Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is M ér líður mjög vel og tilveran er góð. Ég ætti kannski ekki að segja það sjálfur en mér finnst röddin líka vera ansi góð,“ segir Kristján Jóhanns- son stórsöngvari sem syngur nú í fyrsta sinn í Íslensku óperunni í Cavalleria Rusticana og Pagliacci við mikla hrifningu gesta. Hvað heldurðu að þú eigir eftir að syngja lengi opinberlega? „Mér líður í dag eins og ég gæti sungið tíu ár til viðbótar, en ætli ég syngi ekki þar til ég drepst, þó kannski ekki opinberlega. Æi, ég veit það ekki, en vonandi í mörg ár í við- bót. Nú er ég að breyta um, er að byrja að syngja í djöflaóperum, eins og ég kalla það, þar sem ég fer með hlutverk vondra karla. Ég er ekki lengur lover boy, það er komið að öðrum að taka að sér það hlutverk. Nú taka ungu strákarnir við.“ Glaðsinna en dreyminn Þú berð með þér að hafa mikið sjálfs- traust. Hefur það alltaf verið þannig? „Ég held að ég hafi nóg af sjálfstrausti. Ég er viss um að sumir taka sjálfstraustið fyrir hroka en ég er ekki hrokafullur. Ég er búinn að eiga mjög góða og nána vini í þrjátíu ár og þeir væru búnir að lesa yfir mér ef þeim þætti ég hrokafullur. Ég er náttúrlega gal- gopi og ætti stundum að vanda málfar mitt betur en það er sennilega of seint fyrir mig að læra það. Samt vona ég að ég hafi tekið einhverjum framförum með árunum. Ég er tiltölulega hugrakkur maður. Það þarf kjark til að vera óperusöngvari í þrjátíu ár. Mesti kjarkurinn fór í það að trúa að ég gæti orðið óperusöngvari því þar er ekkert gefið. Innst inni var ég viss um að mér myndi takast að ná takmarki mínu. Þegar ég var ungur drengur í barnaskól- anum á Akureyri nennti ég stundum ekki í skólann. Ég lagði af stað að heiman með skólatöskuna á bakinu en svo fór ég upp í brekkuna fyrir ofan leikhúsið á Akureyri og starði út á fjörðinn eða lagðist í grasið og horfði upp í himininn. Það var eitthvað þarna í eilífðinni sem gat þó ekki svarað mér og ég gat heldur ekki svarað sjálfum mér því ég vissi ekki hvers ég vildi spyrja. Þá strax var ég leitandi. Ég var glaðsinna en dreyminn og er raunar enn. Þegar ég var átta ára gamall söng ég á jólum opinberlega með pabba. Ég uppgötvaði ekki endilega þar að söngurinn væri líf mitt en þessi stund skipti samt miklu máli. Ég segi ekki að ég hafi þjáðst sem ung- ur maður á Akureyri en það var eitthvað sem vantaði í líf mitt sem var ekki í þeirri tilveru sem var þar. Ég varð að fara burt. Það var stór áfangi í lífi mínu þegar ég fór til New York og komst í áheyrnarprufu hjá New York City Opera árið 1982. Þarna mættu um fjörutíu ungir söngvarar, sem allir vildu syngja vel og vera ráðnir til starfa. Í áheyrnarprófi syngja menn venjulega eina til tvær aríur en ég var látinn syngja þrjár. Þegar ég var búinn las ég úr andliti hinna söngvaranna, sem sumir voru vinir mínir: Æ, honum tókst það! Og mér hafði tekist það. Hjá mörgum þeim sem þarna mættu og höfðu farið um langan veg var þessi ferð til Bandaríkjanna ekki til neins. Ég fann til með þeim. Ég gleymi því aldrei hvað það var dap- urlegt að horfa á þetta unga fólk og verða vitni að vonbrigðum þess. Ég var heppinn því mér hafði tekist það sem ég ætlaði mér.“ Skapstór maður Er líf óperusöngvarans ekki nokkuð sérstakt? „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera lista- maður. Ég lærði snemma að ég get ekki hag- að mér eins og ég myndi gera ef ég væri í venjulegu starfi. Ég get ekki setið með vin- um mínum fram á nótt heldur þarf ég að fara heim á undan þeim ef ég er með sýningar framundan. Ég þarf stöðugt að passa heils- una og að röddin sé í lagi. Mikilvægast er þó að heilabúið sé í lagi. Ég þarf að halda ein- beitingu. Hugur, sál og hjarta þurfa að vera samstillt.