Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÁkvörðunBjörnsBjarnason-
ar dómsmálaráð-
herra að auglýsa
embætti lög-
reglustjórans á Suðurnesjum
hefur kveikt umræður um
framkvæmd þeirrar lagareglu
að forstöðumenn ríkisstofnana
skuli almennt skipaðir til fimm
ára í senn.
Fram hefur komið að þegar
Björn var menntamálaráðherra
vildi hann gera það að vinnu-
reglu að auglýsa stöður for-
stöðumanna stofnana á fimm
ára fresti. Það hlaut ekki náð
fyrir augum fjármálaráðherra,
sem fer með starfsmannamál
ríkisins. Björn hefur vísað til
minnisblaðs þessa efnis, sem
þáverandi fjármálaráðherra,
Geir H. Haarde, lagði fyrir rík-
isstjórnina í marz árið 2000.
Ástæða þess að dóms-
málaráðherra telur fært að
auglýsa stöðu lögreglustjórans
á Suðurnesjum er að embættið
hafi breytzt; ekki að sá sem
gegnir því hafi ekki staðið sig
sem skyldi. Það er sjaldgæft í
ríkisrekstrinum, ef ekki eins-
dæmi, að auglýsa embætti án
þess að sá sem gegnir því hafi
óskað eftir að vera leystur frá
störfum.
Af hálfu talsmanns forstöðu-
manna ríkisstofnana hafa kom-
ið fram þau sjónarmið að við
fimm ára skipunartímann sé
vart unandi og ástæða sé til að
breyta lögunum á ný.
En hver var tilgangurinn
með því að afnema æviráðningu
forstöðumanna ríkisstofnana
árið 1996? Hlýtur
það ekki að hafa
verið að stuðla að
því að forstöðu-
mennirnir tækju
raunverulega
ábyrgð á rekstrinum, sem þeim
er falinn? Hver hefði tilgang-
urinn annars átt að vera?
Í lögunum kemur fram að til-
kynna skuli forstöðumanni með
hálfs árs fyrirvara hvort emb-
ætti hans skuli auglýst. Í grein-
argerð með frumvarpinu á Al-
þingi á sínum tíma sagði:
„Þessu ákvæði er ætlað að
stuðla að stöðugleika í röðum
embættismanna sem hlýtur að
teljast æskilegur, a.m.k. að
vissu marki.“
Er það ekki orðinn helzt til
mikill stöðugleiki í röðum emb-
ættismanna ef möguleikinn til
að auglýsa hefur sjaldan eða
aldrei verið nýttur í þau tólf ár,
sem lögin hafa gilt, en skip-
unartíminn látinn framlengjast
sjálfkrafa? Hver er munurinn á
slíkri framkvæmd og gömlu
æviráðningunni?
Það er vitað mál að stjórn-
endur sumra opinberra stofn-
ana fara ár eftir ár fram úr
heimildum fjárlaga. Sumir eru
stöðugt upp á kant bæði við yf-
irboðara sína og undirmenn.
Eiga þeir aldrei að axla
ábyrgð?
Stjórnendur fyrirtækja á al-
mennum markaði eru stöðugt
með hitann í haldinu. Ef þeir
standa sig ekki geta eigend-
urnir látið þá fjúka. Af hverju
ætti annað að eiga við þegar
eigendur fyrirtækjanna eru al-
menningur í landinu?
Hver var tilgang-
urinn með því að af-
nema æviráðningu?}
Stöðugleiki í röðum
embættismanna
Við ákvörðunrefsingar var
m.a. litið til þess
hversu mikill
dráttur varð á
málinu,“ segir í frétt í Morg-
unblaðinu í gær um dóm
Hæstaréttar í nauðgunarmáli.
Ákærði var dæmdur í fimmtán
mánaða fangelsi fyrir nauðg-
un, sem hann framdi fyrir
rúmum fimm árum.
Seinagangurinn í rannsókn
þessa máls er ekki boðlegur. Í
dóminum kemur fram að við-
leitni lögreglu til að ná í mann-
inn, sem fluttur var til út-
landa, eftir að niðurstaða
rannsóknarinnar á málinu lá
fyrir hafi verið stopul og
ómarkviss. Bent er á að lög-
reglan hafi ýmis úrræði tiltæk
með alþjóðasamvinnu til að
finna ákærða og handtaka.
Niðurstaða lífsýnarannsóknar
lá fyrir í apríl 2004, en ekki
hafðist upp á manninum fyrr
en í mars 2007. Hann var
dæmdur í héraði í nóvember
2007 og nú er dómur Hæsta-
réttar fallinn.
Þessi vinnu-
brögð eru fyrir
neðan allar hellur.
