Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 49 NORÐLENSKIR dansfíklar eiga, svei mér þá, góðan vetur í vændum. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson ehf. hefur ákveðið að færa út danskvíarnar og flytja fagnaðar- erindi elektrótónlistarinnar norður yfir heiðar með að minnsta kosti þremur klúbbakvöldum í höfuðstað Norðurlands. Yfirskrift kvöldanna er Domus Technika og fer fyrsta klúbbakvöldið fram í kvöld á Dát- anum. Þá mun nýjasta tæknitromp Reykjavíkur, tvíeykið Glutemus Maximus, framreiða taktfasta tóna fram á rauða nótt en sveitin er skip- uð þeim DJ Margeiri og President Bongo úr Gus Gus. Nafn tvíeykisins mun vera fengið úr latínu og er not- að yfir þann vöðva sem þeir félagar telja mikilvægastan við framkvæmd dansspora, þ.e.a.s. rassvöðvann. Glutemus Maximus hljóðblandaði nýverið Sigur Rósar-lagið Gobbledigook og geta áhugasamir nálgast lagið á www.myspace.com/ jackschidt. Viðburðaríkur Jón Jónsson Jón Jónsson ehf. hefur staðið fyr- ir nokkrum af flottustu klúbba- kvöldum ársins sem og innflutningi á vonarstjörnum danstónlistar- heimsins. Helst ber að nefna franska Evróvisjónfarann Sebastien Tellier, hinn danska Trentemöller, Busy P frá Ed Banger Records og ofurskífuskankarann Carl Cox. hoskuldur@mbl.is Dansvöðvar herp- ast fyrir norðan Blásið til klúbbakvölda norðan heiða í vetur Morgunblaðið/Eggert Glutimus DJ Margeir, öðru nafni Jack Schidt, verður í þrusugír á Dátanum. SÝNIR er hin áheyrilegasta ábreiðuskífa með úrvali laga Berg- þóru Árnadóttur í útsetningum Eyjólfs Kristjánssonar. Flytjendur laganna eru margar helstu kanónur íslenskrar dægurtónlistar og heild- arsvipur plötunnar er til fyr- irmyndar. Eyjólfur leyfir sér að út- setja lögin á þann hátt að útkoman er hin notalegasta dægurtónlist með áhrifum frá djassi og mexí- kóskri alþýðutónlist svo fátt eitt sé nefnt. Það er þó alltaf snilligáfa Bergþóru sem lagasmiðs sem skín í gegnum tónlistina því eitt eiga þessi 12 lög sameiginlegt; að vera sannkallaðar perlur. Bergþóra Árnadóttir var laga- smiður af guðs náð og hefur svo sannarlega skráð nafn sitt stórum stöfum í sögu íslenskrar tónlistar. Al- þýðleg tónlist hennar, lög og textar, sem og lög hennar við ljóð ýmissa skálda snerta við hverjum sem fær að njóta, samspil orða og tóna er litríkt en þó látlaust og alltaf ein- lægt. Flytjendur laganna tólf sem Sýnir hefur að geyma standa sig allir með prýði og syngja lög við hæfi í útsetningum Eyjólfs. Það er hins vegar hinn léttpoppaði blær sem ég set örlítið spurningarmerki við og finnst persónulega of syk- ursætur á köflum. Ég er ekki mikill aðdáandi djassskotinnar popp- tónlistar sem hljómar svo oft á skíf- unni, þar finnst mér allur blær verða á undarlegan hátt alltof full- kominn til að hæfa alþýðutónlist Bergþóru, lögin hljóma stundum of- hlaðin, t.d. af saxófón- og hljóm- borðsleik. Hins vegar eru útsetn- ingarnar nokkuð grípandi og fagmannlega úr garði gerðar. Eyj- ólfur slær sjálfur upphafs- og loka- tóna plötunnar, með lögunum „Frá liðnu vori“ og „Vögguvísa“. Lögin flytur hann vel en bæði líða þau fyrir sykursætan popphljóm. „Lífs- bókin“ er trúlega eitt fallegasta lag Bergþóru og líklega það frægasta. Guðrún Gunnarsdóttir nær að gæða það lífi og sál með fallegum flutn- ingi og þar fær lagið að njóta sín í nettri útsetningu Eyfa. „Borg- arljós“ er flott í sínum mexíkóska stíl en þar leggja Björgvin Hall- dórsson og Stefán Hilmarsson sitt á vogarskálarnar með Eyjólfi og er útkoman góð. Hápunktarnir eru þó í höndum Ragnheiðar Gröndal sem syngur „Verkamaður“ á