Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is FRAMFARIR í tækni, þar á meðal tækni til samskipta, ásamt skilvirkari stjórnunarháttum, eru atriði sem Sameinuðu þjóðirnar geta nýtt sér svo þær séu betur búnar undir verk- efni 21. aldarinnar. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York síðdegis í gær. „Sameinuðu þjóðirnar eru langt frá því að vera fullkomnar en hlutverk þeirra í alþjóðlega kerfinu er óum- deilt og ómissandi,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði fara vel á því að þau sem þarna væru saman komin nú hefðu framsýni og hugrekki til að taka skref í þá átt að hægt yrði að tala um 21. öldina sem öld Samein- uðu þjóðanna. Hann vakti máls á loftslagsbreyt- ingum og tengdi þá umræðu orku- málum. „Það þarf sameiginlegt átak al- þjóðasamfélagsins til að vinna gegn þeim ógnum sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Starfsystkin mín frá litlum eyríkjum í þróunarlönd- unum og mörgum fátækum þróun- arríkjum hafa oft bent á hve hættan er mikil. Þau eru í fremstu víglínu, berskjölduð og viðkvæm fyrir vax- andi afleiðingum loftslagsbreytinga. En að lokum munum við öll verða fyr- ir áhrifum þessa. […] Aðeins með því að bjóða upp á aðra orkugjafa, sem eru skilvirkir og hagkvæmir, verður hægt að losa þjóðir heims undan því að vera háðar jarðefnaeldsneyti. Ís- land nýtur þeirrar gæfu að eiga gnægð af vatnsorku og jarðhita og hefur þegar náð því marki að 80% orkuneysla þjóðarinnar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöf- um. Þeirri þekkingu og tækni sem við eigum í þessum efnum hefur verið deilt með þróunarríkjum og Íslend- ingar eru hreyknir af því að hýsa Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.“ Þá sagði forsætisráðherra að ís- lensk stjórnvöld myndu halda áfram að boða jafnrétti kynjanna á al- þjóðavettvangi. Hann sagði að heim- urinn í dag hefði hafnað misrétti í garð ólíkra kynþátta og að tími væri kominn til að kynbundið misrétti yrði einnig talið óviðunandi um allan heim. Reynir á tækifæri smærri ríkja Að lokum vék hann máls á fram- boði Íslands til öryggisráðs SÞ. Hann tók fram að framboðið hefði fullan stuðning hinna Norðurlandanna og hét því að næði Ísland kjöri, yrði unn- ið samkvæmt því fordæmi og þeirri sterku hefð sem Norðurlöndin hefðu sett með setu sinni í ráðinu. „Við sækjumst eftir þessu sæti sem lýðræðisríki sem á ekki í deilum við önnur ríki; ríki sem hefur í gegn- um tíðina leyst deilur sínar með frið- sömum hætti; ríki sem virðir mann- réttindi; ríki sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni og getur því nálgast málefni með ákveðinni hlut- lægni. Hér reynir líka á hvort smærri ríki innan vébanda okkar, frá hvaða heimshluta sem er, fái tækifæri til að sitja í öryggisráðinu, og það er nokk- uð sem styrkir lögmæti þess.“ SÞ eru ekki fullkomnar en ómissandi Funduðu Geir H. Haarde og Ban Ki- moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ. Eftir Ágúst I. Jónsson aij@mbl.is SKIPULAGSRÁÐ er með til með- ferðar breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Klappar- stíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í greinargerð kemur fram að á svæð- inu verða verslanir, skrifstofur, veit- ingastaðir og sjö hæða hótel. Einnig er gert ráð fyrir stóru torgi eða garði inn á milli húsanna. Það er fasteignafyrirtækið Festar sem vinnur að uppbyggingu á reitnum. Ætlunin er að gera upp að hluta til Laugaveg 17. Laugavegur 21, þar sem verslunin Hljómalind var áður, verður einnig gerður upp og látinn halda hlutverki sínu. Á milli þeirra húsa verður reist nýbygging með gömlum formum við Laugaveg 19. Nýtt hús verður byggt við Klapp- arstíg þar sem áður voru Sirkus og skrifstofur Eve Online við Klapp- arstíg 28 og 30. Festar eiga ekki húsin við Lauga- veg 13 og 15, þar sem m.a. eru til húsa skartgripaverslun og úrsmíða- meistari