Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 33 ✝ Bergþóra Þor-bergsdóttir fæddist á Jaðri í Gerðahreppi í Gull- bringusýslu 1. maí 1925. Hún andaðist á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 22. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbergur Guð- mundsson útgerð- armaður, f. 1888, og Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir, f. 1890. Þau voru ættuð úr Kjós- arhreppi en fluttust ung suður í Garð. Systkini Bergþóru voru Geirmundur, f. 1910, Atli, f. 1911, fyrir soninn Axel, f. 1950, með Jónu Gísladóttur. Axel er kvæntur Þórunni Halldórsdóttur og eru börn þeirra Jón og Fanný Sigríð- ur. Börn Jóns og Bergþóru eru: 1) Vignir Ljósálfur, f. 1956, kvæntist Kolbrúnu Baldursdóttur og er dóttir þeirra Karen Áslaug. Þau skildu. Eiginmaður Vignis er Mar- teinn T. Tausen. 2) Þorsteinn, f. 1958, kvæntist Kristínu Sumar- liðadóttur og eiga þau börnin Bergþóru og Sumarliða. Þau skildu. Eiginkona Þorsteins er Katrín Hafsteinsdóttir. 3) Íris, f. 1963, gift Gylfa Kristinssyni, synir þeirra eru Atli Már og Jón Þór. Barnabarnabörn Bergþóru og Jóns eru fimm. Samhliða húsmóðurstörfum, vann Bergþóra við hlið eigin- manns síns í versluninni Nonni og Bubbi og síðar hjá Sparisjóðnum í Keflavík og Hitaveitu Suðurnesja. Útför Bergþóru verður gerð frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hulda, f. 1914, Krist- inn, f. 1918, Bryndís tvíburasystir Berg- þóru, f. 1925, og upp- eldisbróðir þeirra, Þorsteinn Þórðarson, f. 1912. Þau eru öll látin. 13. júní 1953 giftist Bergþóra Jóni Axels- syni, kaupmanni í Sandgerði, f. 14.6. 1922, d. 19.8. 2003. Átti hún þá soninn Guðmund, f. 1948 með Jóel Erni Ingi- marssyni. Guðmundur er kvæntur Önnu Margréti Gunnarsdóttur og eru dætur þeirra Gunnhildur Ásta, Erla Dögg og Aldís. Jón átti Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minning’ um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig mamma, og geymum í ramma í hjart’ okkar minning’ um þig. (Gylfi Valberg) Elsku mamma mín, hvíl þú í friði. Þín elskandi dóttir, Íris. Elsku mamma, það er þungur biti að kyngja að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Þig sem varst svo stór þáttur í lífi okkar, allt fram til síðasta dags. Þig sem við systkinin sem og börn okkar og barnabörn dáðum og elskuðum. Þig sem áttir alltaf fulla skjóðu af hóli handa okk- ur en enga af lasti. Þig sem gerðir mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Fyrir þetta vil ég þakka þér og fylla það tómarúm sem mynd- aðist í hjarta mínu við fráfall þitt af þeim mörgu yndislegu minningum sem ég á um þig. Ég veit að þú ert hamingjusöm við hlið pabba í dag, ég sá það á ásjónu þinni er ég kvaddi þig síðast. Það er ekki auðvelt að velja úr þeim yndislegu minningum sem ég geymi um þig í hjarta mínu. Þær eru einfaldlega of margar til að koma fyrir í grein sem þessari. Ég minnist þó best þess umburðar- lyndis sem þú sýndir mér sem barni þegar mér varð fótaskortur og gerði einhver prakkarastrik. Þú hafðir einstakt lag á að beina mér á rétta braut án fúkyrða eða annars sem sært gæti litlar sálir. Ég minn- ist einnig allra þeirra ferðalaga sem við fjölskyldan fórum í forðum daga. Þú eldaðir kótilettur, pabbi reddaði maltinu og namminu og svo var lagt af stað. Gjarnan var stopp- að við einhverja náttúruperluna þar sem köldum kótilettum í raspi var skolað niður með vænum sopa af malti og Prins Póló í eftirrétt. Ég minnist þess einnig er ég tjáði þér að von væri á nýju barni í fjölskylduna og að fæðing þess væri áætluð hinn 24. apríl ’81. Þú sagðir þá strax að það yrði stúlkubarn og að þú vildir gjarnan fá hana í af- mælisgjöf hinn 1. maí. Einnig bætt- ir þú við, að ef svo færi myndir þú sjá um að sauma á hana föt fram að fermingu. Að sjálfsögðu fæddist hún svo 1. maí og var skírð í höfuðið á þér. Þú stóðst við þitt loforð og gott betur og enn býr fjölskyldan að þeim ófáu listmunum sem þú skapaðir