Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 4

Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is FRAMFARIR í tækni, þar á meðal tækni til samskipta, ásamt skilvirkari stjórnunarháttum, eru atriði sem Sameinuðu þjóðirnar geta nýtt sér svo þær séu betur búnar undir verk- efni 21. aldarinnar. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York síðdegis í gær. „Sameinuðu þjóðirnar eru langt frá því að vera fullkomnar en hlutverk þeirra í alþjóðlega kerfinu er óum- deilt og ómissandi,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði fara vel á því að þau sem þarna væru saman komin nú hefðu framsýni og hugrekki til að taka skref í þá átt að hægt yrði að tala um 21. öldina sem öld Samein- uðu þjóðanna. Hann vakti máls á loftslagsbreyt- ingum og tengdi þá umræðu orku- málum. „Það þarf sameiginlegt átak al- þjóðasamfélagsins til að vinna gegn þeim ógnum sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Starfsystkin mín frá litlum eyríkjum í þróunarlönd- unum og mörgum fátækum þróun- arríkjum hafa oft bent á hve hættan er mikil. Þau eru í fremstu víglínu, berskjölduð og viðkvæm fyrir vax- andi afleiðingum loftslagsbreytinga. En að lokum munum við öll verða fyr- ir áhrifum þessa. […] Aðeins með því að bjóða upp á aðra orkugjafa, sem eru skilvirkir og hagkvæmir, verður hægt að losa þjóðir heims undan því að vera háðar jarðefnaeldsneyti. Ís- land nýtur þeirrar gæfu að eiga gnægð af vatnsorku og jarðhita og hefur þegar náð því marki að 80% orkuneysla þjóðarinnar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöf- um. Þeirri þekkingu og tækni sem við eigum í þessum efnum hefur verið deilt með þróunarríkjum og Íslend- ingar eru hreyknir af því að hýsa Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.“ Þá sagði forsætisráðherra að ís- lensk stjórnvöld myndu halda áfram að boða jafnrétti kynjanna á al- þjóðavettvangi. Hann sagði að heim- urinn í dag hefði hafnað misrétti í garð ólíkra kynþátta og að tími væri kominn til að kynbundið misrétti yrði einnig talið óviðunandi um allan heim. Reynir á tækifæri smærri ríkja Að lokum vék hann máls á fram- boði Íslands til öryggisráðs SÞ. Hann tók fram að framboðið hefði fullan stuðning hinna Norðurlandanna og hét því að næði Ísland kjöri, yrði unn- ið samkvæmt því fordæmi og þeirri sterku hefð sem Norðurlöndin hefðu sett með setu sinni í ráðinu. „Við sækjumst eftir þessu sæti sem lýðræðisríki sem á ekki í deilum við önnur ríki; ríki sem hefur í gegn- um tíðina leyst deilur sínar með frið- sömum hætti; ríki sem virðir mann- réttindi; ríki sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni og getur því nálgast málefni með ákveðinni hlut- lægni. Hér reynir líka á hvort smærri ríki innan vébanda okkar, frá hvaða heimshluta sem er, fái tækifæri til að sitja í öryggisráðinu, og það er nokk- uð sem styrkir lögmæti þess.“ SÞ eru ekki fullkomnar en ómissandi Funduðu Geir H. Haarde og Ban Ki- moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ. Eftir Ágúst I. Jónsson aij@mbl.is SKIPULAGSRÁÐ er með til með- ferðar breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Klappar- stíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í greinargerð kemur fram að á svæð- inu verða verslanir, skrifstofur, veit- ingastaðir og sjö hæða hótel. Einnig er gert ráð fyrir stóru torgi eða garði inn á milli húsanna. Það er fasteignafyrirtækið Festar sem vinnur að uppbyggingu á reitnum. Ætlunin er að gera upp að hluta til Laugaveg 17. Laugavegur 21, þar sem verslunin Hljómalind var áður, verður einnig gerður upp og látinn halda hlutverki sínu. Á milli þeirra húsa verður reist nýbygging með gömlum formum við Laugaveg 19. Nýtt hús verður byggt við Klapp- arstíg þar sem áður voru Sirkus og skrifstofur Eve Online við Klapp- arstíg 28 og 30. Festar eiga ekki húsin við Lauga- veg 13 og 15, þar sem m.a. eru til húsa