Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Í HNOTSKURN
»Samningurinn við seðla-banka Bandaríkjanna á
að leysa hnút sem skapaðist
á innlendum mörkuðum.
» Ingimundur Friðrikssonsegir það mat manna að
slíkar aðstæður væru ekki
uppi hér á landi.
»Bankar hafa kvartað yfirlitlu aðgengi að gjald-
eyri.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
INGIMUNDUR Friðriksson, seðla-
bankastjóri, segir að bandaríski
seðlabankinn hafi ekki talið sama
tilefni til að gera samning um gjald-
eyrisskipti við íslenska seðlabank-
ann og seðlabanka Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar á þessu stigi.
„Í hinum löndunum hafði mynd-
ast mjög mikil bráðaþörf fyrir
Bandaríkjadali á millibankamark-
aði. Bandaríski seðlabankinn taldi
sig hafa hagsmuni af því að liðka
fyrir lausn á þeim mörkuðum en
ekki hér á landi á þessum tíma-
punkti. Hann útilokaði hins vegar
ekki slíkan samning síðar ef að-
stæður gæfu tilefni til.“
Á miðvikudaginn varð þessi
samningur opinber og gaf Seðla-
bankinn skýringu á þátttökuleysinu
í gær. Mikill þrýstingur er á bank-
ann að veita fjármálafyrirtækjum
aðgang að lánum í erlendri mynt
eins og aðrir seðlabankar gera víða
um heim. Seðlabankinn er gagn-
rýndur fyrir það sem kallað er að-
gerðarleysi sem hafi meðal annars
leitt til lækkunar á gengi krón-
unnar.
Takmörkuð úrræði
Ingimundur segir Seðlabanka Ís-
lands hafa takmörkuð úrræði til að
veita fjármálafyrirtækjum aðgang
að lánum í annarri mynt en íslensk-
um krónum. „Það er erfitt að
bregðast við þessu núna með þeim
tækjum og tólum sem við höfum.
Það eru einstaklega erfið skilyrði
þessa dagana vegna þeirra að-
stæðna sem ríkja í alþjóðlegu fjár-
málakerfi. Við finnum rækilega fyr-
ir því meðal annars á þessum
markaði.“
Spurður hvort seðlabankinn hafi
ýtt út af borðinu tillögu frá rík-
isstjórninni um að lána bönkunum
evrur segir Ingimundur að sam-
skipti við ríkisstjórnina séu bundin
trúnaði.
Takmörkuð úrræði
til að lána gjaldeyri
Bráðaþörf skapaðist á millibankamarkaði fyrir Bandaríkjadali
Morgunblaðið/Kristinn
Seðlabankastjórinn Aðgerðir Seðlabankans undanfarið hafa miðað að því
að styrkja innviði fjármálamarkaðarins og styðja gengi krónunnar.
KARSTEN Bil-
toft, deildarstjóri
í danska seðla-
bankanum, segir
bandaríska
seðlabankann
hafa átt frum-
kvæði að gjald-
eyrisskipta-
samningnum við
bankann og að hann viti ekki betur
en að sömu sögu sé að segja um hin-
ar þjóðirnar sem eigi aðild að hon-
um. Þá sagðist hann ekki hafa hug-
mynd um af hverju íslenski
seðlabankinn eigi ekki aðild að
samkomulaginu.
Samkvæmt upplýsingum frá
norska seðlabankanum var samn-
ingurinn sameiginleg ákvörðun
landanna. Talsmaður sænska seðla-
bankans vísaði í fréttatilkynningu
þegar Morgunblaðið óskaði eftir
upplýsingum. Enginn gat upplýst af
hverju ekki var samið við Seðla-
banka Íslands.
„Seðlabankinn tjáir sig ekki um
samskipti við aðra seðlabanka,“
sagði Dave Skidmore, hjá upplýs-
ingasviði Seðlabanka Bandaríkj-
anna í gær þegar leitað var upplýs-
inga um það hvort seðlabankinn
hefði haft samband að fyrra bragði
við Seðlabanka Íslands um lánalín-
ur eða hvort bankinn hefði verið í
samskiptum við Seðlabanka Íslands
að öðru leyti.
Geir H. Haarde, forsætisráð-
herra, sá sér ekki fært að svara
Morgunblaðinu í gær. camilla-
@mbl.is, thorbjorn@mbl.is
Bernanke Ekkert
gefið upp.
Boð frá
Bandaríkj-
unum
$
!