við saumavélina. Þú varst einfaldlega snillingur á vélina og við systkinin fengum svo sannar- lega að njóta þess. Ég man t.d. eftir bítlafötunum sem þú saumaðir á okkur Vigga eftir mynd í Bravo og hvað vinirnir öfunduðu okkur af þeim. Ég man einnig eftir útvíðu sjóliðabuxunum sem þú saumaðir á okkur löngu áður en slíkar buxur voru fáanlegar hér heima og flest var þetta gert eftir myndum úr Bravo. Ég gleymi heldur aldrei hversu hamingjusamur ég var þegar ég fékk ykkur Beggurnar til að vera mínir svaramenn þegar við Katý giftum okkur og allri þeirri ást sem þú umvafðir okkur með alla tíð. Já elsku mamma mín, ég minnist þín sem yndislegrar manneskju sem stóðst ávallt sem klettur við hlið pabba og settir þarfir fjölskyldunn- ar ætíð í forgang á undan þínum eigin. Að lokum langar mig að færa þér að gjöf lítið ljóð sem ég setti saman handa þér. Af öllu því sem sáðir þú og sálu mína nærir mér reynist best sú barnatrú sem af móður barnið lærir. Ávallt mun ég minnast þín mín hjartans kæra móðir. Ó, hve sárt ég sakna þín nú englar sitja hljóðir. Þinn sonur, Þorsteinn. Ég talaði um hana í seinni tíð sem ömmu Beggu en kallaði hana alltaf Beggu enda kom hún frekar seint inn í líf mitt því ég var alinn upp hjá ömmu Tobbu og afa Axel á Borg í Sandgerði. Fyrst man ég eftir stjúpu minni í gegnum matinn auð- vitað, en þá bjuggu þau pabbi í Höfn í Sandgerði. Þetta var kannski ekki beint matur heldur kaffimeð- læti, þetta var hjónabandssæla, en Begga var snillingur í bakstri henn- ar að mínu mati. Hún meira að segja fléttaði böndin ofan á og ég var að benda Þórunni minni á þetta ekki alls fyrir löngu en hún leggur aðeins böndin hvert ofan á annað, en það er eflaust gert til að spara tíma nú til dags eins og annað. Líka man ég eftir góða normalbrauðinu með kæfunni og einnig snyrtilega litla heimilinu í Höfn en Begga var snyrtimenni og listamaður af Guðs náð. Það hefur eflaust verið mjög erf- itt hlutverk hjá Beggu minni 21. júní 1961 að þurfa að tilkynna mér 11 ára grislingi að amma mín og uppeldissystir mín hún Gerða (Þor- gerður) hefðu látist af slysförum en það féll í hennar hlut að gera það vegna þess að pabbi fór strax á slysstað til afa að gæta hans. Þetta situr að sjálfsögðu í mínum huga alla tíð en ég get sagt nú þegar ég er fullorðinn að ég gef henni 8 í ein- kunn fyrir þetta. Auðvitað var sam- anburðurinn við ömmu Tobbu von- laus því ömmur eru ekki bara ömmur, amma Tobba var á sérpalli hjá öllum sem til þekktu. Enn að matnum. Hvað Begga mátti þola af hendi pabba, sem var líka mjög góður maður. Stundum kom fyrir að pabbi bauð fólki heim án þess að láta stjúpu mína vita en alltaf fann hún lausnir á þessum vanda pabba að gleyma að láta hana vita með fyrirvara. Svo það var ótrúlegt að hún gat sem kona haft sig til á 10 mínútum ef þau fóru út að skemmta sér því pabbi kom oft með litlum fyrirvara heim og sagði: „Begga við erum að fara á Hótel Sögu; hvar eru fötin mín?“ Þessu var Begga vön og tók þessu yfirleitt með jafnaðargeði og var tilbúin á 10 mínútum. Ég ólst upp á þremum heimilum, hjá ömmu Tobbu og afa Axel, pabba og Beggu og mömmu og Sigga. Ég ætla ekki að bera þessi heimili sam- an en eitt get ég sagt að ég hef í gegnum tíðina reynt að taka það besta frá hverjum stað og gera að mínu bæði varðandi andlega og ver- aldlega hluti. Að lokum langar mig að þakka Beggu fyrir allt og allt en sér í lagi þegar við vorum tvö heima hjá henni eftir að pabbi dó þegar hún sagði við mig: Axel, hvað er það sem þig langar í eftir minn dag héðan úr þessu heimili? Ég sagði að það væru þrír hlutir og sagði henni frá þeim og hún sagði þá: Axel, þú mátt eiga þá núna. Fyrir þetta er ég mjög þakklátur, og gaf mér mjög mikið vegna míns æskuheimilis. Elsku Begga, við Þórunn vonum að þú megir í friði fara og vitum að þú ert þakklát fyrir að vera komin til Guðs og að þjáningum þínum hefur nú linnt. Góður Guð geymi þig. Axel og Þórunn. Elsku