Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 22
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Hann er ótrúlega hress ogern miðað við aldur. Oghann er alveg bráðgáf-aður, var eldfljótur að
læra að opna glugga með því að
bíta í fögin og færa þau til hliðar,“
segir Gylfi Guðjónsson um köttinn
sinn Púla sem varð tvítugur þann
sjötta júní síðastliðinn. „Á afmæl-
isdeginum var honum boðið að
koma á veitingastaðinn Áslák hér í
Mosfellsbæ. Ég setti hann upp á
öxlina og við tveir gengum saman
til fagnaðarins þar sem sunginn var
afmælissöngur til heiðurs hinum
aldna ketti. Hann tók þessu öllu
með stóískri ró.“
Púl að koma honum í heiminn
Gylfi segir að hann hafi alls ekki
viljað kött þegar Púli kom inn í líf
hans fyrir tveimur áratugum. „Ég
hafði tapað tveimur köttum og var
því harðákveðinn í að fá mér ekki
nýjan kött. En ég man eins og
gerst hefði í gær, þegar tvær dætur
fósturbróður míns komu með Púla
til mín þann fimmtánda ágúst 1988.
Þá var hann tveggja mánaða kett-
lingur og þær hentu honum í fangið
á mér og sögðu: „Þessi verður góð-
ur við þig.“ Og það var eins og við
manninn mælt, honum tókst að
bræða mig og ég tók hann að mér.
Við nefndum hann Púla af því læð-
an móðir hans þurfti að púla mikið
til að koma honum í heiminn.“
Bókhaldsköttur sjúkur í tölvur
Þegar Púli var kettlingur þá
leyfði Gylfi honum oft að leika sér
ofan í skjalatösku, þar sem voru
ýmsir pappírar tengdir bókhaldi.
„Hann hefur verið sjúkur í pappír
allar götur síðan. Hann raðar
meira að segja upp pappír í hrúg-
ur, hvort sem það eru dagblöð eða
nótur. Einu sinni raðaði hann sam-
an fjórum bunkum af nótum sem
ég var búinn að flokka. Vegna
þessa fékk hann viðurnefnið bók-
ari.“ Púli er því bókhaldsköttur og
nú hefur þetta þróast yfir í það að
hann er tölvusjúkur. „Hann vill
ólmur vera með mér þegar ég vinn
í tölvunni. Að sitja upp við tölvuna
og fylgjast með mér vinna, er eitt
það skemmtilegasta sem hann ger-
ir. Reyndar er hann gjarn á að
labba yfir lyklaborðið en ég reyni
að passa upp á það eftir bestu
getu.“
Gelding fyrir kallana í leiðinni
Púli hefur verið blindur á öðru
auga mestan hluta langrar ævi og
nú er hann nánast heyrnarlaus
vegna elli. Helgi Sigurðsson dýra-
læknir hefur eftirlit með heilsufari
hans og segir hann í fínu formi.
„Helgi sá um að gelda Púla á
sínum tíma og það var gert heima
hjá okkur. Hann bauð konunni
minni upp á fjölskylduafslátt, sagð-
ist geta gelt karlinn og alla synina í
leiðinni, en hún þáði það ekki,“ seg-
ir Gylfi og hlær.
Púli bókari
tvítugur
Morgunblaðið/Golli
Vinir Púla finnst gott að liggja í lófanum á eiganda sínum og láta klappa sér.
Hann er sjúkur í pappír og tölvur og veit fátt
skemmtilegra en að fylgjast með eiganda sínum við
tölvuskjáinn. Það vekur hins vegar ekki sömu ánægju
þegar ferðatöskurnar eru dregnar fram.
|laugardagur|27. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Íslensk hönnun, fótbolti og við-skipti … hvernig fer þettaþrennt saman? Auðveldlegaað sögn Kjartans Sturlusonar
sem er á kafi í þessu öllu; hann ver
markið hjá Íslandsmeisturum Vals
og landsliðsins, er viðskiptafræð-
ingur og stofnaði netverslunina
Birkiland síðastliðið vor ásamt Ingva
Þór Guðmundssyni til að koma ís-
lenskri hönnun á framfæri.
