Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MÁLVERKIÐ Arlequin eftir spænska listamanninn Pablo Picasso verður boðið upp í New York í nóv- ember. Verkið er talið eitt það merk- asta eftir Picasso og er búist við að það seljist fyrir að minnsta kosti 30 milljónir dollara – um þrjá milljarða íslenskra króna. Verkið hefur ekki komið fyrir sjón- ir almennings í 45 ár, en það var í eigu listamannsins Enrico Donati sem lést fyrr á þessu ári, 99 ára að aldri. Emmanuel Di-Donna hjá Sothe- by’s uppboðshaldaranum segir að þarna sé á ferðinni eitthvert merk- asta verk kúbismans sem nokkru sinni hefur verið selt á opnum mark- aði. „Alþjóðlegir safnarar hafa ekki fengið annað eins tækifæri til þess að berjast um eitt af bestu verkum Picassos síðan Sotheby’s bauð Dora Maar au chat upp,“ segir Di-Donna og vitnar þar til annars verks eftir Picasso sem seldist fyrir 95 milljónir dollara, rúma níu milljarða króna, ár- ið 2006. Picasso á uppboði Eitt merkasta verk meistarans boðið upp Verðmætur Pablo Picasso. ROBERT Gir- oux, sem líklegast er einn frægasti ritstjóri fag- urbókmennta í Bandaríkjunum, er látinn, 94 ára að aldri. Það var hann sem leiddi rithöf- unda á borð við Flannery O’Connor, Jack Kerouac, Susan Sonntak, Elizabeth Bishop og Robert Lowell í gegnum sínar fyrstu bækur. Eftir því sem orðspor hans óx varð hann að sjálfsögðu eftirsóttari, ekki einungis í Bandaríkjunum held- ur einnig utan þeirra. Giroux vann til að mynda með einum sjö Nób- elsverðlaunahöfum þeim T.S. Eliot, Alexander Solzenitsyn, Isaac Bas- hevis Singer, Derek Walcot, William Golding, Seamus Heaney og Nadime Gordimer. Af þessum var einungis Eliot fæddur í Bandaríkjunum. Fann sig fljótt í bókmenntum Faðir Giroux var verkamaður og móðir hans kennari. Sjálfur hætti hann í skóla til að vinna fyrir sér sem blaðamaður í kreppunni miklu. Seinna fékk hann styrk til náms í Columbia-háskólanum þar sem hann ætlaði að leggja stund á nám í blaða- mennsku. Hann var þó fljótari að finna sig í bókmenntafræði og eftir það varð ekki aftur snúið. Það var Giroux sem kynnti Robert Lowell fyrir Esra Pound sem er ein- ungis eitt dæmi um það sem hann áorkaði án þess að mikið bæri á við að móta bókmenntasýn 20. aldar. Ritstjóri stórskálda Robert Giroux TVÍBURASYSTURNAR Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka í Þjóð- minjasafni Íslands kl. 14 í dag. Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem var stofnað haustið 2004. Þær hafa verið í samstarfi við Glófa, einn stærsta framleið- anda prjónavara á Íslandi, en þær hönnuðu munstur fyrir vörur úr íslenskri ull sem Glófi framleiðir. Hug- myndin að munstrinu er unnin út frá lakkrískon- fekti. Í dag verður einnig opnuð sýning í Þjóðminja- safninu á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Forseti Íslands opnar sýninguna kl. 16. Sýningar Lakkrís og ljósmyndun Gunnhildur og Bryn- hildur Þórðardætur. HINIR árlegu minning- artónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða haldnir í Hömr- um á Ísafirði á morgun, sunnu- dag, kl. 15. Tónleikarnir eru með miklum hátíðarbrag, en þar kemur fram Kamm- ersveitin Ás, sem lagt hefur áherslu á tónlist frá barokk- tímanum og leikur á upp- runaleg hljóðfæri. Á efnisskrá eru tvær kantötur og Brandenborgarkonsert nr. 6 eftir Bach, Svíta nr. 7 eftir J.C.F. Fischer og Kvintett op. 39 nr. 3 eftir Boccherini. Aðgangs- eyrir er 1.500 kr., 1.000 kr. fyrir