tengdamamma og sú eina sanna. Mikið er nú sárt að missa þig. Mér fannst óumræðilega sárt að kveðja þig en á sama tíma veit ég að þér líður vel þar sem þú ert núna í faðmi Nonna. Þegar ég rifja upp þær góðu stundir sem við áttum saman en þær voru ófáar, sumarbú- staðaferðir og margt fleira, hlýnar mér um hjartaræturnar. Ég minn- ist þess þegar ég var að vinna fyrir norðan og þið komuð í heimsókn til mín í Lundi í Öxarfirði frá Akur- eyri, stuttu eftir að Nonni átti af- mæli í júní ’97. Ég fór með ykkur í Ásbyrgi og Hljóðakletta og sýndi ykkur mína uppáhalds ævintýra- staði, nýbúin að kynnast ykkur hjónunum. Ég man hvað mér fannst mikið til þess koma að þið skylduð leggja á ykkur þetta ferðalag til að heimsækja nýju kærustuna hans Steina ykkar sem ég er innilega þakklát fyrir að hafa kynnst, enda gift honum í dag. Ég bað þig, Begga mín, um hönd hans fyrir rúmu ári og veittir þú strax samþykki þitt fyrir því en lést mig jafnframt vita að skilafrestur- inn á honum væri útrunninn. Þið Beggurnar voru síðan svaramenn hans í brúðkaupi okkar, enda dugði ekki minna en tveir. Takk fyrir að gefa mér hann og er hann innilega elskaður af öllu hjarta. Ein er sú ferðin sem mig langar einnig að minnast á en það er óvissuferðin sem við Steini fórum með ykkur mömmurnar á afmæli ykkar en svo skemmtilega vill til að aðeins er einn dagur á milli afmæla ykkar. Í þeirri ferð upplifðum við óvæntar og skemmtilegar uppá- komur sem ekkert okkar átti von á, ljóðalestur í Krísuvíkurkirkju, göngutúr í Herdísarvík, heimsókn í Strandarkirkju, humarveislu og listasýningu á Stokkseyri og síðan var endað með dekurkvöldi í bú- staðnum hennar mömmu á Arnar- hóli. Samanlagt það ár (2005) náð- um við þrjár að fylla 200 ár. Þú Begga mín 80 ára gömul, mamma 70 og ég á 50. aldursári. Það var okkur Steina mikill heiður að fá að hafa ykkur þessa helgi, alveg út af fyrir okkur. Árið 2001 hélt ég sýningu á fanta- síumunum mínum í Ráðhúsi Reykjavíkur en á þeim tíma höfðum við Steini tímabundið slitið samvist- um en það breytti því ekki að þið hjónin voruð mætt fyrst allra við opnun sýningar minnar og þótti mér vænna um það en orð fá lýst. Takk fyrir hversu vel þið Nonni hafið alltaf tekið mér frá upphafi kynna okkar. Elsku Begga, þið munuð alltaf eiga stórt rúm í hjarta mínu. Ykkur og fjölskyldum ykkar, elsku Íris, Vignir, Guðmundur, Axel og þér, elsku Steini minn, votta ég mína dýpstu samúð en munið að minningin um góða móður lifir. Þín tengdadóttir, Katrín Jóna. Elsku besta Begga mín. Fáum hef ég kynnst í lífinu sem eru eins ósérhlífnir, hógværir og þolinmóðir og þú varst alla tíð. Þú varst fastur punktur í tilveru svo margra, máttir ávallt vera að því að hlusta og spjalla. Mig langar í fáum orðum að þakka þér fyrir að hafa verið mér sem móðir á unglingsárunum og fyrir að hafa leyft mér að búa hjá ykkur á menntaskólaárunum. Betra heimili var ekki hægt að hugsa sér. Þakka þér fyrir góða matinn, allar flíkurnar sem þú saumaðir á mig og á Karen Áslaugu. Þakka þér fyrir að hafa verið yndisleg tengda- mamma í áratug. Við vitum elsku Begga að þú ert alsæl núna, komin til Nonna, Binnu, tvíburasystur þinnar og allra hinna ástvinanna. Hérna megin er þín sárt saknað. Minning þín mun lengi lifa elsku Begga. Þreytt halla höfði, þrái að sofna, svefni sem hressir sál. Griðastað ljáir, lúnum beinum. Þreyta úr líkama líður. Kolbrún Baldursdóttir. Elskuleg amma mín hefur kvatt þennan heim og eftir sitjum við með sáran söknuð og ljúfar minningar um öðlinginn hana ömmu. Það var alltaf yndislegt að heim- sækja ömmu til Keflavíkur. Hún var mikill húmoristi og átti hnyttin svör við öllu. Umfram allt var hún besta amma sem hægt var að hugsa sér. Hún vildi allt fyrir alla gera og var alltaf til taks. Við hlógum oft að því að hafa lítinn áhuga á versl- unarleiðöngrum. Hún var alveg sannfærð um að ég hefði erft það frá henni. Við vorum sammála um að það væri best að ráða