Morgunblaðið - 12.11.2008, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ENGAN bilbug er að finna á Vél-
smiðjunni Héðni í Garðabæ sem nú
er á lokaspretti við að reisa nýjar
höfuðstöðvar við Hellnahraun í
Hafnarfirði. Framkvæmdir hófust í
sumar og Guðmundur S. Sveinsson
framkvæmdastjóri segir banka-
hrunið engin áhrif hafa á verkið.
Fjármögnunin hafi verið tryggð,
Héðinn hafi ávallt fylgt þeirri stefnu
að ráðast ekki í stórar fjárfestingar
nema geta staðið vel undir þeim.
„Við keyrum þetta á þeirri áætlun
sem við lögðum upp með og höldum
okkur við hana. Framkvæmdir eru
langt komnar og við stefnum á að
flytja í Hafnarfjörðinn kringum jól
og áramót,“ segir Guðmundur.
Spurður um verkefnastöðu fyr-
irtækisins segir Guðmundur hana
góða, enn sem komið er. Um 100
manns starfa hjá Héðni, auk und-
irverktaka, og hefur engum verið
sagt upp síðan tók að halla undan
fæti í íslensku efnahagslífi. Frekar
hefur verið skortur á járniðn-
aðarmönnum en hitt. Haldið verður
í mannskapinn eins lengi og hægt
er.
Í nýju fréttabréfi Héðins er
greint frá stórum samningi fyr-
irtækisins við HB Granda um fram-
kvæmdir við endurnýjun og stækk-
un fiskmjölsverksmiðju Granda á
Vopnafirði. Fyrsti áfangi verksins
er þegar hafinn, þ.e. bygging ket-
ilhúss og uppsetning á raf-
skautakatli til gufuframleiðslu.
Áform Granda ganga út á að flytja
mjölsíló frá Reykjavík og end-
urbyggja fyrir austan, byggja nýja
mjölskemmu, afsogskerfi og ný
flutningskerfi. Vélbúnaður verður
einnig endurnýjaður að stórum
hluta. Að sögn Guðmundar er hönn-
un verksins að mestu lokið hjá Héð-
insmönnum en endanleg framvinda
ræðst af fjármögnun.
Óvissa um framhaldið
Þó að vel gangi í augnablikinu
segir Guðmundur að Héðinn fari
ekkert varhluta af óvissunni um
framkvæmdir á næstunni.
„Við óttumst að draga muni úr
einhverjum verkum þegar líður á
næsta ár. Við erum ekkert í annarri
stöðu en aðrir hvað það varðar,“
segir Guðmundur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Héðinshús Í 86 ára sögu Héðins er vélsmiðjan að flytja höfuðstöðvar sínar í fjórða sinn, nú til Hafnarfjarðar, eða í Gjáhellu 4 í Hellnahrauni.
Héðinshús rís í Hafnarfirði
Góð verkefnastaða hjá Vélsmiðjunni Héðni Flytur í nýjar höfuðstöðvar um jól
HB Grandi samdi við Héðin um stækkun fiskmjölsverksmiðju á Vopnafirði
Ljósmynd/ASK arkitektar
Vopnafjörður Stækkuð og endurbætt fiskmjölsverksmiðja HB Granda á
Vopnafirði hefur hér verið teiknuð inn á bæjarmyndina. Verkið er hafið.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
LÝSI hf. tekur árlega við um 2.800
tonnum af þorsk- og ufsalifur til lýs-
isframleiðslunnar. Lifrin er um það
bil 5% af þyngd hvers þorsks og
kæmi öll lifur af þorskkvótanum í
land væru þetta um 6.500 tonn. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins eru
niðursuðuverksmiðjur að taka við
um 800 tonnum af lifur og miðað við
algengt kílóverð í kringum 30 krón-
ur skiptir verðmæti þessarar afurð-
ar því vel á annað hundrað milljóna
króna.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýs-
is, segir að fyrirtækið gæti vel tekið
á móti meira magni af þorska- og
ufsalifur. Slíkt hráefni fáist ekki
nema hér og fyrirtækið verði að
flytja inn lýsi úr öðrum fiskteg-
undum eins og sardínum og ansjós-
um. Katrín segir Lýsi hafa staðið
fyrir átaki í lifrarsmölun og það hafi
gefist vel. Við kvótaskerðingu nýti
útgerðirnar aflann betur.