“ Hefurðu séð leiðinda stjörnustæla hjá óperustjörnum? „Já, elskan mín. Sumir ganga fyrir því! En flestir haga sér eins og almennilegar mann- eskjur. Ég hef kynnst yndislegu fólki á ferli mínum, Rostropovich stendur upp úr, hann og Galina, kona hans, voru stórar mann- eskjur.“ Ertu stælóttur listamaður? „Nei, ég vona ekki, en ég vil láta hlutina ganga og þeir eiga að vera í lagi. Ég er fag- maður og vil að allir standi sína pligt. Óp- eruheimurinn byggist á samvinnu. Ef einhver hagar sér ekki eins og hann ætti að gera þá bregst ég illa við og ég er skapstór maður. En það er ekki eins og þessir stjörnustælar séu alltaf viljandi. Taugaspenna getur leitt til þess að stundum haga stórstjörnur sér eins og hálfgerðir asnar og gera öðrum lífið leitt. Ég þekki nokkrar stjörnur sem tapa sér stundum en þegar allt kemur til alls þá bitn- ar það alltaf á þeim sjálfum. Um leið og þú ferð að sparka í stígvél og skó og öskra á búningahönnuði, sminkurnar og hár- kollumeistarana þá ertu að gera mikil mistök. Þetta er fólkið sem þú þarft á að halda og það vitlausasta sem þú gerir er að fá það upp á móti þér. Vinkona mín, frábær söngkona, og á tíma- bili flottasti sópran veraldar, Aprile Millo, er yndisleg og það er næstum því hægt að fyr- irgefa henni hvað sem er. Hún átti það hins vegar til að fá alla upp á móti sér. Hún sá reyndar alltaf þegar mér mislíkaði framkoma hennar og þá bakkaði hún. En þegar tauga- spennan varð til þess að hún sýndi stjörnu- stælana þá þurfti hún alltaf að borga fyrir þá sjálf með gráti og gnístran tanna. En Aprile er fín manneskja og hefur húmor. Eitt sinn sem oftar sungum við saman í óperu á Met- ropolitan. Óvenjumargir íslenskir gestir komu að hitta mig í búningsherbergi mínu og það var mikil mannþröng á ganginum en enginn stóð við búningsherbergið hennar sem var á sama gangi. Aprile kom í gættina nokkrum sinnum og kíkti út en í þriðja sinn kom hún út á ganginn og kallaði hlæjandi: „Halló, ég á íslenska frænku.“ Svo fór hún bara aftur inn í búningsherbergið sitt. Tengdamömmu fannst þetta skemmtilegt og bankaði uppá hjá henni. Aprile opnaði og tengdamama sagði: „Sæl, ég heyrði að þú ættir íslenska frænku.“ Úr þessu urðu kossar til hægri og vinstri.“ Áttu marga vini í óperuheiminum? „Bestu vinir mínir í óperuheiminum eru þeir sem syngja minni hlutverkin. Þeir sem hefðu viljað vera í mínum sporum. Ég virði þá og næ alltaf vinskap við þá hvar sem er í heiminum vegna þess að ég er bara eins og ég er. Ég er kannski að syngja Radames í Aidu og besti vinur minn í sýningunni er söngvarinn sem syngur hlutverk sendiboð- ans. Ég er ekkert æðri honum þótt almættið hafi hugsanlega gefið mér betri rödd.“ Þú nefndir almættið, ertu trúaður? „Ég ræði gjarnan við Guð. Hann hefur bæði verið mér góður og síðan látið höggin ríða nokkrum sinnum. En þegar upp er stað- ið held ég að við séum bara nokkuð sáttir.“ „Láttu mig niður!“ Þú hefur ekki sungið í nokkur ár í Metropolitan. Af hverju er það? „Það er saga að segja frá því. Næstæðsti maður Metropolitan heitir Jonathan Frend og er listrænn ráðunautur hússins. Í lok sýn- ingar stendur hann stundum bak við tjöldin Er bara eins og ég er Hugrekki „Mesti kjarkurinn fór í það að trúa að ég gæti orðið óperusöngvari því þar er ekkert gefið.“ » Bestu vinir mínir í óperuheiminum eruþeir sem syngja minni hlutverkin. Þeirsem hefðu viljað vera í mínum sporum. Ég virði þá og næ alltaf vinskap við þá hvar sem er í heiminum vegna þess að ég er bara eins og ég er. Ég er kannski að syngja Radames í Aidu og besti vinur minn í sýningunni er söngvarinn sem syngur hlutverk sendiboðans. Ég er ekkert æðri honum þótt almættið hafi hugsanlega gefið mér betri rödd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.