Ýmislegt hefur
breyst í meðferð
nauðgunarmála á und-
anförnum árum. Dómar hafa
þyngst og aðferð nauðgarans
hefur ekki lengur úrslitaþýð-
ingu. Enn má bæta úr í þess-
um efnum og stingur til dæmis
í augu hvað kæruhlutfall er
lágt, þótt það hafi farið hækk-
andi. Meðferð þessa máls er
hins vegar skref aftur á bak og
getur haft þau áhrif að fórn-
arlömb leggi ekki fram kæru
vegna þess að þau treysti sér
ekki til þess að ganga í gegn-
um þann hrylling að þurfa að
upplifa martröð glæpsins
ítrekað í gegnum upprifjun á
honum meðan á málsmeðferð
stendur, jafnvel í fimm ár.
Það væri rétt að lögreglan
færi ofan í saumana á meðferð
þessa máls, áttaði sig á því
hvað fór úrskeiðis og fyndi
leiðir til þess að bæta úr.
Svona vinnubrögð mega ekki
endurtaka sig.
Fimm ár frá nauðg-
un þar til dómur féll}Óboðlegur seinagangur
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlát yfir storð,
þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Þ
etta fyrirbæri mannssálarinnar, að
dýpstu tilfinningar gleði og sorgar
hafi sömu birtingarmynd – flæð-
andi vatn úr augum – er óneit-
anlega heillandi. Líklega er það
einmitt við hæfi í samhengi hlutanna: Ekkert líf
getur þrifist án vatns, enginn gróður án tára.
Ég er að vona að á næstu 2 vikum verði ég
svo heppin að fá að tárast á einhverri til-
þrifamikilli bíómynd sælu og sorgar. Sú mynd
gæti hugsanlega verið taívanska hinsegin
myndin Blóm á reki, en Hinsegin bíódagar eru
nú í fyrsta sinn hluti af Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík.
Á hátíðinni kennir ýmissa grasa úr öllum áttum. Það er
vel til fundið að myndum um umhverfismál sé gert hátt
undir höfði, enda „óhætt að segja að þau brenni á heims-
byggðinni um þessar mundir“ eins og segir í kynning-
arbæklingi. Það er óskandi að þessi innspýting í menning-
arlífið hjálpi til við að kveikja fleiri innri elda og skapandi
umræðu um kvikmyndir jafnt sem umhverfismál. Það er
nefnilega ekki nóg að umhverfismál brenni á heimsbyggð-
inni, þau verða líka að brenna á okkur sjálfum.
Mikilvægi vatns og vatnsbúskapar er fyrirferðarmikið í
umhverfismyndum hátíðarinnar og undirliggjandi þema
þeirra er stærsta mál okkar tíma, loftslagsbreytingar.
Mynd Udo Maurers frá Austurríki sem ég
sá í gær fjallar um samskipti fólks og vatns á
þremur stöðum á jörðinni. Einstaklingar sem
talað er við í Bangladesh flytja stöðugt frá ein-
um stað til annars til að forðast flóð en á með-
an dreymir samfélagið í Aralsk í Kazakstan
um að fá aftur til sín fljót og fisk. Slíkt hvarf
með öllu þegar stórvirkjun Khrústsjovs Sov-
étleiðtoga leit dagsins ljós á síðustu öld.
Óhóflegir flutningar fljóta úr náttúrulegum
farvegi, stórvirkjanir, mengun og gróðurhúsa-
áhrif eru alvarlegar ógnir við líf og vistkerfi
jarðar. Á ýmsum stöðum hefur ríkt átakanleg
kreppa vegna hörmulegra mistaka í vatnabú-
skap þjóða og meðhöndlun vatnsbóla, meng-
unar, slæmra innviða, ójafnaðar og ósann-
gjarnrar dreifingar vatns.
Við Íslendingar erum einstaklega lánsöm
þegar kemur að vatni, svo lánsöm að við getum aldrei
vandað okkur nóg við að umgangast auðlindina af skyn-
semi og gætni. Kalt vatn sem heitt, fossar, fljót, stöðuvötn,
haf: Eigum við skilið allt þetta vatn – lífríkið, gróðurinn,
mannlífið og samfélagið sem það nærir – ef við kunnum
ekki almennilega að fara með það?
Sumt er svo þungt að það er þyngra en tárum taki. Það
verður að teljast grátlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vera
Khrústsjov okkar tíma þegar kemur að vatnsauðlindinni
og öðrum auði: Að lofa töfralausn stórvirkjana og falskrar
innspýtingar, lélegrar hagfræði, en ætla kynslóðum fram-
tíðar að sitja uppi með óafturkræfar, eyðileggjandi afleið-
ingar. glg@althingi.is
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Khrústsjov okkar tíma
„Virðingarleysi
fyrir málaflokknum“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
É
g er að reyna að halda
þessari deild saman,“
segir Helgi Magnús
Gunnarsson, yfirmað-
ur efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra [RLS].