látlausan og hjartnæman hátt, Páls Óskars sem skilar titillaginu með elegans eins og honum er einum lagið og loks Edgars Smára, en „Þrjú ljóð um lítinn fugl“ er virkilega gott framlag af hans hálfu. Í raun standa allir söngvararnir sig með miklum sóma og ekkert er til ama við framlag þeirra og það sama á við um allan hljóðfæraleik, sem er flekklaus. Það er greinilegt að allir sem einn hafa lagt sig fram um að skila sínu besta og af mikilli virð- ingu. Eftir situr þó sú staðreynd að erfitt getur verið að sætta sig við poppútsetningarnar en þær virka ekki sem skyldi í mörgum tilfellum. Eyjólfur Kristjánsson og Berg- þóra Árnadóttir voru góðir vinir og samstarfsmenn í tónlistariðkun sinni. Eyjólfur skilar hér góðu verki og Sýnir er fyrirtaks poppplata þar sem frábærum listamanni er vottuð virðing. Sýnir er plata sem hæfir vel fyrir rólegar stundir með vinum og ættingjum því það er það sem hún endurspeglar fyrst og fremst – kærleika, vináttu og virðingu. Þægilegt alþýðu- popp TÓNLIST Geisladiskur Sýnir – Lög Bergþóru Árnadóttur í útsetn- ingum Eyjólfs Kristjánssonarbbbmn Jóhann Ágúst Jóhannsson Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 28/9 kl. 14:00 Ö Sun 5/10 kl. 13:00 ath. breyttan sýn.atíma Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 14:00 Fjölskyldusöngleikur Ástin er diskó - lífið er pönk Sun 28/9 kl. 20:00 Ö Fös 3/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Ö Lau 11/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Ö Mið 22/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Mið 29/10 kl. 20:00 Ö Kostakjör í september og október Engisprettur Lau 27/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Ath. aðeins fimm sýningar Hart í bak Fös 17/10 frums. kl. 20:00 U Fim 23/10 2. sýn. kl. 20:00 Ö Fös 24/10 3. sýn. kl. 20:00 Ö Fim 30/10 4. sýn.kl. 20:00 Ö Fös 31/10 5. sýn.kl. 20:00 Ö Fim 6/11 6. sýn. kl. 20:00 Fös 7/11 7. sýn. kl. 20:00 Fös 14/11 8. sýn. kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Þri 21/10 fors. kl. 20:00 Ö Mið 22/10 fors. kl. 20:00 Ö Fim 23/10 fors. kl. 20:00 U Fös 24/10 frums. kl. 20:00 U Lau 25/10 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 Lau 1/11 kl. 20:00 Ath. takmarkaðan sýningatíma Smíðaverkstæðið Macbeth Þri 30/9 fors. kl. 21:00 U Mið 1/10 fors. kl. 21:00 U Fim 2/10 fors. kl. 21:00 U Sun 5/10 frums. kl. 21:00 U Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 21:00 Ö Ath. sýningatíma kl. 21 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 28/9 kl. 11:00 Ö Sun 28/9 kl. 12:30 U Sun 28/9 aukas. kl. 15:00 Ö Sun 5/10 kl. 11:00 Ö Sun 5/10 kl. 12:30 Sun 5/10 kl. 15:00 Lau 11/10 kl. 11:00 Brúðusýning fyrir börn, aukasýn. í sölu Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fló á skinni (Stóra sviðið) Lau 27/9 11. kort kl. 19:00 U Lau 27/9 aukas kl. 22:00 U Fim 2/10 12. kort kl. 20:00 U Fös 3/10 13. kort kl. 19:00 U Fös 3/10 aukas kl. 22:00 U Lau 4/10 14. kort kl. 19:00 U Lau 4/10 aukas kl. 22:00 U Mið 15/10 aukas kl. 20:00 U Sun 19/10 15. kort kl. 20:00 U Þri 21/10 aukas kl. 20:00 Mið 22/10 16. kort kl. 20:00 Ö Fim 23/10 17. kort kl. 20:00 U Fös 24/10 18. kort kl. 19:00 U Fös 24/10 kl. 22:00 U ný aukas Lau 1/11 19. kort kl. 19:00 U Lau 1/11 21. kortkl. 22:00 Ö Sun 2/11 20. kortkl. 16:00 Ö Mið 5/11 22. kort kl. 20:00 Fim 6/11 23. kort kl. 20:00 Fös 14/11 24. kort kl. 19:00 Nýjar aukasýn. Einnig hægt að velja í kortum. Ósóttar pantanir seldar daglega. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U Fös 10/10 frumsýnkl. 