Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 48
48 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞEGAR við erum í Reykjavík þurfum
við alltaf að vera að gera allt annað. Við
ákváðum að fara út úr bænum og leist
vel á þetta, að fara út í Eyjar þar sem við
fáum vinnufrið og meira verður úr
verki,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassa-
leikari í Mezzoforte, en hljómsveitin er
að fara í upptökur á nýrri plötu í glæ-
nýju stúdíói sem hefur verið komið upp í
gömlu Betel-kirkjunni í Vestmanna-
eyjum.
Platan á að koma út í byrjun næsta
árs, en þá verða fimm ár liðin frá því að
sveitin sendi síðast frá sér efni. „Við er-
um nú ekki að breyta neitt um stefnu, en
við erum komnir með nýja meðlimi,“ seg-
ir Jóhann og á þar við saxófónleikarann Ósk-
ar Guðjónsson, trompetleikarann Sebastian
og Bruno Mueller á gítar sem gengið hafa til
liðs við upprunalegu meðlimina Jóhann,
Gunnlaug Briem og Eyþór Gunnarsson.
Mezzoforte-liðar hafa verið á tónleika-
ferðalagi um Rússland, Þýskaland og eru nú
staddir í Noregi þar sem þeir hafa meðal
annars verið að prufukeyra nýja efnið. „Við
höfum verið að leyfa fólki að heyra og við-
brögðin hafa verið mjög fín. Við blöndum
þessu svona við annað,“ segir Jóhann. Eyja-
menn fá svo að heyra sýnishorn af því í
bland við fornfræg lög sveitarinnar á tón-
leikum næsta fimmtudagskvöld.
gunnhildur@mbl.is
Taka upp í gamalli kirkju
Mezzoforte Eru á leiðinni til Vestmannaeyja.
Fólk
Sú stefna Listasafns Íslands að
tvinna sýningar öðrum menningar-
viðburðum hefur vakið eftirtekt.
Margir eru án efa þegar farnir að
hlakka til sýningar safnsins á verk-
um Fridu Kahlo um það leyti sem
íslenskt leikrit um hana verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
Það var sömuleiðis vel til fundið
að vera með sýningu á verki Shirin
Neshat nú þegar hún er gestur
RIFF – Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík.
Opnunarveislu hátíðarinnar Í
Regnboganum í fyrrakvöld var
haldið áfram í Listasafni Íslands af
þessu tilefni – en reyndar umtals-
vert lengur en til stóð.
Þegar mætt var á staðinn var
sýningin alls ekkert til sýnis og
þurftu gestir að bíða í tæpar tvær
stundir þangað til þeir fengu að
njóta listar Neshat. Viðstöddum
leið mörgum eins og þegar „Afsak-
ið hlé“ skjámyndin birtist á Rík-
issjónvarpinu. Ef ekki hefði verið
fyrir vínföngin er næsta víst að
flestir hefðu bara drifið sig heim.
„Afsakið hlé“?
DV sagði frá því í gær að ís-
lenska hljómsveitin Seabear hefði
selt eitt laga sinna í bandaríska
sjónvarpsþáttinn Gossip Girl sem
um þessar mundir er einn vinsæl-
asti þátturinn vestanhafs. Að sögn
forsprakka sveitarinnar, Sindra
Más Sigfússyni, mun greiðslan
hafa verið það myndarleg að hún
borgaði fyrir yfirstandandi hljóm-
leikaferðalag sveitarinnar um Evr-
ópu. Án þess að Sindri Már nefni
neinar upphæðir má reikna með
að fimm vikna tónleikaferð hlaupi
á nokkrum milljónum og því
greinilega um ágæta búbót að
ræða. Fleiri íslenskir tónlist-
armenn hafa notið góðs af góðum
tónlistarsmekk erlendra kvik-
mynda- og sjónvarpsframleiðenda
og fengið dágóðar upphæðir fyrir.
Má þar nefna sveitir á borð við
Ampop, Quarashi og Sigur Rós að
ónefndum Megasi sem á áttunda
áratugnum átti tónlist í ítalskri
kvikmynd.
Bandaríska drauminn
má finna í sjónvarpinu
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
„ÞAÐ er húmor í þessu, ég verð með
risastóran kaðal sem hægt er að róla
sér í, það verk heitir Fyrsta fullnæg-
ingin, segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sem opnar sýninguna Full af engu –
Plenty of nothing í Hafnarhúsinu í
dag. „Verkin mín eru oft mjög kyn-
ferðisleg og ég held þeim tóni áfram.
