Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Samningurinn við seðla-banka Bandaríkjanna á að leysa hnút sem skapaðist á innlendum mörkuðum. » Ingimundur Friðrikssonsegir það mat manna að slíkar aðstæður væru ekki uppi hér á landi. »Bankar hafa kvartað yfirlitlu aðgengi að gjald- eyri. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is INGIMUNDUR Friðriksson, seðla- bankastjóri, segir að bandaríski seðlabankinn hafi ekki talið sama tilefni til að gera samning um gjald- eyrisskipti við íslenska seðlabank- ann og seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar á þessu stigi. „Í hinum löndunum hafði mynd- ast mjög mikil bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali á millibankamark- aði. Bandaríski seðlabankinn taldi sig hafa hagsmuni af því að liðka fyrir lausn á þeim mörkuðum en ekki hér á landi á þessum tíma- punkti. Hann útilokaði hins vegar ekki slíkan samning síðar ef að- stæður gæfu tilefni til.“ Á miðvikudaginn varð þessi samningur opinber og gaf Seðla- bankinn skýringu á þátttökuleysinu í gær. Mikill þrýstingur er á bank- ann að veita fjármálafyrirtækjum aðgang að lánum í erlendri mynt eins og aðrir seðlabankar gera víða um heim. Seðlabankinn er gagn- rýndur fyrir það sem kallað er að- gerðarleysi sem hafi meðal annars leitt til lækkunar á gengi krón- unnar. Takmörkuð úrræði Ingimundur segir Seðlabanka Ís- lands hafa takmörkuð úrræði til að veita fjármálafyrirtækjum aðgang að lánum í annarri mynt en íslensk- um krónum. „Það er erfitt að bregðast við þessu núna með þeim tækjum og tólum sem við höfum. Það eru einstaklega erfið skilyrði þessa dagana vegna þeirra að- stæðna sem ríkja í alþjóðlegu fjár- málakerfi. Við finnum rækilega fyr- ir því meðal annars á þessum markaði.“ Spurður hvort seðlabankinn hafi ýtt út af borðinu tillögu frá rík- isstjórninni um að lána bönkunum evrur segir Ingimundur að sam- skipti við ríkisstjórnina séu bundin trúnaði. Takmörkuð úrræði til að lána gjaldeyri Bráðaþörf skapaðist á millibankamarkaði fyrir Bandaríkjadali Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjórinn Aðgerðir Seðlabankans undanfarið hafa miðað að því að styrkja innviði fjármálamarkaðarins og styðja gengi krónunnar. KARSTEN Bil- toft, deildarstjóri í danska seðla- bankanum, segir bandaríska seðlabankann hafa átt frum- kvæði að gjald- eyrisskipta- samningnum við bankann og að hann viti ekki betur en að sömu sögu sé að segja um hin- ar þjóðirnar sem eigi aðild að hon- um. Þá sagðist hann ekki hafa hug- mynd um af hverju íslenski seðlabankinn eigi ekki aðild að samkomulaginu. Samkvæmt upplýsingum frá norska seðlabankanum var samn- ingurinn sameiginleg ákvörðun landanna. Talsmaður sænska seðla- bankans vísaði í fréttatilkynningu þegar Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum. Enginn gat upplýst af hverju ekki var samið við Seðla- banka Íslands. „Seðlabankinn tjáir sig ekki um samskipti við aðra seðlabanka,“ sagði Dave Skidmore, hjá upplýs- ingasviði Seðlabanka Bandaríkj- anna í gær þegar leitað var upplýs- inga um það hvort seðlabankinn hefði haft samband að fyrra bragði við Seðlabanka Íslands um lánalín- ur eða hvort bankinn hefði verið í samskiptum við Seðlabanka Íslands að öðru leyti. Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, sá sér ekki fært að svara Morgunblaðinu í gær. camilla- @mbl.is, thorbjorn@mbl.is Bernanke Ekkert gefið upp. Boð frá Bandaríkj- unum           $         !  "  #        $%&' (       =)*   5+,      Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÚNA bíða forsvarsmenn Kaup- þings og SPRON eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins svo hægt sé að ganga frá samruna fyrirtækjanna, því Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í gær að það væri „engin önnur niðurstaða tæk en að heimila samrunann.“ Í tilkynningu frá Samkeppniseft- irlitinu segir að fyrirhugaður sam- runi hafi aðallega áhrif á markað fyr- ir viðskiptabankaþjónustu og það sé helst á þessu sviði bankaþjónustu sem samrunar geti skapað sam- keppnisvandamál. Undir rekstri málsins fyrir Samkeppniseftirlitinu hafi því verið haldið fram að staða SPRON sé erfið og af þeim sökum beri að heimila samrunann. Eftirlitið telur að brotthvarf Spron af mark- aðnum skapi „umtalsverðar sam- keppnishömlur“ en það sé óhjá- kvæmilegt að heimila samrunann því ella myndi SPRON „hverfa af mark- aðnum.“ Samþykki bæði Fjármálaeftirlits- ins [FME] og Samkeppniseftirlitsins þarf að liggja fyrir svo samruninn geti átt sér stað, lögum samkvæmt. Samkvæmt upplýsingum frá höf- uðstöðvum Kaupþings liggur ekkert fyrir um hugsanlegar uppsagnir hjá sameinuðu fyrirtæki. Kaupþing hef- ur ekki farið í sérstaka úttekt á SPRON hvað þetta varðar enda hef- ur fyrirtækið ekki fengið að „opna bókhaldið“ hjá SPRON til þessa. Það er þó líklegt að eitthvað verði um uppsagnir, enda þarf að ná hagræð- ingu í rekstri útibúa sameinaðs fyr- irtækis á höfuðborgarsvæðinu. Upp- sagnir verði þó kynntar fyrir starfsmönnum fyrst, ef af þeim verði. FME bárust síðast gögn frá Kaupþingi og SPRON þann 16. sept- ember sl. Þær upplýsingar fengust frá FME að málið verði afgreitt þeg- ar öll gögn liggja fyrir og að lokinni yfirferð þeirra. Engar upplýsingar fengust um hversu langan tíma at- hugun á lögmæti samruna mun taka. Samkeppniseftirlit gefur grænt ljós Brotthvarf SPRON af markaði skapar „umtalsverðar samkeppnishömlur“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kaupþing Samruni Kaupþings og SPRON er innan seilingar. SMARTLYNX er nýtt nafn Latch- arter, dótturfélags Icelandair Group í Lettlandi. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og Garð- ar Forberg, forstjóri SmartLynx, kynntu nýtt nafn á 15 ára starfsaf- mæli félagsins í fyrradag. Nýja nafnið endurspeglar betur alþjóðlegt fyrirtæki í fjölþættum rekstri, að sögn Garðars. „Staða okkar innan fluggeirans hefur gjör- breyst á síðustu tveimur árum með miklum vexti og breyttum áhersl- um.“ Nýja nafnið er í samræmi við aðra starfsemi Icelandair Group, sem rekur SmartWings í Tékklandi. „Við erum jafnt og þétt að styrkja starf- semi okkar í þessum heimshluta og fögnum áfanga á þeirri leið í dag,“ sagði Björgólfur. SmartLynx er annað stærsta flug- félag Lettlands með ársveltu upp á 100 milljónir dollara. Starfsmenn eru 260 og tíu þotur eru í flota fyr- irtækisins, tvær Boeing 767-300ER breiðþotur og átta Airbus 320-200. Félagið starfar á alþjóðlegum leigu- markaði og er með vélar í verkefnum í Afríku, Mið-Austurlöndum og Evr- ópu. Á afmælisfagnaðinum voru 500 manns sem komu víðsvegar að úr heiminum. Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, var heiðursgestur og meðal annarra gesta voru Maris Gorodcovs, flug- málastjóri Lettlands, og sendiherrar Frakklands, Þýskalands og Bret- lands. Þá var flutt kveðja frá Rich- ard Branson, sem hann sendi í tilefni afmælisins. pebl@mbl.is SmartLynx nýtt heiti á dótturfélagi Icelandair  Mikill vöxtur og breyttar áherslur innan fluggeirans >& ?  & 3 ! 8   2   "! 8 "9:"#  6&(  2 &, )9 * 3/2 23 &*  ( - ./ (  0  ./   12 0  ./ '3  ./ 0  4  ./ / '  5 6   7-   0  ./ 8 9   ./ :  4  6   ./  ./ &; " & < = $>=/4/ ./ ?  ./ @+9 (>   & ( - (  ( - ;  ;@$ '   $A    "B.> ./ % ./ C  2  ./ ) &5 & (; D  (  D /  0  ./   > ./ ' & 2                                                   C    %4 E     8  & F)/)*G/F,, H,/GIJ/KGI H+/IHI/G*K +KK/*K+/FJG )/),H/FKJ/JK+ )/F+H/)KH ),/HI)/HG* F)+/JFK/*+I J)H/GIG/*)+ K/G,F/,+, )*/KG+/FI, *KI/FKK/G+K H/+FJ/HF* GHI/)G+ K/+FF/G*) ),/,GF/FF, )J/*HF/F)G < < < +G/HI*/,,, < < IL*, *LI, KHLF* JL*F )*LI* +L)* K,L), J*,L,, KHL,, G)LF, HLH, GLHK G*L+, )G*L,, )+)IL,, )IGL,, )IJL,, < < < HK),L,, < < IL** *LI+ K+L), JLIK )*LJ, +LK) K,L)* J*KL,, KHL,* GKL,, HLI, GLH* GILK, )GFL,, )+K*L,, )F*L,, )IJL*, K)LI* )LK, < HK**L,, FL*, +LI, $>2 1  ), G ), IJ JH + + JG +H H )K +H F ) I ), KI < < < * < <    1 /1 KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F KI/G/K,,F )I/J/K,,F K+/G/K,,F H/I/K,,F KI/G/K,,F ))/G/K,,F J/H/K,,F (% (% (% ● NORSKI olíusjóðurinn gæti tapað allt að 136 milljörðum króna á gjald- þroti Washington Mutual bankans. Sjóðurinn hefur þegar tapað háum fjárhæðum á hruni fjármálastofn- anna vestanhafs, meðal annars vegna gjaldþrots Lehman fjárfesting- arbankans. Í frétt á vef e24 kemur fram að hlutafé sjóðsins í WaMu hafi verið um 2,8 milljarðar íslenskra króna. Mestur hluti mögulegs taps er þó fólginn í skuldabréfum gefnum út af WaMu sem sjóðurinn átti. Virði þeirra er rúmir 130 milljarðar króna. camilla@mbl.is Norski olíusjóðurinn tapar enn á WaMu ● STJÓRN og forstjóri SPRON hafa verið kærð fyrir fjársvik og brot á lög- um um meðferð innherjaupplýsinga að því er fram kom í 24 stundum í gær. Kærendur eru Árni Gunn- arsson, Guðrún Árnadóttir og Vil- hjálmur Bjarnason fyrir hönd Sam- taka fjárfesta. Kæran beinist gegn þeim sem sátu í stjórn SPRON á sumarmán- uðum 2007. Þá seldu þrír stjórnar- menn stofnfjárhluti sína fyrir tvo til þrjá milljarða án þess að frá því væri greint opinberlega. Var þá búið að ákveða að breyta SPRON í hlutafélag og skrá á markað. bjorgvin@mbl.is Kæra sölu stofn- fjárbréfa í SPRON ● TUTTUGU starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá fjarskiptafyr- irtækinu Voda- fone. Að sögn Hrannars Pét- urssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtæk- isins, taka uppsagnirnar til allra deilda fyrirtækisins. „Ytri skilyrði eru mjög óhagstæð fyrir öll fyrirtæki í landinu og við erum auðvitað ekki undanskilin þeirri þróun. Það eru miklar kostnaðarhækkanir í rekstr- inum, og ekki síst vegna geng- isþróunar,“ segir Hrannar og bætir við að verið sé að grípa til óhjá- kvæmilegra aðgerða. camilla@mbl.is Tuttugu manns sagt upp hjá Vodafone Uppsagnir Ekki fleiri áformaðar. ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,81% í viðskiptum gær- dagsins og stendur vísitalan nú í 4.277,29 stigum. Gengi bréfa Straums hækkaði um 0,54% og Ice- landair um 0,50%. Hins vegar lækk- aði gengi bréfa SPRON um 4,29%, Alfesca um 1,50% og Atorku um 1,41%. Gengi krónunnar veiktist um 0,94% í gær og var lokagildi geng- isvísitölunnar 180,1 stig. bjarni@mbl.is Lækkun í Kauphöll ÞETTA HELST …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.