Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 35 ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Skáld- stöðum í Reykhóla- sveit 10. nóvember 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum 14. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Helgason bóndi á Skáld- stöðum, f. 9. nóv. 1880, d. 30. jan. 1958, og Jóhanna Magnúsdóttir, f. 15. maí 1891, d. 14. apríl 1973. Systkini Ingibjargar voru Jens, f. 24. okt. 1914, d. 29. sept. 1998, Magnús, f. 17. jan. 1919, d. 15. nóv. 1992, Kristján, f. 3. okt. 1921, d. 29. mars 2008, og Jón Kristinn, f. 24. nóv. 1931, d. 27. apríl 2004. Ingibjörg bjó á Skáldstöðum alla sína tíð, fyrst með foreldrum sínum og síðan með bræðr- unum Magnúsi, Kristjáni og Jóni. Skólaganga hennar var hefðbundin barnaskólaganga þess tíma auk þess sem hún nam við Húsmæðraskólann á Staðarfelli vetur- inn 1943-1944. Hún flutti sökum heilsubrests á dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum haustið 2005. Útför Ingibjargar verður gerð frá Reykhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Inga á Skáldsstöðum var merkileg kona. Ég kynntist henni og þeim Manga, Kitta og Nonna þegar ég kom fyrst sem sumarstrákur í Skáldsstaði sumarið 1975, þá 10 ára. Sumrin urðu fjögur og alltaf mætti ég sömu hlýjunni og umhyggjusem- inni hjá Ingu. Það var allt svo rólegt og yfirvegað í fari hennar að manni leið alltaf vel nálægt henni. Verkaskiptingin var nokkuð skýr á bænum. Inga sá um húsverkin, þrif og þvotta, matseld og bakstur og annað í þeim dúr. Bræðurnir komu lítið að húsverkunum, en það kom sér reyndar heldur illa þegar Inga brá sér einhverju sinni í húsmæðraorlof í nokkra daga. Þá var það Nonni sem sá um eldamennskuna við litla hrifn- ingu bræðra sinna. Þegar hafra- grauturinn brann við var Kitta öllum lokið og það hvein hátt í honum. Það urðu allir dauðfegnir þegar Inga kom aftur og ástandið í eldhúsinu færðist í eðlilegt horf. Annars var eldhúsið hennar Ingu í rauninni samkomu- staður heimilisins; þar hófst dagur- inn með morgunkaffinu og þar lauk honum með kvöldkaffinu, þar var hlustað á fréttir og veðurfregnir, þar var skrafað, skeggrætt og skipulagt og þangað var kunnugum boðið inn. Inga og Nonni sáu um mjaltirnar en á Skáldsstöðum var alltaf hand- mjólkað þann tíma sem ég var þar og kannski alla tíð. Kýrnar voru miklir vinir Ingu og voru ánægðar og róleg- ar þegar hún fór um þær höndum. Hún sinnti auk þess hænsnunum og heimaalningunum, og rösk var hún með hrífuna þegar snúa þurfti heyi þar sem vélarnar náðu ekki til. Bræðurnir sinntu að öðru leyti öll- um útiverkum. Kitti var berserkur til vinnu og í heyskapnum voru þeir Nonni á vélunum en Mangi sló eins og herforingi með orfi og ljá. Aldrei kom hann nálægt vélum og sagðist hafa hætt að aka dráttarvél þegar hann ók með heyvagninn ofan í skurð. Mér tókst einu sinni að fá hann til að aka Farmalnum út heim- reiðina, en það gekk ekki betur en svo að hann keyrði á hliðið og neitaði að taka þátt í frekari aksturstilraun- um eftir það. Að koma til Skáldsstaða var eins og að koma í annan heim. Ólíkt borg- arysnum var þar alltaf ró og friður þótt mörg væru handtökin. Í raun- inni var það ótrúlegt ævintýri fyrir strákpjakk úr Reykjavík að koma í þessa sveitaparadís og taka þátt í daglegum verkum. Á kveðjustund- inni rifjast allt upp; að mjólka kýrnar með Ingu og Nonna, skilja mjólk og strokka smjör í búrinu, steikja klein- ur með Ingu, stússa í vélunum með Kitta og Nonna, hjálpa til í