"
#
$%&'
(
=)*
5+,
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
NÚNA bíða forsvarsmenn Kaup-
þings og SPRON eftir samþykki
Fjármálaeftirlitsins svo hægt sé að
ganga frá samruna fyrirtækjanna,
því Samkeppniseftirlitið komst að
þeirri niðurstöðu í gær að það væri
„engin önnur niðurstaða tæk en að
heimila samrunann.“
Í tilkynningu frá Samkeppniseft-
irlitinu segir að fyrirhugaður sam-
runi hafi aðallega áhrif á markað fyr-
ir viðskiptabankaþjónustu og það sé
helst á þessu sviði bankaþjónustu
sem samrunar geti skapað sam-
keppnisvandamál. Undir rekstri
málsins fyrir Samkeppniseftirlitinu
hafi því verið haldið fram að staða
SPRON sé erfið og af þeim sökum
beri að heimila samrunann. Eftirlitið
telur að brotthvarf Spron af mark-
aðnum skapi „umtalsverðar sam-
keppnishömlur“ en það sé óhjá-
kvæmilegt að heimila samrunann því
ella myndi SPRON „hverfa af mark-
aðnum.“
Samþykki bæði Fjármálaeftirlits-
ins [FME] og Samkeppniseftirlitsins
þarf að liggja fyrir svo samruninn
geti átt sér stað, lögum samkvæmt.
Samkvæmt upplýsingum frá höf-
uðstöðvum Kaupþings liggur ekkert
fyrir um hugsanlegar uppsagnir hjá
sameinuðu fyrirtæki. Kaupþing hef-
ur ekki farið í sérstaka úttekt á
SPRON hvað þetta varðar enda hef-
ur fyrirtækið ekki fengið að „opna
bókhaldið“ hjá SPRON til þessa. Það
er þó líklegt að eitthvað verði um
uppsagnir, enda þarf að ná hagræð-
ingu í rekstri útibúa sameinaðs fyr-
irtækis á höfuðborgarsvæðinu. Upp-
sagnir verði þó kynntar fyrir
starfsmönnum fyrst, ef af þeim
verði.
FME bárust síðast gögn frá
Kaupþingi og SPRON þann 16. sept-
ember sl. Þær upplýsingar fengust
frá FME að málið verði afgreitt þeg-
ar öll gögn liggja fyrir og að lokinni
yfirferð þeirra. Engar upplýsingar
fengust um hversu langan tíma at-
hugun á lögmæti samruna mun taka.
Samkeppniseftirlit gefur grænt ljós
Brotthvarf SPRON af markaði skapar
„umtalsverðar samkeppnishömlur“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kaupþing Samruni Kaupþings og
SPRON er innan seilingar.
SMARTLYNX er nýtt nafn Latch-
arter, dótturfélags Icelandair Group
í Lettlandi. Björgólfur Jóhannsson,
forstjóri Icelandair Group, og Garð-
ar Forberg, forstjóri SmartLynx,
kynntu nýtt nafn á 15 ára starfsaf-
mæli félagsins í fyrradag.
Nýja nafnið endurspeglar betur
alþjóðlegt fyrirtæki í fjölþættum
rekstri, að sögn Garðars. „Staða
okkar innan fluggeirans hefur gjör-
breyst á síðustu tveimur árum með
miklum vexti og breyttum áhersl-
um.“
Nýja nafnið er í samræmi við aðra
starfsemi Icelandair Group, sem
rekur SmartWings í Tékklandi. „Við
erum jafnt og þétt að styrkja starf-
semi okkar í þessum heimshluta og
fögnum áfanga á þeirri leið í dag,“
sagði Björgólfur.
SmartLynx er annað stærsta flug-
félag Lettlands með ársveltu upp á
100 milljónir dollara. Starfsmenn
eru 260 og tíu þotur eru í flota fyr-
irtækisins, tvær Boeing 767-300ER
breiðþotur og átta Airbus 320-200.
Félagið starfar á alþjóðlegum leigu-
markaði og er með vélar í verkefnum
í Afríku, Mið-Austurlöndum og Evr-
ópu.
Á afmælisfagnaðinum voru 500
manns sem komu víðsvegar að úr
heiminum. Jón Baldvin Hannibals-
son, fyrrverandi utanríkisráðherra,
var heiðursgestur og meðal annarra
gesta voru Maris Gorodcovs, flug-
málastjóri Lettlands, og sendiherrar
Frakklands, Þýskalands og Bret-
lands. Þá var flutt kveðja frá Rich-
ard Branson, sem hann sendi í tilefni
afmælisins. pebl@mbl.is
SmartLynx nýtt heiti á
dótturfélagi Icelandair
Mikill vöxtur og breyttar áherslur innan fluggeirans
>& ?
&
3 !8
2
"!8 "9:"#
6&( 2 &,
)9*
3/2 23 &*
(
- ./
( 0 ./
12 0 ./
'3
./
0 4 ./
/ '
5 6
7- 0 ./
89 ./
:
4 6
./
./
&;
"
&< =
$>=/4/ ./
?