skartgripaverslun og úrsmíða- meistari og Spilabúð Magna var áð- ur, og Klapparstíg 26, þar sem Hótel Klöpp er. Verslanir og þjónusta á jarðhæð allra bygginga Verslanir og þjónusta eru á jarð- hæð allra bygginga í tillögunni. Heimilt er einnig að hafa verslanir í kjallara og á annarri hæð bygginga. Lagt er til að inni á reitnum verði torg í skjóli fyrir vindum og bílaum- ferð með kaffihúsum, veitingastöð- um og verslunum. Á torginu er mikil áhersla lögð á skjólgott og sólríkt útirými. Möguleiki er á upphitun í þessu rými þannig að gestir og gangandi geti notið miðbæjarlífsins allt árið um kring. Stór inngangur verður inn á torg- ið frá Laugaveginum, við hliðina á Hljómalind, en lögð er áhersla á gott aðgengi og verða alls fimm inn- gönguleiðir á torgið. Við Hverfisgötu og Smiðjustíg er gert ráð fyrir hótelbyggingu og verður gestamóttakan á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Á þessu horni er byggingin gerð eins gegnsæ og kostur er til að sjónlínur haldist upp nálægar götur og í gegnum hana að torginu. Sjötta og sjöunda hæð eru dregnar nokkuð inn frá götu sem gerir það að verkum að gangandi vegfarendur skynja bygg- inguna lægri. Á sjöundu hæð er hugsaður veitingastaður með þak- garði og útsýni yfir að nýju menn- ingarhúsi og höfninni. Fjárfest til framtíðar Markmið Festa er að eiga og reka nýbyggingarnar á reitnum og í ljósi þeirrar stefnu er fjárfest til fram- tíðar en ekki til skamms tíma, segir í greinargerð með tillögunni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að fram- kvæmdatími verði um 3 ár. Árið 2007 voru þrjár arkitekta- stofur fengnar til að vinna hönn- unarhugmyndir að uppbyggingu á reitnum og síðastliðið vor tók skipu- lagsráð Reykjavíkurborgar afstöðu til þess hver þeirra félli ráðinu best til áframhaldandi vinnu við þróun nýs deiliskipulags fyrir reitinn. Til- laga að breytingu á deiliskipulagi á reitnum var lögð inn sem erindi til skipulagsyfirvalda fyrr í þessum mánuði og er það arkitektastofan arkitektur.is sem vann tillöguna. Laugavegur Sérhannaður gróðurveggur setur svip á gaflana við aðalinnganginn á torgið. Upphitað torg og sjö hæða hótel  Skipulagsráð fjallar um tillögur að Hljómalindarreitnum  Áhersla á gott aðgengi inn á torgið  Uppbygging Festa á reitnum taki 3 ár  Hljómalindarhúsið og húsið við Laugaveg 17 standa áfram Tillaga Hljómalindarreiturinn afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Fremst á myndinni er Hljómalindarhúsið, sem verður áfram á sínum stað og sömuleiðis húsið við Laugaveg 17. Efst er hótelið. Festar ehf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í þróun fast- eignaverkefna og útleigu með áherslu á miðborg Reykjavíkur. Félagið á allan Hljómalind- arreitinn að frátöldum Lauga- vegi 13 og 15 og Klapparstíg 26. Einnig eiga og reka Festar fasteignir á stórum hluta á reitnum á milli Klapparstígs og Vatnsstígs. Fyrirtækið var með uppbygg- ingu á Ölgerðarreitnum, sem var tilnefnd til íslensku bygg- ingalistaverðlaunanna í fyrra. Markmið Festa er að taka þátt í því að marka nýtt upphaf fjölbreyttrar verslunar, þjón- ustu og mannlífs í miðborginni í sátt við umhverfið sem fyrir er. Áhersla er lögð á að öll upp- bygging, bæði endurbætur á húsum og nýbyggingar, verði eins vönduð og kostur er. Áhersla Festa á miðborgina Torgið Kaffihús, veitingastaðir, verslanir og gott aðgengi einkenna garðinn á milli húsanna. Teikning/arkitektur.is Geir H. Haarde forsætisráð- herra átti í gær fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmda- stjóra SÞ, í New York. Þeir ræddu m.a. um alþjóðleg við- brögð við afleiðingum loftlags- breytinga og framboð Íslands til setu í öryggisráðið. Ban Ki- moon þáði boð forsætisráð- herra um að heimsækja Ísland þegar tækifæri gæfist. Þáði heimboðiðForsætisráðherra hélt ræðu á allsherjarþingi SÞ í New York í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.