sauð- burði, hamast í heyskapnum, ganga með yxna kýr yfir að Hofsstöðum, spila marjas við Manga, og síðast en ekki síst að koma inn í hlýja eldhúsið hennar Ingu seint á kvöldin og fá volga mjólk og kökur eftir langan vinnudag. Nú er hún Inga á Skáldsstöðum farin að hitta bræður sína. Þar verð- ur fagnaðarfundur. Eftir situr falleg minning um vandað og gott fólk í yndislegri sveit. Ég þakka kærlega fyrir mig. Fjölskyldunni votta ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ólafur Halldórsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir Amma mín kenndi mér margt. Sumt smá- legt en annað stórkostlegt. Á Kópa- vogsbrautinni kenndi hún mér að best væri að byrja á matnum utar- lega á diskinum því hann væri kald- astur þar, auk þess sem best væri að drekka mjólkina eftir matinn til að eyðileggja ekki matarlystina. Í Sundi fyrir norðan kenndi hún mér það sem enginn hafði nokkurn tímann getað, að borða kjötsúpu og steiktan lauk. Hið stórkostlega sem hún kenndi mér var að gefast aldrei upp og að elska stórt. Ég ætla að gera mitt besta til að fara eftir því. Ég man vel eftir sumrunum hjá ömmu og Árna í Sundi í Höfðahverfi rétt hjá Grenivík. Frábær staður fyr- ir alla, gamall sveitabær með gamalli hlöðu, bæjarrústir á túninu, skurðir, lækur og nóg af hundasúrum. Þegar ég var 10 ára fannst mér túnið verið heimsins stærsti fótboltavöllur, alla vega þegar búið var að slá. Einhvern veginn finnst mér að amma hafi alltaf annaðhvort verið í eldhúsinu eða úti á tröppum við húsið. Það var alltaf hægt að fá sér kleinur eða flatkökur með hangikjöti. Ekki skrýtið að mað- ur væri alltaf svangur í sveitinni hjá ömmu. Ég gleymi aldrei þessum tíma. Ég man líka eftir dótinu í skápnum inni í sjónvarpsherberginu á Kópa- vogsbrautinni. Þangað hljóp ég þeg- ar ég var búinn að kyssa og knúsa ömmu. Þar tók við smíði stærstu húsa heimsins með legókubbunum. Ég man líka eftir búrinu inn af eld- Sigríður Helga Stefánsdóttir ✝ Sigríður HelgaStefánsdóttir fæddist á Sjöunda- stöðum í Flókadal í Skagafirði 25. ágúst 1917. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 10. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 24. sept- ember. húsinu, þar sem ýmis- legt skemmtilegt var að finna, oftast eitt- hvert góðgæti. Skemmtilegast fannst mér samt að fikta í prjónavélunum hennar ömmu inni í prjóna- herberginu, það var bara svo margt á þeim til að ýta á eða færa til að ómögulegt var fyrir litla fingur að láta það vera. Þar inni prjónaði amma hinar ýmsu flík- ur sem gefnar voru á afmælum, jólum eða bara hvenær sem henni þótti kominn tími til. Og það var oft. Amma var elskuleg, hjartahlý, ákveðin og traust manneskja. Ég vildi að hún væri hérna ennþá. En svona er víst lífið. Í staðinn mun ég geyma minningu hennar í hjarta mínu og miðla henni til barna minna og, ef ég verð mjög lánsamur, til barnabarna minna. Guð geymi þig elsku amma mín. Við sjáumst síðar. Ólafur Lúther Einarsson. Það eru 36 ár síðan ég og dóttir mín kynntumst Sigríði ömmu eins og hún er kölluð á mínu heimili. Hún var þá dagmamma í Laugarneshverfi en við bjuggum á Seltjarnarnesi. Í þá daga þótti langt að fara með barn frá Seltjarnarnesi inn í Laugarnes og til baka í vinnu niður í miðbæ. Sigríður amma var þá einstæð móðir í lítilli íbúð. Strax við fyrstu kynni dáðist ég að þessari lágvöxnu konu sem tók á móti okkur með hóp af litlum börnum sem hún tók alltaf á móti með útrétta arma og fagnaðarbrosi. Þegar maður kom á matmálstíma sátu börnin hlið