Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ „ÞEGAR við erum í Reykjavík þurfum við alltaf að vera að gera allt annað. Við ákváðum að fara út úr bænum og leist vel á þetta, að fara út í Eyjar þar sem við fáum vinnufrið og meira verður úr verki,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassa- leikari í Mezzoforte, en hljómsveitin er að fara í upptökur á nýrri plötu í glæ- nýju stúdíói sem hefur verið komið upp í gömlu Betel-kirkjunni í Vestmanna- eyjum. Platan á að koma út í byrjun næsta árs, en þá verða fimm ár liðin frá því að sveitin sendi síðast frá sér efni. „Við er- um nú ekki að breyta neitt um stefnu, en við erum komnir með nýja meðlimi,“ seg- ir Jóhann og á þar við saxófónleikarann Ósk- ar Guðjónsson, trompetleikarann Sebastian og Bruno Mueller á gítar sem gengið hafa til liðs við upprunalegu meðlimina Jóhann, Gunnlaug Briem og Eyþór Gunnarsson. Mezzoforte-liðar hafa verið á tónleika- ferðalagi um Rússland, Þýskaland og eru nú staddir í Noregi þar sem þeir hafa meðal annars verið að prufukeyra nýja efnið. „Við höfum verið að leyfa fólki að heyra og við- brögðin hafa verið mjög fín. Við blöndum þessu svona við annað,“ segir Jóhann. Eyja- menn fá svo að heyra sýnishorn af því í bland við fornfræg lög sveitarinnar á tón- leikum næsta fimmtudagskvöld. gunnhildur@mbl.is Taka upp í gamalli kirkju Mezzoforte Eru á leiðinni til Vestmannaeyja. Fólk  Sú stefna Listasafns Íslands að tvinna sýningar öðrum menningar- viðburðum hefur vakið eftirtekt. Margir eru án efa þegar farnir að hlakka til sýningar safnsins á verk- um Fridu Kahlo um það leyti sem íslenskt leikrit um hana verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Það var sömuleiðis vel til fundið að vera með sýningu á verki Shirin Neshat nú þegar hún er gestur RIFF – Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík. Opnunarveislu hátíðarinnar Í Regnboganum í fyrrakvöld var haldið áfram í Listasafni Íslands af þessu tilefni – en reyndar umtals- vert lengur en til stóð. Þegar mætt var á staðinn var sýningin alls ekkert til sýnis og þurftu gestir að bíða í tæpar tvær stundir þangað til þeir fengu að njóta listar Neshat. Viðstöddum leið mörgum eins og þegar „Afsak- ið hlé“ skjámyndin birtist á Rík- issjónvarpinu. Ef ekki hefði verið fyrir vínföngin er næsta víst að flestir hefðu bara drifið sig heim. „Afsakið hlé“?  DV sagði frá því í gær að ís- lenska hljómsveitin Seabear hefði selt eitt laga sinna í bandaríska sjónvarpsþáttinn Gossip Girl sem um þessar mundir er einn vinsæl- asti þátturinn vestanhafs. Að sögn forsprakka sveitarinnar, Sindra Más Sigfússyni, mun greiðslan hafa verið það myndarleg að hún borgaði fyrir yfirstandandi hljóm- leikaferðalag sveitarinnar um Evr- ópu. Án þess að Sindri Már nefni neinar upphæðir má reikna með að fimm vikna tónleikaferð hlaupi á nokkrum milljónum og því greinilega um ágæta búbót að ræða. Fleiri íslenskir tónlist- armenn hafa notið góðs af góðum tónlistarsmekk erlendra kvik- mynda- og sjónvarpsframleiðenda og fengið dágóðar upphæðir fyrir. Má þar nefna sveitir á borð við Ampop, Quarashi og Sigur Rós að ónefndum Megasi sem á áttunda áratugnum átti tónlist í ítalskri kvikmynd. Bandaríska drauminn má finna í sjónvarpinu Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞAÐ er húmor í þessu, ég verð með risastóran kaðal sem hægt er að róla sér í, það verk heitir Fyrsta fullnæg- ingin, segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir sem opnar sýninguna Full af engu – Plenty of nothing í Hafnarhúsinu í dag. „Verkin mín eru oft mjög kyn- ferðisleg og ég held þeim tóni áfram. Þetta er svo stór hluti af lífi okkar og því hvernig við högum okkur. Harð- fiskur kemur líka við sögu á sýning- unni, því hann er bæði fallegur og þjóðlegur.“ „Ég er bara skítur“ Jóna Hlíf vinnur áfram með hug- myndir sem hún hefur verið að fást við á síðustu sýningum, en nú leggur hún áherslu á konuna. „Sýningin fjallar um hvernig konan bjargar sér út frá hvernig hún er og hvernig litið er á hana,“ segir Jóna Hlíf. „Hvernig hún er sterk og bjargar sér úr að- stæðum sem henni er stundum þröngvað í.