Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 13 FRÉTTIR OG ENGIN FÆRSLUGJÖLD www.nb.is M iðast við m eðal-yfirdráttarvexti á sam bæ rilegum reikningum . Kynntu þér málið og sæktu um á www.nb.is eða hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 550 1800. Nýir viðskiptavinir Netbankans sem sækja um debetkort án færslu- og árgjalda, fá 18,45% yfirdráttarvexti fyrstu 6 mánuðina sem þeir eru í viðskiptum. Að auki býðst nýjum viðskiptavinum almennt e-Vildarkort án árgjalds fyrsta árið. FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FRÁ því að ný lög um raforku- markaðinn tóku gildi hafa fáir not- endur nýtt sér heimild til að skipta um sölufyrirtæki. Á síðasta ári var það vel innan við 1% af öllum notendum sem nýtti sér þessa heimild og aðallega eru þetta stærri notendur sem eru meira en 100 kW afl á ári og geta leitað magntilboða hjá orkusölufyrirtækj- unum. Getur munað þar töluverð- um upphæðum. Hinn almenni notandi hefur hins vegar ekki ennþá séð sér hag í því að skipta um söluaðila en verð- kannanir ASÍ sýna að verðmun- urinn fyrir meðalheimili er 2-3 þús. kr. á ári milli lægsta og hæsta sölu- taxta. Þannig gæti það munað nærri 2 þús. kr. á ári fyrir raðhús- eiganda á Ísafirði að kaupa orkuna af Rafveitu Reyðarfjarðar frekar en Orkubúi Vestfjarða. Með markaðsvæðingu raforku- kerfisins var öllum gefinn kostur á að velja sér söluaðila. Raforkunot- endur eru hins vegar bundnir við að eiga viðskipti við dreifiveitu á viðkomandi svæði fyrir flutning og dreifingu orkunnar. Markaðsvæð- ingin var innleidd í þremur skref- um. Hinn 1. júlí 2003 gátu stórnot- endur, sem notuðu meira en 100 gígavattstundir af raforku, valið sér orkusala og 1. janúar 2005 gátu þeir sem voru aflmældir og notuðu meira en 100 kW afl gert slíkt hið sama. Ári síðar var raforkumark- aðurinn síðan opnaður fyrir alla notendur. Fyrsta heila árið sem allur mark- aðurinn var opinn, eða 2006, nýttu 0,35% orkunotenda sér heimild til að skipta og í samanburði við flest önnur Norðurlönd er það mjög lítið hlutfall. Danir hafa verið lítið dug- legri, eða 1,5%, og hlutfallið sama ár var 3,9% hjá Finnum og 7,8% hjá Svíum. Norðmenn eru dugleg- astir hvað þetta varðar, enda hefur markaðurinn verið opinn lengst, eða frá 1990. Þrýstingur með skiptum Allt síðasta ár var skipt um orku- sölufyrirtæki á um 790 afhending- arstöðum hjá 273 lögaðilum, sam- kvæmt upplýsingum frá Netorku, þar af í 656 skipti hjá stærri not- endum. Það sem af er þessu ári hafa 194 lögaðilar skipt um orku- sala á 379 afhendingarstöðum, í langflestum tilvikum fyrirtæki og stórnotendur. Ívar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, fylgist með fram- kvæmd raforkulaganna. Hann segir ávinninginn mun meiri fyrir stærri notendur að leita tilboða og skipta um fyrirtæki. Hins vegar geti skap- ast þrýstingur á orkufyrirtækin ef almennir notendur fara í auknum mæli að skipta um orkusala. Misheppnuð markaðsvæðing?  Fáir orkunotendur hafa skipt um orkusala frá því að ný lög tóku gildi á raforkumarkaðnum  Frekar að stærri notendur skipti en hinn almenni neytandi  Verðmunur á ári 2-3 þús. kr. fyrir meðalheimili Morgunblaðið/RAX Raforka Níu aðilar hafa heimild iðnaðarráðherra til að selja raforku en notendur eru bundnir við að eiga viðskipti við dreifiveitu á viðkomandi svæði varðandi flutning og dreifingu raforkunnar. Fáir kaupendur eru að skipta.                     -         - ./ &  & 0&1  &  0%1  &  &( ,, +) %$  &( $+( %$ +% +* #  -   ./ 0   1   2"#  " &) &, 3 "0  1    2 &( &) &( &% &,     Í HNOTSKURN »Í skýrslu um raforkumark-aðinn á Alþingi haustið 2007 sagði iðnaðarráðherra að verðvitund neytenda væri „mesta vandamál“ smásölu á norrænum markaði. »Ráðherra sagði stóranhluta íslenskra orkufyr- irtækja vera í einkaleyfis- starfsemi sem gæti hindrað samkeppni þeirra á milli. RAFVEITA Reyðarfjarðar er sá orkusali sem kemur yf- irleitt best út í öllum verðsamanburði, þó að ekki muni kannski mörgum krónum. Sigfús Þórir Guðlaugsson raf- veitustjóri segir þá stöðu ekki hafa skilað sér í mörgum nýjum viðskiptavinum, eitthvað hafi verið um fyrir- spurnir á sínum tíma en lítið um skipti yfir. Enda sé veit- an það lítil, og yfirbyggingin engin, að hún einbeiti sér að því að þjónusta sína heimabyggð. Rafveitan hafi t.d. ekki verið að eltast við útboð stóru fyrirtækjanna. Þar sé samkeppnin einna helst að virka. „Hinn almenni neyt- andi er ekki að spá í einhvern þúsundkall á ári, menn kaupa sér tvær kók og þá er munurinn farinn,“ segir Sigfús og telur vandann frekar vera litla samkeppni í heildsölu. Þar séu fá- ir stórir aðilar á markaðnum og þyrftu að vera fleiri. „Kerfið virkar bara því miður ekki ennþá, hvað sem síðar gerist. Við megum heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir allt er rafmagnið hér á landi ódýrt. Álagningin er lítil og rafveiturnar taka ekki inn peninga á söluþættinum. Kannski skiluðu nýju lögin sér í því að menn halda í við sig með verðlagninguna.“ Vantar samkeppni í heildsölu Sigfús Þórir Guðlaugsson VERÐLAGSEFTIRLIT ASÍ hefur fylgst vel með raf- orkumarkaðnum frá því að nýju lögin tóku gildi. Henný Hinz, hagfræðingur hjá eftirlitinu, segir að hinn almenni neytandi hafi ekki haft hag af því að skipta um orkusölu- fyrirtæki, það svari einfaldlega ekki kostnaði eða muni svo litlu að það sé ekki fyrirhafnarinnar virði. „Einnig er af því nokkurt óhagræði að fá greiðsluseðil frá tveimur mismunandi aðilum fyrir raforku, það gerir alla yfirsýn neytandans verri og erfiðara að átta sig á heildarkostn- aðinum,“ segir Henný og bendir einnig á að þetta sé ekki markaður sem neytendur séu vanir að versla á, um flók- inn markað geti verið að ræða. „Gjaldskrár eru víða flóknar og óaðgengi- legar og þegar við bætist lítill eða enginn fjárhagslegur hvati af því að skipta þá hafa mjög fáir fyrir því. Það má einnig spyrja hvers vegna enginn söluaðili á þessum markaði hafi séð hag í því að lækka verðið þannig að það klárlega borgi sig fyrir fólk að flytja viðskipti sín og auglýsa það upp. Vilja raforkusalar ekki nýja viðskiptavini?“ spyr Henný Hinz hjá ASÍ. Sjá sér ekki hag í að skipta Henný Hinz        !  2&   $2&23 ) 45    &2&0  $+/' &  789&&+:  $2& / 23 $  46789&&+:  $  467  +:  $+/' &  7  +:  '   4                           3    5   6      ;( / & &% !  !   ! ! "#  # # !           ;( / & &, # ! # ## !# "   !!! """           2&   $2&23 $2& / 23 ) 45    $  4 &2&0  $+/' &   '   4                         1   ;( / & &% #" !" # # #" #" !        ;( / & &, !"" "!! "!# "!# "! ""!        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.