við hlið á meðan hún mataði þau á hollum íslenskum mat og opnuðu þau munninn hvert á eftir öðru. Ekki fékk maður að taka barnið heim fyrr en það hefði fengið að borða. Ekki leið á löngu þar til Sigríður amma fann stóru ástina í sínu lífi, hann Árna, hann fékk að sjálfsögðu nafnið Árni afi um leið. Það var gam- an að sjá hvað Sigríður amma varð hamingjusöm með Árna sínum. Sig- ríður amma og Árni afi fluttu í stærri íbúð ásamt yngstu dætrum sínum en alltaf hélt hún áfram að vera dag- mamma um skeið. Sigríður amma var ekki einungis dagmamman mín heldur vinkona líka, við ræddum mikið saman um lífið og tilveruna. Eftir að hún hætti sem dagmamma slitnaði aldrei vinskapur okkar, þau hjónin tóku tvær dætur mínar, Hildi og Erlu, í pössun yfir helgi eða viku á meðan foreldrarnir fóru utan, fyrir það er ég þeim ævinlega þakklát. Þær minnast skemmtilegrar ferðar í Landmannalaugar með þeim og fjöl- skyldu þeirra. Eftir að Sigríður amma og Árni afi fluttu í Kópavoginn fór ég og dætur mínar í heimsókn og alltaf voru klein- ur og kökur á borðum, engu hafði hún gleymt. Þó svo að samskipti okk- ar hafi ekki verið mikil undanfarinn áratug er hún oft nefnd á okkar heimili. Sigríður amma er hetja í okkar augum, falleg, góð og skemmtileg. Hún var ekki hávaxin en fyrir okkur var hún stór, við munum sakna hennar. Elsku Árni afi og fjölskylda, við vottum ykkur samúð og biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Hildur Ýr og Erla Hrund Gísladætur.                          ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐNA SIGURJÓNSSONAR, Rauðagerði 28, Reykjavík. Elinborg Kristinsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Arnar Guðnason, Hafdís Hafsteinsdóttir, Sigurjón Guðnason, Inga Hildur Þórðardóttir, Ragnheiður, Þórhildur, Ágúst, Magnús Bjarki, Arndís Ósk, Guðni Freyr, Viktor Hrannar og Kristinn Snær. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Bakkahlíð 45, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 29. september kl. 13.30. Ingveldur Steindórsdóttir, Jón Steindórsson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Birgir Steindórsson, Ásta Kröyer, Guðjón Steindórsson, Ásta Björgvinsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Friðrik Gunnarsson og öll ömmubörnin. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir og systir, STELLA AUÐUR AUÐUNSDÓTTIR, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 30. september kl. 13.00. Auðun Gilsson, Fjóla Stefánsdóttir, Stella Eyjólfsdóttir, Sæmundur Auðunsson, Björn Eyjólfur Auðunsson, Steinunn Auðunsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HJÖRDÍS ÓLADÓTTIR, áður til heimilis í Engimýri 12, Akureyri, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 20. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 29. september kl. 13.30. Óli G. Jóhannsson, Lilja Sigurðardóttir, Edda Jóhannsdóttir, Þórhallur Bjarnason, Örn Jóhannsson, Þórunn Haraldsdóttir, Emilía Jóhannsdóttir, Eiður Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra sem heiðruðu minningu, sýndu vináttu og veittu styrk á sorgarstundu vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hrísmóum 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild B-2 Landspítala Fossvogi fyrir framúrskarandi umönnun á erfiðum tíma svo og á deild K-2, Landakoti undir lokin. Ástríður H. Þ., Bjarni E. Thoroddsen, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Betúel Betúelsson, ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.