“ Sýningin samanstendur af stóru textaverki og tveimur stórum ljós- myndum. Jóna sótti innblástur í bókina Kajak, drekkhlaðinn af draugum sem er safn þjóðsagna inúíta. „Ég geng út frá sögu sem fjallar um konu sem er allsber og á túr og enginn vill gefa henni að borða. Hún öskrar aftur og aftur „Ég er bara skítur, ég er bara skít- ur“ þangað til hún gengur fram á hval sem hefur synt í land og hún borðar hann. Ég er að fjalla um það hvernig konan bjargar sér. Mér finnst þessi setning, „ég er bara skít- ur“ vera einhver tilfinning sem mað- ur fær þegar maður er að byrja á túr og fær ljótuna. Harðfiskur og kynlíf Ljósmynd/Brooks Walker Róla Eitt verka Jónu Hlífar ber nafnið Fyrsta fullnægingin. Jóna Hlíf Halldórsdóttir vinnur með grænlenskar þjóðsögur Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „AUÐVITAÐ verður þetta ekki fyrirlestur fræði- legs eðlis, enda eru margir hæfari en ég til að fara í bókmenntafræðilegar kenningar og pæl- ingar um verk Halldórs. Ég tala meira út frá sjálf- um mér: persónulegri upplifun af verki sem er í persónulegu uppáhaldi,“ segir Bergur Ebbi Bene- diktsson sem er einn meðlima hljómsveitarinnar Sprengjuhallarinnar. Bergur er fyrstur þriggja ungra listamanna sem halda „stofuspjall“ á Gljúfrasteini um tengsl þeirra við og skoðanir á nóbelsskáldinu en seinna í haust munu þau Erpur Eyvindarson rappari og Ingunn Snædal ljóðskáld spjalla í stofunni. Las Laxness tilneyddur En af hverju valdi Bergur Ebbi að fjalla um Heimsljós? „Ég fór ekki að lesa verk Halldórs Laxness fyrr en ég var skikkaður til að gera það í menntaskóla,“ játar hann. „En í kjölfarið fór ég að lesa meira af verkum Halldórs. Maður var mjög móttækilegur á þessum tíma og sennilega hafa skrif Halldórs Laxness haft mikið að gera bæði með hvernig ég upplifi mig sem Íslending og upplifi þjóðina.“ Bergur segir Heimsljós hafa verkað sterkt á sig þegar hann las bókina fyrst sem unglingur og fann mikla samsvörun í Ólafi Kárasyni Ljósvík- ingi: „Söguhetjan er að uppgötva ýmislegt um sjálfan sig og aðra. Hann er utan við hópinn; stendur einhvern veginn utan við samfélagið og getur þess vegna horft á það úr fjarlægð og skilið hvernig það gengur fyrir sig,“ segir hann. Fyrirmynd sem listamaður Blaðamaður innir konunginn í Sprengjuhöll- inni eftir því hvort Heimsljós eða önnur verk Hall- dórs Laxness hafi mótað hann sem listamann: „Áreiðanlega,“ svarar Bergur Ebbi. „Þó held ég að mest áhrif hafi Halldór Laxness haft sem per- sóna: hvað hann var ótrúlega metnaðarfullur sem rithöfundur og sem listamaður. Hann sýndi í raun hversu mikilvæg listin er í vitund fólks og þjóðar. Hann sýndi hvernig listamenn geta haft miklu meiri áhrif en nokkur pólitíkus eða auðmaður. Og það er þetta sem gefur ungu og skapandi fólki í dag innblástur og vilja til að leggja listir fyrir sig.“ Utan við sjálfan sig  Ungir listamenn fjalla um verk Halldórs Laxness á Gljúfrasteini í vetur  Bergur Ebbi Benediktsson ríður á vaðið og rýnir í Heimsljós Morgunblaðið/Valdís Thor Bergur um skáldið „Hann sýndi í raun hversu mikilvæg listin er í vitund fólks og þjóðar,“ segir Berg- ur sem fjallar um Heimsljós á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, klukkan 16. inu og hugarheim hans, stétta- átök og kjör alþýðunnar. Illa er farið með Ólaf á bænum Fæti undir Fótarfæti og er raunar allt og allir á móti Ólafi frá fyrsta degi en Halldór leggur honum í munn margar ljóðaperlur sem í dag þykja með mestu bókmennta- gersemum þjóðarinnar. HALLDÓR Laxness lét Heimsljós frá sér í fjórum hlutum á árunum 1937-1940, á eftir Sjálfstæðu fólki en undan Íslandsklukkunni. Heimsljós segir þroskasögu Ólafs Kárasonar sem kallar sig Ljósvíking en í gegnum ævi hans og upplifanir skoðar Halldór Lax- ness stöðu skáldsins í þjóðfélag- Saga unglings og samfélags „Mig dreymir um mann í íslenskri lopapeysu nakinn að neðan spilandi á harmónikku á meðan ég lem hann með harðfiski.“ Textaverk af sýningunni Full af engu. Orðrétt MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.