lífeyrisþega en ókeypis fyrir skólafólk 20 ára og yngra. Tónleikar Barokksveit og söngur í Hömrum Ragnar H. Ragnar TÓNLEIKARÖÐIN Kristall- inn hefst í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins kl. 17 í dag, en yf- irskriftin er „bandarískt brass“. Þá koma fram hljóð- færaleikararnir Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Einar St. Jónsson á trompet, Emil Frið- finnsson á horn, Sigurður Þor- bergsson á básúnu og Tim Buzbee á túbu. Þeir félagarnir kalla sig Sönglúðra lýðveld- isins og koma stundum fram undir því heiti. Miðaverð er 1.700 kr. en 8.670 kr. ef miðar eru keyptir á alla sex tónleikana. Miða má nálgast á sinfonia.is, í miðasölu sveitarinnar í Háskólabíói, eða við inngang. Nánar á thjodmenning.is. Tónleikar Sönglúðrar lýðveld- isins í Kristalnum Sigurður Þorbergsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „BÍDDU, ég verð að ná mér í kaffi í bollann áður en við spjöllum, er það ekki í lagi?“ spyr Gerrit Schuil píanóleikari. Tilefni spjallsins er tónleikaröð í Kirkjuhvoli í Garðabæ sem hefst á morgun kl. 17, þegar Gerrit og Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran flytja söngva og aríur allt frá Mozart til Gershwins. „Ég byrjaði aftur með tónleikaröð í Garðabænum í fyrra eftir nokkurra ára hlé. Í fyrra gerði ég allt sjálfur og fékk stóran styrk frá Glitni, sem bjargaði öllu. En ég vil ekki hafa þá ábyrgð að þurfa að gera allt einn og sjá líka um peningamálin, þannig að ég talaði við bæjarstjórann í Garða- bæ því hann var mjög glaður að fá þessa tónleika aftur í Garðabæinn. Úr varð að nú er þetta samstarf við bæinn og menningarmálanefndina, sem sér um alla ytri stjórn. Ég er listrænn stjórnandi og þarf bara að hugsa um tónlistina og skrifa pró- grammnótur fyrir tónleikana. Það er mikil vinna samt.“ Gaman að vinna með nýju fólki Gerrit segir það hafa verið sér- staklega gaman að undirbúa tón- leikaröðina og setja saman dag- skrána. „Þetta er ungt fólk, og með flestum þeirra er ég að vinna í fyrsta sinn. Það er mjög spennandi og gaman fyrir mig,“ segir hann. Gerrit er þekktur að frábærum leik með söngvurum, en það er sjaldnar að í honum heyrist með hljóðfæraleikurum, þótt hann hafi vissulega sýnt þá hlið á sér líka. „Ég verð með tvo hljóðfæraleik- ara; Ara Þór Vilhjálmsson og Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur; tvo söngvara með blandaða efnisskrá, Huldu Björk og Gissur Pál Gissurarson, og tvo með ljóðaprógramm, Eyjólf Eyj- ólfsson og Ágúst Ólafsson, sem er snillingur í ljóðasöng.“ Það var ekkert sérstakt þema á bak við val þeirra sem koma fram með Gerrit, að hans sögn. Hann hef- ur fylgst með unga fólkinu koma fram á sjónarsviðið, en það hefur lengi verið á óskalista hans að spila með Bryndísi Höllu. „Það hefur bara aldrei tekist þar til nú. Við spiluðum reyndar saman í fyrsta sinn á kammermúsíkhátíð í Danmörku í fyrra og við fundum að við yrðum að gera eitthvað meira úr samstarfinu. Hulda Björk er líka búin að vera lengi á óskalistanum mínum. Ég spilaði með Gissuri svolítið rétt eftir að hann kom heim úr námi fyrir tveimur árum; ég var bara eitt vá! Svo söng hann svo frábærlega vel í Sálumessu Verdis í fyrra. Ég bað hann strax þá að syngja með mér og guði sé lof að hann var laus. Ég hlakka líka mjög mikið til að vinna með Ara Þór og Eyjólfi, sem ætlar að syngja söngva eftir Reynaldo Hahn sem heyrast sjaldan hér á landi. Ágúst söng með mér í fyrra, þannig að það verður bara ánægju- legt framhald nú. Þú sérð að ég hef verið mjög heppinn með fólk og efn- isskrá allra er mjög spennandi.