./
@+9
(> &
(- (
(- ; ;@$
'
$A
"B.> ./
% ./
C
2 ./
) &5 & (; D ( D /
0 ./
> ./
' & 2
C
%4 E
8 & F)/)*G/F,,
H,/GIJ/KGI
H+/IHI/G*K
+KK/*K+/FJG
)/),H/FKJ/JK+
)/F+H/)KH
),/HI)/HG*
F)+/JFK/*+I
J)H/GIG/*)+
K/G,F/,+,
)*/KG+/FI,
*KI/FKK/G+K
H/+FJ/HF*
GHI/)G+
K/+FF/G*)
),/,GF/FF,
)J/*HF/F)G
<
<
<
+G/HI*/,,,
<
<
IL*,
*LI,
KHLF*
JL*F
)*LI*
+L)*
K,L),
J*,L,,
KHL,,
G)LF,
HLH,
GLHK
G*L+,
)G*L,,
)+)IL,,
)IGL,,
)IJL,,
<
<
<
HK),L,,
<
<
IL**
*LI+
K+L),
JLIK
)*LJ,
+LK)
K,L)*
J*KL,,
KHL,*
GKL,,
HLI,
GLH*
GILK,
)GFL,,
)+K*L,,
)F*L,,
)IJL*,
K)LI*
)LK,
<
HK**L,,
FL*,
+LI,
$>2 1
),
G
),
IJ
JH
+
+
JG
+H
H
)K
+H
F
)
I
),
KI
<
<
<
*
<
<
1
/1
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
KI/G/K,,F
)I/J/K,,F
K+/G/K,,F
H/I/K,,F
KI/G/K,,F
))/G/K,,F
J/H/K,,F
(%
(%
(%
● NORSKI olíusjóðurinn gæti tapað
allt að 136 milljörðum króna á gjald-
þroti Washington Mutual bankans.
Sjóðurinn hefur þegar tapað háum
fjárhæðum á hruni fjármálastofn-
anna vestanhafs, meðal annars
vegna gjaldþrots Lehman fjárfesting-
arbankans. Í frétt á vef e24 kemur
fram að hlutafé sjóðsins í WaMu hafi
verið um 2,8 milljarðar íslenskra
króna. Mestur hluti mögulegs taps
er þó fólginn í skuldabréfum gefnum
út af WaMu sem sjóðurinn átti. Virði
þeirra er rúmir 130 milljarðar króna.
camilla@mbl.is
Norski olíusjóðurinn
tapar enn á WaMu
● STJÓRN og forstjóri SPRON hafa
verið kærð fyrir fjársvik og brot á lög-
um um meðferð innherjaupplýsinga
að því er fram kom í 24 stundum í
gær. Kærendur eru Árni Gunn-
arsson, Guðrún Árnadóttir og Vil-
hjálmur Bjarnason fyrir hönd Sam-
taka fjárfesta.
Kæran beinist gegn þeim sem
sátu í stjórn SPRON á sumarmán-
uðum 2007. Þá seldu þrír stjórnar-
menn stofnfjárhluti sína fyrir tvo til
þrjá milljarða án þess að frá því væri
greint opinberlega. Var þá búið að
ákveða að breyta SPRON í hlutafélag
og skrá á markað. bjorgvin@mbl.is
Kæra sölu stofn-
fjárbréfa í SPRON
● TUTTUGU
starfsmönnum
hefur verið
sagt upp hjá
fjarskiptafyr-
irtækinu Voda-
fone. Að sögn
Hrannars Pét-
urssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtæk-
isins, taka uppsagnirnar til allra
deilda fyrirtækisins. „Ytri skilyrði eru
mjög óhagstæð fyrir öll fyrirtæki í
landinu og við erum auðvitað ekki
undanskilin þeirri þróun. Það eru
miklar kostnaðarhækkanir í rekstr-
inum, og ekki síst vegna geng-
isþróunar,“ segir Hrannar og bætir
við að verið sé að grípa til óhjá-
kvæmilegra aðgerða.
camilla@mbl.is
Tuttugu manns sagt
upp hjá Vodafone
Uppsagnir Ekki fleiri
áformaðar.
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
lækkaði um 0,81% í viðskiptum gær-
dagsins og stendur vísitalan nú í
4.277,29 stigum. Gengi bréfa
Straums hækkaði um 0,54% og Ice-
landair um 0,50%. Hins vegar lækk-
aði gengi bréfa SPRON um 4,29%,
Alfesca um 1,50% og Atorku um
1,41%. Gengi krónunnar veiktist um
0,94% í gær og var lokagildi geng-
isvísitölunnar 180,1 stig.
bjarni@mbl.is
Lækkun í Kauphöll
ÞETTA HELST …