Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 11
FRÉTTIR
– bankinn þinn
vaxtaauki!
Allt að vextir ...
...
16,85%
+10%
*S
am
kv
æ
m
t
gi
ld
an
di
va
xt
at
öf
lu
SP
RO
N
21
.s
ep
t.
20
08
.V
ax
ta
au
ki
nn
le
gg
st
in
n
á
re
ik
ni
ng
in
n
um
næ
st
u
ár
am
ót
.
Nýttu þér þetta TILBOÐ og
stofnaðu reikning á spron.is
Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu
fyrir 3. nóvember nk. fá um næstu áramót
10% vaxtaauka á áunna vexti*
KRISTINN H.
Gunnarsson, al-
þingismaður og
þingflokks-
formaður Frjáls-
lynda flokksins,
telur sjálfsagt að
flokksmenn ræði
saman og reyni
að útkljá deilu-
efni sín. Málin
batni lítið við að
reyna að útkljá þau í fjölmiðlum og
bera fjarstadda menn sökum, hvort
heldur á miðstjórnarfundi eða fé-
lagsfundi. „Það er ekki leiðin til
þess að lægja öldur,“ sagði Kristinn
í samtali við mbl.is í gær.
Kristinn var ekki á fundinum sem
Reykjavíkurfélög flokksins boðuðu
til í fyrrakvöld. Þar var m.a. deilt
hart á framgöngu hans. Spurður
um viðbrögð við því kvaðst Kristinn
ekkert hafa að segja um það sem
hann ekki heyrði.
Kristinn sagði að þeir sem vildu
gætu tekið málin upp við sig. Það
hafi enginn gert hingað til. Fljót-
lega verða haldnir fundir bæði í
þingflokknum og í miðstjórn. Þar
muni mönnum gefast tækifæri til
þess að ræða þessi mál.
Ekki leið
til að lægja
öldur
Þingflokkur og mið-
stjórn funda brátt
Kristinn H.
Gunnarsson
KAFARAR frá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins komu böndum á
trilluna Faxa RE 147 þar sem hún
hékk í landfestunum við smábáta-
bryggjuna víð Ægisgarð í Reykja-
víkurhöfn í gær. Trillan sem er um
5 tonn var búin að taka inn á sig of
mikinn sjó til að hægt væri að dæla
upp úr henni og var því brugðið á
það ráð að koma á hana böndum og
láta dráttarbátinn Magna lyfta
henni en hann er útbúinn krana.
Um skeið var óttast að olía læki
úr trillunni og því sendi slökkviliðið
bíl með mengunarvarnarbúnaði á
staðinn en Magni hífði hana upp áð-
ur en til þess kom. dagur@mbl.is
Trilla sökk
í Reykjavík
Sökk Kraninn á Magna kom að góð-
um notum við björgun Faxa.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
Elva@mbl.is
TJÓN af völdum óveðurs hjá Sjóvá
hafa í ár verið töluvert umfram með-
altal síðasta áratugar. Þá hefur
tjónatíðnin vaxið umtalsvert á
skömmum tíma. Meðaltal síðustu
þriggja ára er um 250 tjón á ári en
þau voru um 130 að meðaltali áratug-
inn þar á undan, að því er fram kem-
ur í upplýsingum frá fyrirtækinu. Í
ár eru tjónin orðin 264 talsins.
Geirarður Geirarðsson, forstöðu-
maður á tjónasviði hjá Sjóvá, segir að
séu þessi mál skoðuð á heimsvísu
komi í ljós að nýlega hafi orðið mikil
tjón vegna óveðurs og náttúruham-
fara. „Ef við skoðum þetta á heims-
vísu má til dæmis nefna að [fellibyl-
urinn] Katrína, sem reið yfir árið
2005, er metinn á 90 billjónir doll-
ara,“ segir hann, en helstu óveðurs-
tjón á heimsvísu verði vegna storms.
Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá
voru tjón af völdum náttúruhamfara í
heiminum í fyrra tíðari og alvarlegri
en oft áður. Áætlaður kostnaður
tryggingafélaga af ofsaveðri í norð-
anverðri Evrópu í janúar í fyrra nam
tæplega 6 milljörðum dollara. Þór
Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir að
fyrir lok þessarar aldar sé áætlað að
óveðurstjón muni tvöfaldast og alvar-
leikinn verða meiri.
Áhrif breytinga á Ísland
Í næstu viku stendur Sjóvá ásamt
Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir
málþingi um loftslagsbreytingar af
mannavöldum og áhrif þeirra. Þór
segir að hafið sé yfir vafa að verði sú
hlýnun sem átt hafi sér stað látin af-
skiptalaus hafi það í för með sér
miklar neikvæðar afleiðingar fyrir
allt mannkyn.
Hnattræn hlýnun á síðustu öld var
0,7 °C. Í nýlegri skýrslu vísinda-
nefndar loftslagsbreytinga, sem unn-
in var fyrir umhverfisráðuneytið,
segir að mjög líklegt sé að aukning
gróðurhúsalofttegunda vegna at-
hafna mannkyns valdi megninu af
þessari hlýnun.
Líkönum beri saman um að á
næstu áratugum muni ársmeðalhiti
jarðarinnar hækka til jafnaðar um
0,2°C á áratug. Það fari eftir losun
gróðurhúsalofttegunda hversu mikið
hlýni til loka aldarinnar, en ólíkar
forsendur geri ráð fyrir hlýnun frá
1,5°C til 4,5°C.
Í skýrslunni er bent á að hlýnunin
muni hafa víðtæk áhrif á nátt-
úruþætti: Hafísþekja og snjóhula
minnki, jöklar hopi og afrennsli jök-
uláa breytist. Þá muni aukin tíðni
þurrka og flóða sums staðar hafa
neikvæð áhrif á ræktun og fæðu-
framleiðslu.
Geirarður segir algengast að tjón
verði vegna gífurlegs vindhraða, en
stundum vegna vatnsveðurs sem
jafnan fylgi. Til að óveðurstjón fáist
bætt þarf vindur að fara yfir ákveðin
viðmið, 28,5 metra á sekúndu. Slíkt
óveður hafi nokkrum sinnum orðið í
fyrra. Ekki fáist þó öll tjón bætt, þar
eð ekki sé tryggt vegna margra
þeirra.
Morgunblaðið/Kristinn
Tjón í roki Björgunarsveitir berjast við að festa niður kerru í óveðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í febrúar síðastliðnum.
Fleiri óveðurstjón
Kostnaður tryggingafélaga vegna náttúruhamfara mikill undanfarin ár Meðal-
tal tilkynntra tjóna hjá Sjóvá síðustu þrjú ár mun hærra en áratuginn á undan
%
& '(&
&
)* &+
, & (&
&) &( &%&*&+&&&&$$$$$,$$%
„Síðasti vetur var
klárlega illviðra-
samur og það gengu
yfir hér nokkur
slæm illviðri,“ segir
Einar Sveinbjörns-
son um nýleg óveð-
ur við landið. Haust-
ið í fyrra hafi verið
sérlega vætusamt
og talsvert um stór-
rigningar frá sept-
ember og fram yfir jól, en svipað haust-
veður virðist vera uppi á teningnum í ár,
a.m.k. um landið sunnanvert þar sem
mikið hefur rignt í septembermánuði.
Einar segir hins vegar að frá árinu
2003, að undanskildu því síðasta, hafi
vetur verið fremur mildir og snjólitlir.
Einar segir að þegar kemur að veð-
urfari sé erfitt að segja til um hvað sé
hluti af sveiflum og hvað varanleg hlýnun
loftslags. Menn hallist að því að skýra
vetur eins og þann síðasta með almenn-
um breytileika. „En ef óvenjulegir hlutir
fara að endurtaka sig aftur og aftur og
yfir lengra tímabil, þá ýtir það undir
skoðanir um varanlegar loftslagsbreyt-
ingar,“ segir hann.
Sveiflur eða
varanleg hlýnun?
Einar
Sveinbjörnsson