“ Gerrit hélt sína fyrstu tónleikaröð í Kirkjuhvoli í Garðabæ veturinn 1997-8. Hún var tileinkuð afmæli Schuberts og tókst gríðarlega vel. „Kirkjuhvoll er fínn salur, með fínan hljómburð og góðan flygil og þar er alltaf stemning.“ Fyrir Gerrit er tónlistin ekki bara vinna. „Tónlistin er mér eins og ást- in. Án ástar er lífið algjörlega inn- antómt. Ég hef stundum sagt að nú sé komið nóg, en eftir tvo daga er það búið. Hér líður mér vel og ég á hér marga góða vini, og hvar annars staðar í heiminum væri hægt að búa til jafn skemmtilega tónleika?“ Tónlistin er eins og ástin  Gerrit Schuil með nýja tónleikaröð í Garðabæ  Leikur með Huldu Björk Garðarsdóttur í Kirkjuhvoli kl. 17 í dag  Ungt tónlistarfólk í öndvegi Morgunblaðið/Valdís Thor Í dag Gerrit og Hulda Björk flytja sönglög og aríur frá ýmsum tímum. ÉG er svo hamingjusamur yfir því að vera hér, og í þessum nýja og fína sal,“ segir píanóleikarinn Martin Berkofsky. Þeir Einar Jóhannesson klar- inettuleikari halda tónleika í Salnum í dag klukk- an 17. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson og Brahms. Auk þess leika þeir sitt einleiksverkið hvor; Einar eftir armensk-bandaríska tónskáldið Hovhaness en Berkofsky leikur píanósónötu eftir Beethoven. Margir Íslendingar muna eftir Berkofsky, sem bjó hér á landi um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og tók virkan þátt í tónlistarlífinu. Það var líka hér sem hann lenti í alvarlegu bílslysi árið 1982 og var í nokkurra mánaða endurhæfingu á Grensásdeildinni. Slysið breytti lífi hans. Eftir það hefur hann helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi; leikur ekki lengur fyrir launum, heldur rennur ágóðinn til góðgerðarmála. Hann starfrækir eigin góðgerðarstofnun og hleypur einnig maraþon, sem hann notar til að safna áheitum. „Hugmyndin fæddist á Grensásdeildinni,“ segir hann. „Það var talið að ég myndi ekki spila aftur, enda með handlegginn brotinn á átta stöðum og er ennþá með fullt af nöglum og skrúfum í lík- amanum. En mér var gefið annað tækifæri og ég vil nota það eins vel og ég get.“ Berkofsky hefur ekki leikið hér á landi „í mörg, mörg ár“, eins og hann segir. Þeir Einar hafa þó leikið saman erlendis og hljóðrituðu disk í Moskvu með tónlist eftir Brahms og Schubert. „Það var til styrktar munaðarleysingjahæli. Við lékum einnig á styrktartónleikum í Washington. Þá bauð Einar mér að leika hér. Ég er mjög ánægður með að vera kominn.“ efi@mbl.is Fékk annað tækifæri Morgunblaðið/Valdís Thor Martin og Einar „Það var talið að ég myndi ekki spila aftur,“ segir Martin meðal annars. Martin Berkofsky og Einar Jóhannesson í Salnum 25. október Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Ljóðasöngvar eftir Beethoven, Schubert og Reynaldo Hahn. 29. nóvember Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari. Verk eftir Mozart og Chausson og Kreutzer-sónata Beethovens. 28. febrúar Ágúst Ólafsson baríton. Ljóð eftir Schumann o. fl. 28. mars Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Sellósónata í A-dúr eftir Beethoven og fleira. 18. apríl Gissur Páll Gissurarson tenór. Ljóðasöngvar og óperuaríur. Gerrit Schuil í Garðabæ Ég geng út frá sögu sem fjallar um konu sem er allsber og á túr … 48 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.