Starfsmenn efnahagsbrotadeild-
arinnar voru nítján þegar Helgi tók
við embættinu. Fluttar voru tvær
stöður yfir til greiningardeild-
arinnar, einn fór í önnur verkefni,
einum lögfræðingi deildarinnar
verður sagt upp frá og með áramót-
um og staða Helga verður lögð niður
á sama tíma, þegar ný lög um með-
ferð sakamála taka gildi.
Mjög líklega munu einhverjir lög-
fræðingar færast yfir til embættis
héraðssaksóknara, enn hefur ekki
verið ákveðið með hvaða hætti það
verður.
Undirmönnuð deild
„Þetta er bara áhuga- og virðing-
arleysi fyrir málaflokknum,“ segir
Helgi. Hann segir að deildin hafi
sætt gagnrýni fyrir tafir á málum,
það sé ekki skrýtið þegar hún er jafn
undirmönnuð og raun ber vitni.
Helgi segir að starfsmannavelta sé
deildinni einnig óþægur ljár í þúfu
en helmingur starfsmanna er með ár
eða minna í starfsreynslu í efna-
hagsbrotum.
„[Efnahagsbrotadeild] kemur
engum málum óbrjáluðum frá sér
nema einföldustu skattsvikamálum,“
sagði Sigurður G. Guðjónsson
hæstaréttarlögmaður, í þættinum
Ísland í dag á Stöð 2 í vikunni.
Nefndi hann Baugsmálið og mál-
verkafölsunarmálið sem dæmi um
lítinn árangur. Er þetta aðeins eitt
nýlegt dæmi um þá gagnrýni sem
deildin hefur sætt. „Ég held að þessi
fullyrðing Sigurðar sé sett fram í
hálfkæringi,“ segir Helgi. „Hann
nefnir tvö mál sem dæmi um lélegan
árangur. Deildin hefur á þeim tíu ár-
um sem hún hefur starfað farið með
um eða yfir 300 mál, fæst þeirra eru
bundin við einföld vanskil vörslu-
skatta,“ segir Helgi.
Undanfarin ár hefur rík áhersla
verið lögð á að byggja upp og bæta
þekkingu hjá deildinni.
Með nýjum lögum um meðferð
sakamála var ekki gerð breyting á
lögreglulögum. Efnahagsbrotadeild
mun því áfram annast rannsókn efna-
hagsbrota, en með þessum breyt-
ingum er í reynd verið að skipta
deildinni upp í tvennt.
Efnahagsbrotadeildin hefur til
skoðunar mjög flókin álitaefni, t.d mál
tengd tilteknum athöfnum stjórnenda
og stjórnarmanna í hlutafélögum,
eins og í Baugsmálinu. Heimfærsla
slíkra brota til refsiákvæða í lögum
krefst því mikillar þekkingar viðkom-
andi rannsakenda. Sumir hafa
áhyggjur yfir aðskilnaði rannsóknar
og saksóknar efnahagsbrota með hin-
um nýju lögum. Heimfærsla refsi-
verðs verknaðar til ákvæða laga er
nátengd rannsókn á viðkomandi brot-
um. Skipulagið í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku er þannig að rannsókn
þessara mála er undir stjórn saksókn-
ara efnahagsbrota, undir einu þaki.
Mikilvægt að tryggja nálægð
Sigurður Tómas Magnússon, fyrr-
verandi héraðsdómari og settur sak-
sóknari í Baugsmálinu, vinnur að því
m.a. að útfæra innan ramma nýrra
laga hvernig saksókn efnahagsbrota
hjá héraðssaksóknara verður hagað.
Sigurður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að verið væri að athuga
hvort hægt yrði að hafa rannsókn og
saksókn í sama húsnæði, m.a til þess
að tryggja fyrrnefnda nálægð.
Morgunblaðið/Golli
Ríkislögreglustjóri Mikill vandi steðjar að efnahagsbrotadeildinni.
Saksóknari efnahagsbrota ákærði
35 einstaklinga á árinu 2007 í sam-
tals 21 máli. Flest voru málin (20)
vegna skattalagabrota, fjórir voru
ákærðir fyrir umboðssvik, einn fyr-
ir skilasvik og 10 vegna brota á höf-
undarlögum.
Í árslok 2007 voru tíu mál fyrir
dómi, sakfelling hafði fengist í tíu
málum og einu máli var lokið með
svokallaðri viðurlagaákvörðun, að
því er fram kemur í ársskýrslu rík-
islögreglustjóra fyrir árið 2007.
Mörg þeirra mála sem tekin voru til
rannsóknar kröfðust fleiri en eins
rannsakanda.
Hver starfsmaður hjá efnahags-
brotadeild var að meðaltali með
tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum
tíma en starfsmenn hjá sambæri-
legum deildum í Noregi og Svíþjóð,
samkvæmt ársskýrslu ríkislög-
reglustjóra fyrir árið 2005. Þá voru
starfsmenn efnahagsbrotadeildar
18 talsins, og þeim fækkar verulega
með breytingunum.
35 VORU
ÁKÆRÐIR
››