Þetta er svo stór hluti af lífi okkar og
því hvernig við högum okkur. Harð-
fiskur kemur líka við sögu á sýning-
unni, því hann er bæði fallegur og
þjóðlegur.“
„Ég er bara skítur“
Jóna Hlíf vinnur áfram með hug-
myndir sem hún hefur verið að fást
við á síðustu sýningum, en nú leggur
hún áherslu á konuna. „Sýningin
fjallar um hvernig konan bjargar sér
út frá hvernig hún er og hvernig litið
er á hana,“ segir Jóna Hlíf. „Hvernig
hún er sterk og bjargar sér úr að-
stæðum sem henni er stundum
þröngvað í.“
Sýningin samanstendur af stóru
textaverki og tveimur stórum ljós-
myndum. Jóna sótti innblástur í
bókina Kajak, drekkhlaðinn af
draugum sem er safn þjóðsagna
inúíta. „Ég geng út frá sögu sem
fjallar um konu sem er allsber og á
túr og enginn vill gefa henni að
borða. Hún öskrar aftur og aftur
„Ég er bara skítur, ég er bara skít-
ur“ þangað til hún gengur fram á
hval sem hefur synt í land og hún
borðar hann. Ég er að fjalla um það
hvernig konan bjargar sér. Mér
finnst þessi setning, „ég er bara skít-
ur“ vera einhver tilfinning sem mað-
ur fær þegar maður er að byrja á túr
og fær ljótuna.
Harðfiskur og kynlíf
Ljósmynd/Brooks Walker
Róla Eitt verka Jónu Hlífar ber nafnið Fyrsta fullnægingin.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir vinnur með grænlenskar þjóðsögur
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„AUÐVITAÐ verður þetta ekki fyrirlestur fræði-
legs eðlis, enda eru margir hæfari en ég til að
fara í bókmenntafræðilegar kenningar og pæl-
ingar um verk Halldórs. Ég tala meira út frá sjálf-
um mér: persónulegri upplifun af verki sem er í
persónulegu uppáhaldi,“ segir Bergur Ebbi Bene-
diktsson sem er einn meðlima hljómsveitarinnar
Sprengjuhallarinnar.
Bergur er fyrstur þriggja ungra listamanna
sem halda „stofuspjall“ á Gljúfrasteini um tengsl
þeirra við og skoðanir á nóbelsskáldinu en seinna
í haust munu þau Erpur Eyvindarson rappari og
Ingunn Snædal ljóðskáld spjalla í stofunni.
Las Laxness tilneyddur
En af hverju valdi Bergur Ebbi að fjalla um
Heimsljós? „Ég fór ekki að lesa verk Halldórs
Laxness fyrr en ég var skikkaður til að gera það í
menntaskóla,“ játar hann. „En í kjölfarið fór ég
að lesa meira af verkum Halldórs. Maður var
mjög móttækilegur á þessum tíma og sennilega
hafa skrif Halldórs Laxness haft mikið að gera
bæði með hvernig ég upplifi mig sem Íslending og
upplifi þjóðina.“
Bergur segir Heimsljós hafa verkað sterkt á sig
þegar hann las bókina fyrst sem unglingur og
fann mikla samsvörun í Ólafi Kárasyni Ljósvík-
ingi: „Söguhetjan er að uppgötva ýmislegt um
sjálfan sig og aðra. Hann er utan við hópinn;
stendur einhvern veginn utan við samfélagið og
getur þess vegna horft á það úr fjarlægð og skilið
hvernig það gengur fyrir sig,“ segir hann.
Fyrirmynd sem listamaður
Blaðamaður innir konunginn í Sprengjuhöll-
inni eftir því hvort Heimsljós eða önnur verk Hall-
dórs Laxness hafi mótað hann sem listamann:
„Áreiðanlega,“ svarar Bergur Ebbi. „Þó held ég
að mest áhrif hafi Halldór Laxness haft sem per-
sóna: hvað hann var ótrúlega metnaðarfullur sem
rithöfundur og sem listamaður. Hann sýndi í raun
hversu mikilvæg listin er í vitund fólks og þjóðar.
Hann sýndi hvernig listamenn geta haft miklu
meiri áhrif en nokkur pólitíkus eða auðmaður. Og
það er þetta sem gefur ungu og skapandi fólki í
dag innblástur og vilja til að leggja listir fyrir
sig.“
Utan við sjálfan sig
Ungir listamenn fjalla um verk Halldórs Laxness á Gljúfrasteini í vetur
Bergur Ebbi Benediktsson ríður á vaðið og rýnir í Heimsljós
Morgunblaðið/Valdís Thor
Bergur um skáldið „Hann sýndi í raun hversu mikilvæg listin er í vitund fólks og þjóðar,“ segir Berg-
ur sem fjallar um Heimsljós á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, klukkan 16.
inu og hugarheim hans, stétta-
átök og kjör alþýðunnar.
Illa er farið með Ólaf á bænum
Fæti undir Fótarfæti og er raunar
allt og allir á móti Ólafi frá fyrsta
degi en Halldór leggur honum í
munn margar ljóðaperlur sem í
dag þykja með mestu bókmennta-
gersemum þjóðarinnar.
HALLDÓR Laxness lét Heimsljós
frá sér í fjórum hlutum á árunum
1937-1940, á eftir Sjálfstæðu fólki
en undan Íslandsklukkunni.
Heimsljós segir þroskasögu
Ólafs Kárasonar sem kallar sig
Ljósvíking en í gegnum ævi hans
og upplifanir skoðar Halldór Lax-
ness stöðu skáldsins í þjóðfélag-
Saga unglings
og samfélags
„Mig dreymir um mann
í íslenskri lopapeysu
nakinn að neðan
spilandi á harmónikku
á meðan ég lem hann með
harðfiski.“
Textaverk af sýningunni
Full af engu.
Orðrétt
MENNING