Morgunblaðið - 12.11.2008, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
310. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Leikhúsin
í landinu >> 45
ER HÆGT AÐ VELJA?
BESTU OG VERSTU
BOND-MYNDIRNAR
ALFREÐ GÍSLASON
Alveg hæstánægð-
ur með lífið í Kiel
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
LÍFEYRISSJÓÐIR gætu tapað tugum milljarða króna
á framvirkum gengissamningum, svokölluðum afleiðu-
samningum, við Kaupþing, Glitni og Landsbanka. Sjóð-
irnir tóku stöðu með styrkingu krónunar og tapa því við
veikingu hennar. Virði samninganna var um 67 millj-
arðar króna við fall bankanna. Síðan hefur gengi ís-
lensku krónunnar hríðfallið. Ef samningarnir yrðu gerð-
ir upp á núverandi gengi myndi virði þeirra fara vel yfir
100 milljarða króna og tap lífeyrissjóðanna aukast mikið.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri landssamtaka
lífeyrissjóða, segir viðræður hafa átt sér stað um lausn á
málinu. „Við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld upp á
síðkastið með hvaða hætti það ætti að gera slíka samn-
inga upp eða hvort markaðsbrestir hafi átt sér stað
þannig að hægt sé að víkja þessum samningum til hliðar.
Þær viðræður er enn í gangi og ég býst við að þetta muni
skýrast í vikunni.“
Heimildir Morgunblaðsins herma að viðræðurnar snú-
ist meðal annars um á hvaða gengi gera eigi samningana
upp verði það niðurstaðan að gera slíkt.
Lífeyrissjóðirnir högnuðust vel á framvirkum geng-
issamningum meðan krónan var sterk. Gjaldmiðillinn
hefur hins vegar fallið meira og minna allt þetta ár og á
þeim tíma hefur átt sér stað verulegt tap á þessum
samningum. | 17
Lífeyrissjóðir gerðu framvirka gengissamninga við bankana
Gætu tapað tugum milljarða
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
og Ómar Friðriksson
PATTSTAÐA virðist vera komin upp
varðandi afgreiðslu stjórnar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins á lánveitingu og
efnahagsáætlun fyrir Ísland. IMF
segir að ekki sé hægt að afgreiða mál-
ið fyrr en búið sé að tryggja fjár-
mögnun að fullu, þ.e. einnig þá upp-
hæð sem þarf til viðbótar við lán
sjóðsins. Vinaþjóðir á borð við Svía
segja þó að þeir muni ekki taka
ákvörðun um lánveitingu fyrr en eftir
afgreiðslu sjóðsins. Morgunblaðið
sendi fyrirspurn til IMF um málið og
segir m.a. í svarinu: „Fjármögnun
áætlunarinnar þarf að vera að fullu
lokið áður en hægt er að leggja hana
fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra
staðfestir að enn sé eftir að ganga frá
fjármögnun annarra ríkja sem þurfi
að fylgja láni IMF. Hins vegar sé ljóst
að Bretar og Hollendingar beiti áhrif-
um sínum til að tefja afgreiðslu máls-
ins. „Það hefur allavega einhver áhrif
og síðan er ekki búið að ganga frá
þessum fjármögnunum. Þetta hangir
allt saman.“
Athygli vakti í gær að fulltrúi
sænska seðlabankans sagði í samtali
við Wall Street Journal að bankinn
myndi ákveða hvort hann tæki þátt í
björgunarpakka Íslendinga eftir að
IMF samþykkti 2,1 milljarða evra
lánsumsókn Íslendinga.
