin fylgist með þróuninni og miðli upplýsingum og þekkingu á Norðurlöndum og á alþjóðavett- vangi um ofbeldi og þær aðgerðir sem tiltækar eru hverju sinni. „Við höfum fengið betri og ít- arlegri upplýsingar um samhengið milli ofbeldis gegn börnum og heilsufars þeirra á fullorðinsaldri. Mjög algengt er að börn sem hafa verið beitt ofbeldi verði sjúklingar þegar þau fullorðnast,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður velferð- arnefndarinnar. Tillagan verður tekin fyrir á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í lok október. Velferðarnefndin vill setja á stofn norræna barnavog Siv Friðleifsdóttir RJÚPNAVEIÐAR verða með sama fyrirkomulagi í haust og í fyrra- haust, samkvæmt ákvörðun Þórunn- ar Sveinbjarnardóttur umhverfis- ráðherra. Veiðitímabilið verður frá 1. til 30. nóvember. Leyft verður að veiða á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Áfram verður sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Svæði á Suðvestur- landi verður áfram friðað fyrir veiði. Mælst er til þess að hver veiðimaður veiði ekki fleiri en tíu fugla. Eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti eftir því sem kostur er. „Þetta er það sem við lögðum til,“ sagði Sigmar B. Hauksson, formað- ur Skotveiðifélags Íslands. „Við telj- um að takmarkanir sem verið hafa á rjúpnaveiðum séu loksins að skila sér.“ Skotveiðifélagið lagði til í fyrra að sami veiðitími yrði 2007, 2008 og 2009. Í byrjun desember ætlar félag- ið að halda ráðstefnu til að ræða hvað taka eigi við. Sigmar sagði að Skot- veiðifélagið hefði viljað viðhalda rjúpnaveiðum en takmarka þær við þol stofnsins. Reynslan sýndi að skotveiðimenn væru löghlýðnir ein- staklingar og virtu friðunardagana. Veiðin hefði verið mjög hófleg. Í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að ákvörðunin byggist á mati Náttúrufræðistofnun- ar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heild- arveiði í fyrra. „Óvænt þróun hefur orðið í rjúpnastofninum að mati Náttúru- fræðistofnunar. Fækkunarskeið er afstaðið eftir aðeins tvö ár, kyrrstaða er um landið vestanvert en á austari hluta lands er fjölgun í stofninum. Að mati stofnunarinnar gætir hér hugsanlega áhrifa af þeirri miklu sóknarskerðingu sem ákveðin var síðastliðið haust en veiðidögum var þá fækkað í átján. Einnig er talið að veiðimenn hafi hlýtt hvatningu um að sýna hófsemi í veiðum,“ segir m.a. í tilkynningu ráðuneytisins. Rjúpnaveiðar með sama sniði og á síðasta ári Áfram sölubann á rjúpum og veitt fjóra daga í viku Karri Mælst er til þess að veiðimenn veiði ekki meira en tíu fugla hver. Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur sibb@mbl.is TIL stendur að gera heimild- armynd um það er íslensk stjórn- völd, nokkur fyr- irtæki og athafna- menn gerðu tilraun til að opna og reka veit- ingastað í London árið 1965. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur mun gera myndina ásamt Þorsteini J. Vilhjálmssyni en hún heldur fyr- irlestur á ráðstefnunni Af hlaðborði aldarinnar í dag. Markmiðið með opnun veitinga- staðarins var að sögn Sólveigar land- kynning og tilraun til að auka sölu á íslenskum matvælum í Bretlandi. Sólveig segir það skondið í ljósi þess að þetta hafi verið á millistríðsárum þorskastríðanna. Bretar hafi þá ný- lega klárað takmarkaðan veiðirétt sem þeir hafi fengið í kjölfar fyrra þorskastríðsins og þeim hafi því í raun verið úthýst af Íslandsmiðum. Það skjóti því skökku við að sjá ís- lenskan fisk kynntan á matseðli þar sem m.a. sé fjallað um áferð og bragð fisksins og hann sagður veiddur á frægustu fiskimiðum í heimi. Á mat- seðlinum er því einnig haldið fram að Polar-bjórinn sé þjóðardrykkur Ís- lendinga ásamt brennivíninu en Sól- veig bendir á að á þessum tíma hafi sala á bjór verið ólögleg á Íslandi. Hlutafé aukið Kostnaður við verkefnið var gríð- arlegur enda var ekkert til sparað. Gerður var 14 ára húsaleigusamn- ingur og innréttingar sérsmíðaðar í Hafnarfirði og fluttar til London. Allt starfsfólk staðarins var einnig ís- lenskt og voru þjónustustúlkurnar í sérsaumuðum hnésíðum upphlutum með appelsínugulum skyrtum og svuntum. Vegna mikils kostnaðar kom til þriggja milljóna króna hlutafjáraukn- ingar strax haustið 1965. Veitinga- staðurinn var opnaður formlega 16. desember það ár en honum var lokað strax aftur þar sem húsnæðið var ekki tilbúið. Hann var síðan opnaður fyrir áramót og rekinn undir nafninu Iceland Food Center fram í júlí 1967. Þá var honum lokað tímabundið en í mars árið 1968 var hann opnaður að nýju í samvinnu við Angus Steak- house. Nokkrum árum síðar drógu Íslendingar sig út úr rekstrinum. Kynntu fisk sem Bretar máttu ekki veiða Ríkisrekins veitingahúss í London minnst á sýningunni Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf í hundrað ár Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands Glæsileg opnun Menn voru bjartsýnir við opnun veitingastaðarins Iceland Food Center í London árið 1965. Fyrir miðri mynd er Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra. Ríkið lagði fram helming hlutafjár. Í HNOTSKURN »Hlutafélagið Iceland FoodCenter var stofnað í Ráð- herrabústaðnum í mars árið 1965. »Hlutaféð var 5 milljónirkr. »Ríkissjóður átti 50% hluta-fjár, SÍS 20%, Framleiðslu- ráð landbúnaðarins 20% og Loftleiðir hf. 10%. Þá áttu 12 stjórnarmenn einnig 500 kr. hlut hver. Sólveig Ólafsdóttir ÓLAFUR Ísleifs- son hagfræð- ingur og lektor við HR verður gestur á súpu- fundi Lands- sambands kvenna í Frjáls- lynda flokknum í dag kl. 12 til 14 í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4, 2. hæð. Allir eru velkomnir. Fundur Frjálslyndra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.