einhvern til að gera fatakaupin fyrir okkur svo við þyrftum ekki að býsnast þetta í búðunum. Þá væri mun gagnlegra að eiga gæðastund á kaffihúsi. Þegar hún og pabbi heimsóttu okkur til Árósa um páskana árið 2004 áttum við frábærar stundir sem mér þótti afar vænt um og að sjálfsögðu var mikið spjallað á helstu kaffihúsum borgarinnar og lítið verslað. Elsku amma, mikið á ég eftir að sakna þín en ég veit jafnframt að afi Nonni er búinn að bíða eftir þér og hefur fagnað komu þinni. Einnig veit ég að saman munuð þið vaka yfir þessari samheldnu fjölskyldu sem þið stofnuðuð til fyrir mörgum áratugum. Karen Áslaug. Elsku amma Begga, komið er að kveðjustund. Á stundum sem þess- um leitar hugurinn aftur til liðinnar tíðar og allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Í æsku dvaldi ég stundum hjá ykkur afa Nonna í Keflavíkinni og var það alltaf til- hlökkunarefni þegar von var á ferðalagi þangað. Frá þeim ferðum eru einkum minnisstæðir bíltúrarn- ir með þér og afa Nonna á hvíta Vollanum og alltaf þegar ég settist inn og horfði á skrípó komstu um leið færandi hendi með appelsín og gotterí. Einnig er mér sérstaklega minnisstæð leikhúsferðin sem við tvær fórum saman í – ég fékk að fara með þér að sjá Jesus Christ Superstar og það fannst mér æð- islegt. Þessar minningar eru aðeins brotabrot í þeim hafsjó sem ég á og mun varðveita um alla tíð. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman og það sem þú varst mér. Ég veit að afi Nonni tekur á móti þér – nú eruð þið saman á ný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi minningu þína. Þín Aldís. Elsku amma mín er farin. Hjarta mitt er fullt af söknuði og sorg en þrátt fyrir alla sorgina er einnig gleði í hjarta mínu. Nú er amma nefnilega komin til afa og þau sam- einuð á ný. Það er sárt að kveðja ömmu en á sama tíma gott að vita til þess að nú líður henni vel. Ég á svo margar minningar um þessa yndislegu konu. Nónvarðan, þar sem þau afi bjuggu, var sem mitt annað heimili og fannst mér alltaf jafnnotalegt að fá að gista hjá ömmu og afa og láta dekra við mig. Þar fékk ég að vaka lengi, horfa með þeim á Derrick og háma í mig sælgæti. Amma átti líka heimsins besta kexskáp og það var alltaf til ís í frystinum. Hjá ömmu varð maður aldrei svangur og spurði hún á fimm mínútna fresti hvort maður vildi ekki eitthvað að borða. Hún gerði góðan mat en einna helst minnist ég grjónagrautsins hennar með rúsínum. Amma var mikil saumakona og saumaði á mig föt fram á unglingsár. Ef maður mætti til hennar í nýjum fötum var það fyrsta sem hún spáði í efnisgerðin. Annað áhugamál ömmu var að leysa krossgátur og um átta ára aldur fór ég að hafa áhuga á því líka. Við sát- um oft löngum stundum við eldhús- borðið í náttfötum, leystum gátur og mauluðum kex. Yndislegir ömm- umorgnar sem ég mun aldrei gleyma. Minningar mínar um ömmu eru svo margar og góðar að skrifað gæti ég bók um þær. Nú undir það síðasta var amma orðin mjög veik og ekki alltaf sem hún var með á nótunum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað kvatt hana áður en við fjölskyldan flugum aftur til Osló nú í ágúst. Eva Lillý, hálfs árs dóttir okkar, var með í för og það sem hún heillaði langömmu sína! Amma hélt í hönd hennar all- an tímann og litla langömmubarnið fékk hana til að brosa hvað eftir annað, nokkuð sem að hún var mjög sparsöm á undir það síðasta. Það var afskaplega erfitt að kveðja hana þennan dag vitandi það að við sæj- umst eflaust ekki aftur, en það að Eva Lillý skyldi gleðja hana svo mikið þann daginn fær mig til að brosa mínu blíðasta. Elsku amma, nú ertu hjá afa og ykkur líður vel. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér, alla þá hlýju og ást og sérstaklega ógleym- anlegar samverustundir. Ég elska þig amma mín og kveð þig með sorg og söknuð í hjarta. Þín ömmustelpa, Bergþóra Þorsteinsdóttir. Bergþóra Þorbergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.