Svíar í Evrópusambandinu
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var
frá 2002-2003 fulltrúi Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna í
stjórn sjóðsins. Hann segir segir að
svo virðist sem framgangur efnahags-
áætlunarinnar fyrir Ísland sé háður
því að íslenskum stjórnvöldum takist
að afla viðbótarfjármagns að fjárhæð
4 milljarðar evra. „Nú stöndum við
frammi fyrir því að sumar af okkar
nánustu vinaþjóðum virðast gera það
að skilyrði fyrir lánveitingu að sjóð-
urinn hafi staðfest efnahagsáætl-
unina. Hér er því kominn eins konar
snákur sem bítur í skottið á sjálfum
sér. Málið sýnist vera að viðunandi
lausn finnist á deilum Íslendinga og
Breta og nokkurra annarra þjóða.“
Spurður hvort máli skipti að Svíar
og Finnar séu í Evrópusambandinu
þar sem Bretar geta beitt sínum
áhrifum til að tefja afgreiðsluna, segir
Ólafur: „Miðað við hvernig málið hef-
ur gengið fram sýnist mér verða að
draga þá ályktun.“
IMF-lánið virðist í hnút
Svíar bíða eftir afgreiðslu IMF sem bíð-
ur eftir lánsloforðum frá Norðurlöndum
Beðið eftir IMF | 16
TIL greina kemur að loftrým-
iseftirlit NATO á Íslandi fari fram
tvisvar til þrisvar sinnum á ári, en
ekki fjórum sinnum eins og nú er.
Þannig sparast allt að hundrað
milljónir króna en kostnaður Ís-
lands við loftrýmiseftirlitið í hvert
skipti er um 50 milljónir króna.
Deilt var um loftrýmiseftirlitið á
Alþingi í gær en Bretar munu að
óbreyttu sinna því í desember. » 15
Fækkun NATO-flugferða
kemur til greina
Flug Herþota á Keflavíkurflugvelli.
SÉRSTÖK sparnaðarnefnd innan
utanríkisráðuneytisins hefur að und-
anförnu farið yfir möguleika á
sparnaði innan ráðuneytisins. Unnar
hafa verið tillögur sem miða að því
að draga úr kostnaði við utanrík-
isþjónustuna um 10 til 20 prósent,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Tillögurnar verða kynntar í dag
eða á næstu dögum. Meðal þess sem
lagt verður til er að leggja niður
sendiráð eða hluta þjónustu þeirra.
Sendiráðin undir
niðurskurðarhnífinn
„ÉG HELD að þeir sem eru að
dreifa því að ég geti ekki unnið með
þingmönnum Framsóknarflokksins
ættu að beina kröftum sínum í aðr-
ar áttir. Ég vinn vel með mínu fólki
og við höldum ótrauð áfram,“ segir
Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, aðspurður hvort
staða hans í þingflokki Framsókn-
arflokksins hafi veikst við brott-
hvarf samherja hans í Suður-
kjördæmi, Bjarna Harðarsonar.
Bjarni sagði af sér þingmennsku í
gær eftir að hafa á mánudagskvöld
sent fjölmiðlum bréf þar sem þung
orð féllu um varaformann Fram-
sóknarflokksins, Valgerði Sverr-
isdóttur. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins
gaf Guðni Bjarna
grænt ljós á að
segja af sér.
„Bjarni, ólíkt
mörgum öðrum
stjórnmálamönn-
um, axlar ábyrgð
á sínum gjörðum.
Það er gott að
vita til þess að
slíkir menn fyrirfinnist í íslenskum
stjórnmálum, þegar þeir telja sig
hafa gert mistök, eins og Bjarni
gerði,“ segir Guðni. Hann segist
ætla að halda áfram að stuðla að
markvissri umræðu og samstöðu
innan Framsóknarflokksins. | 12
Beini kröftum í aðrar áttir
Guðni Ágústsson
ÞAÐ er vitað
mál að sá sem
hefur völdin yfir
sjónvarpsfjar-
stýringu heim-
ilisins hefur einn-
ig yfirhöndina í
sambandinu.
Þrátt fyrir að
Barack Obama
hafi nýlega náð
forsetakjöri í
Bandaríkjunum þá var það konan
hans, Michelle, sem hélt á fjarstýr-
ingunni á kosningakvöldið. Þó Mi-
chelle segist sjálf ekki munu hafa
neitt að segja í stefnumálum Hvíta
hússins hefur hún vakið athygli
sem aðsópsmikil kona.
jmv@mbl.is
Hver mun halda um
taumana í Hvíta húsinu?
Michelle mundar
fjarstýringuna.
„Ég geng með luktina mína og ljósið lifir í mér“
Morgunblaðið/Golli
Gaman Börnin í Waldorfskólanum Sólstöfum og leikskólum hans héldu að venju upp á Marteinsmessu, sem var í gær, með luktargöngu og hátíð niðri í bæ.