og Spilabúð Magna var áð- ur, og Klapparstíg 26, þar sem Hótel Klöpp er. Verslanir og þjónusta á jarðhæð allra bygginga Verslanir og þjónusta eru á jarð- hæð allra bygginga í tillögunni. Heimilt er einnig að hafa verslanir í kjallara og á annarri hæð bygginga. Lagt er til að inni á reitnum verði torg í skjóli fyrir vindum og bílaum- ferð með kaffihúsum, veitingastöð- um og verslunum. Á torginu er mikil áhersla lögð á skjólgott og sólríkt útirými. Möguleiki er á upphitun í þessu rými þannig að gestir og gangandi geti notið miðbæjarlífsins allt árið um kring. Stór inngangur verður inn á torg- ið frá Laugaveginum, við hliðina á Hljómalind, en lögð er áhersla á gott aðgengi og verða alls fimm inn- gönguleiðir á torgið. Við Hverfisgötu og Smiðjustíg er gert ráð fyrir hótelbyggingu og verður gestamóttakan á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Á þessu horni er byggingin gerð eins gegnsæ og kostur er til að sjónlínur haldist upp nálægar götur og í gegnum hana að torginu. Sjötta og sjöunda hæð eru dregnar nokkuð inn frá götu sem gerir það að verkum að gangandi vegfarendur skynja bygg- inguna lægri. Á sjöundu hæð er hugsaður veitingastaður með þak- garði og útsýni yfir að nýju menn- ingarhúsi og höfninni. Fjárfest til framtíðar Markmið Festa er að eiga og reka nýbyggingarnar á reitnum og í ljósi þeirrar stefnu er fjárfest til fram- tíðar en ekki til skamms tíma, segir í greinargerð með tillögunni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að fram- kvæmdatími verði um 3 ár. Árið 2007 voru þrjár arkitekta- stofur fengnar til að vinna hönn- unarhugmyndir að uppbyggingu á reitnum og síðastliðið vor tók skipu- lagsráð Reykjavíkurborgar afstöðu til þess hver þeirra félli ráðinu best til áframhaldandi vinnu við þróun nýs deiliskipulags fyrir reitinn. Til- laga að breytingu á deiliskipulagi á reitnum var lögð inn sem erindi til skipulagsyfirvalda fyrr í þessum mánuði og er það arkitektastofan arkitektur.is sem vann tillöguna. Laugavegur Sérhannaður gróðurveggur setur svip á gaflana við aðalinnganginn á torgið. Upphitað torg og sjö hæða hótel  Skipulagsráð fjallar um tillögur að Hljómalindarreitnum  Áhersla á gott aðgengi inn á torgið  Uppbygging Festa á reitnum taki 3 ár  Hljómalindarhúsið og húsið við Laugaveg 17 standa áfram Tillaga Hljómalindarreiturinn afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Fremst á myndinni er Hljómalindarhúsið, sem verður áfram á sínum stað og sömuleiðis húsið við Laugaveg 17. Efst er hótelið. Festar ehf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í þróun fast- eignaverkefna og útleigu með áherslu á miðborg Reykjavíkur. Félagið á allan Hljómalind- arreitinn að frátöldum Lauga- vegi 13 og 15 og Klapparstíg 26. Einnig eiga og reka Festar fasteignir á stórum hluta á reitnum á milli Klapparstígs og Vatnsstígs. Fyrirtækið var með uppbygg- ingu á Ölgerðarreitnum, sem var tilnefnd til íslensku bygg- ingalistaverðlaunanna í fyrra. Markmið Festa er að taka þátt í því að marka nýtt upphaf fjölbreyttrar verslunar, þjón- ustu og mannlífs í miðborginni í sátt við umhverfið sem fyrir er. Áhersla er lögð á að öll upp- bygging, bæði endurbætur á húsum og nýbyggingar, verði eins vönduð og kostur er. Áhersla Festa á miðborgina Torgið Kaffihús, veitingastaðir, verslanir og gott aðgengi einkenna garðinn á milli húsanna. Teikning/arkitektur.is Geir H. Haarde forsætisráð- herra átti í gær fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmda- stjóra SÞ, í New York. Þeir ræddu m.a. um alþjóðleg við- brögð við afleiðingum loftlags- breytinga og framboð Íslands til setu í öryggisráðið. Ban Ki- moon þáði boð forsætisráð- herra um að heimsækja Ísland þegar tækifæri gæfist. Þáði heimboðiðForsætisráðherra hélt ræðu á allsherjarþingi SÞ í New York í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.