Hjá Birkilandsmönnum stendur
nú fyrir dyrum að opna verslun með
allar vörurnar af vefnum á boðstólum
en þó ekki nema í þrjár vikur. Hún
verður opnuð laugardaginn 4. októ-
ber og á að ná í skottið á gestum tón-
listarhátíðarinnar Iceland Airwaves.
Búðin verður eins konar sambland af
hönnunarverslun og hönnunarsýn-
ingu og verður til húsa á Laugavegi
51 á tveimur hæðum, í bókaversl-
uninni Skuld og flæðir yfir á neðri
hæðina í Galleríi Verðandi. Því skal
þó haldið til haga að hönnunarbúðin
gengur ekki undir nafninu Urður,
nafni þriðju skapanornarinnar.
Gluggi til útlanda
„Það verður líf í kringum þetta á
Laugaveginum og skemmtileg við-
bót. Við bjóðum hönnuðum upp á að
vera með einstök verk sem þeir hafa
áhuga á að sýna sem eru bara „prótó-
týpur“. En þó að maður skelli verð-
miða á hönnunargripinn munum við
stilla þessu öllu upp sem sýningu,“
segir Kjartan. Vörurnar verða m.a.
innan um viðskiptabækur sem áð-
urnefnd bókaverslun sérhæfir sig í
og verður þar stillt upp á pappírs-
borð eftir Ísraelann Sruli Recht sem
hefur sest að á Íslandi.
Kjartan býst við góðum við-
brögðum við versluninni og segir þá
reyndar ekki þekkja neitt annað:
„Við erum með marga af færustu og
flottustu hönnuðum landsins og
þetta hefur gengið mjög vel. Við höf-
um fengið gott umtal, bæði hér
heima og erlendis. Hönnuðir hafa
haft samband við okkur og margir
hafa fengið umfjöllun um sig í gegn-
um Birkiland. Það er skemmtilegt að
segja frá því að síðast í dag hringdi
hönnuður sem býr úti á landi og hef-
ur mikinn áhuga á að koma vörunum
sínum að sem hann hefur ekki mikil
tækifæri til en í gegnum okkur gæti
hann fengið umfjöllun og skapað sér
markað.“
Að sögn Kjartans eru vörur þeirra
seldar til landa eins og Bandaríkj-
anna, Spánar og Rússlands og helm-
ingur kaupanna er sendur út en vef-
síðan er á ensku og verðið í dollurum.
„Við horfum meira út fyrir landstein-
ana en hingað heim. Ætlunin er líka
að gefa hönnuðum möguleika á
glugga til útlanda án þess að hver og
einn þurfi að leggja í mikinn mark-
aðskostnað. Við erum svo lítil og fá
hérna á Íslandi.“
Flytja út, ekki inn
Spurður hvernig hönnunarhug-
myndin hafi kviknað hjá viðskipta-
fræðingi í markvarðarstöðu segir
hann ræturnar liggja í meistaranámi
sínu í Mílanó á Ítalíu, í hönnunar-
stjórnun. „Við Ingvi höfum báðir
mikinn áhuga á hönnun og svo er líka
skemmtilegt að sjá hönnuði skapa
sína eigin vöru. Það er spennandi á
Íslandi í dag að stefna að því að selja
vörur úr landinu en ekki flytja þær
inn.“ Hann segir aðkomu þeirra
sjálfra þó eingöngu viðskiptafræði-
lega en bætir því við að Ingvi sé for-
ritarinn á bak við síðuna sem þyki vel
heppnuð.
Kjartan miklar ekki fyrir sér að
Morgunblaðið/G. Rúnar
Birkiland Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson ætla að lífga upp á Laugaveginn með hönnunarverslun.
Hönnun innan um viðskiptabækur
Svo er líka
skemmtilegt að
sjá hönnuði skapa
sína eigin vöru