20:00 U Lau 11/10 aukas kl. 19:00 U Lau 11/10 aukas kl. 22:00 Ö Sun 12/10 2. kort kl. 20:00 U Þri 14/10 aukas kl. 20:00 U Fim 16/10 3. kort kl. 20:00 U Fös 17/10 4. kort kl. 19:00 U Fös 17/10 aukas kl. 22:00 Ö Lau 18/10 5. kort kl. 19:00 U Lau 18/10 aukas kl. 22:00 Lau 25/10 6. kort kl. 19:00 Ö Sun 26/10 7. kort kl. 20:00 Ö Mið 29/10 8. kort kl. 20:00 Ö Fös 31/10 aukas kl. 19:00 Ö Lau 8/11 9. kort kl. 19:00 Ö Lau 8/11 aukas kl. 22:00 Sun 9/11 aukas kl. 16:00 Lau 15/11 kl. 19:00 Lau 15/11 kl. 22:00 Mið 19/11 10. kort kl. 20:00 Fim 20/11 11. kort kl. 20:00 Fös 21/11 12. kort kl. 19:00 Fös 21/11 13. kort kl. 22:00 Forsala hafin! Tryggðu þér miða strax. Einnig hægt að velja í kortum. Gosi (Stóra sviðið) Sun 28/9 kl. 14:00 Ö Sun 5/10 kl. 14:00 Ö Sun 12/10 kl. 13:00 breyttur sýn.artími Sun 19/10 kl. 14:00 síðasta sýn. Sun 26/10 kl. 13:00 breyttur sýn.artími. allra síðasta sýning Síðustu aukasýningar. Fýsn (Nýja sviðið) Lau 27/9 8. kort kl. 20:00 Ö Sun 28/9 9. kort kl. 20:00 Fös 3/10 10. kortkl. 20:00 Ö Lau 4/10 11. kort kl. 20:00 Sun 5/10 12. kort kl. 20:00 Ö Fös 10/10 13. kort kl. 20:00 Lau 11/10 14. kort kl. 20:00 Mið 12/11 15. kort kl. 20:00 Ekki við hæfi barna. Nýtt sýningarfyrirkomulag: Snarpari sýningartími. Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 27/9 akureyrikl. 20:00 U Fös 3/10 akureyrikl. 20:00 Ö Lau 4/10 akureyri kl. 20:00 U Þri 11/11 11. kort kl. 20:00 Mið 12/11 12. kort kl. 20:00 Laddi (Stóra svið) Fös 7/11 kl. 20:00 U Fös 7/11 kl. 23:00 U Fim 13/11 kl. 20:00 U Þri 25/11 kl. 20:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Dauðasyndirnar (Rýmið) Lau 27/9 2. kort kl. 20:00 U Fös 3/10 3. kort kl. 20:00 Ö Lau 4/10 4. kort kl. 20:00 U Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 28/9 kl. 20:00 Ö síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (ferðasýning) Mið 1/10 kl. 09:30 F grunnskóli húnaþings vestra Fim 2/10 kl. 08:30 F leikskólinn hlíðarból akureyri Fim 2/10 kl. 10:30 F leikskólinn flúðir akureyri Fös 3/10 kl. 08:50 F leikskólinn tröllaborgir akureyri Fös 3/10 kl. 11:00 F valsárskóli Mið 5/11 kl. 09:45 F leikskólinn skerjagarður Sæmundur fróði (ferðasýning) Fös 10/10 kl. 08:30 F vopnafjarðarskóli Fös 10/10 kl. 11:15 F grunnskólinn þórshöfn Fös 10/10 kl. 15:00 F grunnskólinn raufarhöfn Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Lau 27/9 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 20:00 U Sun 5/10 kl. 20:00 U Fös 10/10 kl. 20:00 U Sun 12/10 lokasýn.kl. 20:00 U Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Ö Lau 18/10 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Sun 28/9 kl. 14:00 Mán 29/9 kl. 14:00 Þri 30/9 kl. 14:00 Mið 1/10 kl. 14:00 Fim 2/10 kl. 14:00 Fös 3/10 kl. 14:00 Sun 5/10 kl. 14:00 Hvar er Mjallhvít Tónleikar Fim 9/10 kl. 21:00 Heimilistónaball Lau 11/10 kl. 22:00 Dansaðu við mig Fös 24/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00 Fös 7/11 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Nýja svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 3/10 kl. 20:00 Ö Lau 4/10 kl. 15:00 Ö Lau 4/10 kl. 20:00 Ö Lau 11/10 kl. 15:00 Lau 11/10 kl. 20:00 U Sun 12/10 kl. 16:00 U Lau 18/10 aukas. kl. 15:00 U Lau 18/10 aukas. kl. 20:00 U Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 15:00 U Lau 1/11 kl. 15:00 U Lau 1/11 kl. 20:00 U Sun 2/11 kl. 16:00 Fös 7/11 kl. 20:00 Ö Sun 9/11 kl. 16:00 Lau 15/11 kl. 15:00 Ö Sun 16/11 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 25/10 kl. 20:00 U Fös 31/10 kl. 20:00 U Lau 8/11 kl. 20:00 U Fös 14/11 kl. 20:00 U Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.