Kjartan Ólafsson, verksmiðju-
stjóri Lýsis í Þorlákshöfn, segist
hafa orðið var við aukið framboð á
lifur til bræðslu. Þannig sé verið að
taka á móti mun meiri ufsalifur en á
sama tíma í fyrra. Útgerðir séu
greinilega að reyna að nýta þann
afla betur sem kemur í land, ekki
síst sökum kvótaniðurskurðar og
efnahagsástæðna í landinu.
„Menn eru aðeins farnir að hugsa
um hve mikil verðmæti eru í lifur
sem þeir henda úti á sjó. Bátar frá
Þorlákshöfn og Grindavík hafa verið
duglegastir í þessu. Eins og staðan
er í dag finnst mér að skylda ætti all-
ar útgerðir til að koma með lifrina í
land. Þetta eru mikil verðmæti sem
múkkinn fær að éta, í hvert skipti
sem verið er að slægja. Þetta skiptir
hundruðum milljóna króna. Við er-
um bara að fá lítið brot af því sem er
hent í sjóinn,“ segir Kjartan.
Hann segir fyrirtækið vinna í því
á hverjum degi að reyna að nýta bet-
ur það hráefni sem fæst. Þannig sé
allt þurrefni tekið úr lifrinni og búið
til mjöl úr því. „Við erum ekki að
henda neinu,“ segir Kjartan.
Milljónaverðmæti til spillis
Lýsi gæti tekið við mun meira af þorskalifur Útflutningsverðmæti upp á hundruð milljóna króna
nýtast ekki Ætti að skylda allar útgerðir til að koma með lifrina í land, segir verksmiðjustjóri Lýsis
Morgunblaðið/Alfons
Lifur Lýsi hf. fær m.a. lifur af bátum, frá fiskverkunum og slægingarþjón-
ustum víða um land. Myndin er tekin í Slægingarþjónustunni í Ólafsvík.
Talsmenn útgerða sem haft var
samband við sögðu allt reynt til
að nýta aflann betur, og undir
það tekur Sigurður Sverrisson,
upplýsinga- og kynning-
arfulltrúi LÍÚ.
„Menn eru almennt að reyna
að nýta öll þau verðmæti sem
koma úr sjó, hvort sem það eru
hausar, lifur eða slóg. En auðvit-
að er það hjá okkur eins og öðr-
um að örugglega má gera enn
betur. Ég held samt að almennt
séu menn að nýta lifrina eins og
kostur er. Lifrin er hins vegar
þannig hráefni, að hún þarf að
komast skjótt til vinnslu ef hún
á ekki að skemmast,“ segir Sig-
urður ennfremur.
Má gera enn betur
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÓVENJULEGA hreinskiptnar og
opnar umræður fóru fram á fundi
stjórnar Varðar, kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík,
um stöðu flokksins í fyrradag. Á
fundinum kom
fram það sjón-
armið að óbreytt
skipan banka-
stjórnar Seðla-
bankans væri far-
in að skaða
flokkinn og nauð-
synlegt væri að
breyting yrði þar
á.
Marta Guð-
jónsdóttir, formaður stjórnar Varð-
ar, sagði að um reglulegan fund
hefði verið að ræða og að hann hefði
á engan hátt verið óvenjulegur. Hún
vildi ekki tjá sig um efni fundarins,
en sagði einungis að þar hefðu menn
rætt um viðfangsefni flokksins á
þessum erfiðu tímum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
umræður á fundinum hreinskiptnar
og opnar. Fundarmenn lýstu
áhyggjum af því að ekki lægi fyrir
aðgerðaráætlun fyrir atvinnulífið í
landinu. Þá kom fram það sjónarmið
á fundinum að seta Davíðs Odds-
sonar í stóli formanns bankastjórnar
Seðlabankans væri farin að skaða
flokkinn. Davíð er fyrrverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins og er af-
ar óvenjulegt að persóna hans sé
rædd með þessum hætti innan stofn-
ana flokksins.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
verið að minnka í skoðanakönnunum
og mældist einungis 22,3% í könnun
sem Capacent Gallup gerði fyrir
Morgunblaðið um mánaðamótin.
Um síðustu helgi kom þingflokkur
sjálfstæðismanna til fundar þar sem
stefna flokksins í Evrópumálum var
rædd frá ýmsum hliðum. Engin sér-
stök niðurstaða varð á fundinum.
Ræddu
stöðu
Davíðs
Davíð Oddsson