Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 GREIN Bjarna Þórðarsonar, trygg- ingastærðfræðings, í Morgunblaðinu 26. október sl. er forn mantra sér- trúarhóps sem haldið hefur Íslendinga sauðfé á beit innan járntjalds verð- tryggingar. Eins var t.d. með hermanninn sem ekki var upplýstur þegar heimsstyrj- öldinni síðari lauk 1945 og var þess vegna enn í bar- dagahug árið 1960, þegar fáeinir túristar ráfuðu óvart hjá víggirðingum þessa manns á eyju í Kyrra- hafinu. Þetta er með öðrum orðum endemis þrjóska fávisku sem höfðar til fávísra fylgismanna. Spurt er: Hver hefur hag af því að viðhalda verð- tryggingu hér þegar allar þjóðir í kringum okkur telja slíkt út úr korti, sbr. grein Fríðu Bjarkar Ingv- arsdóttur í Mbl. 26. okt. 2008? Svar: Fjármálastofnanir, stórfyrirtækin og ríkis- valdið. Ástæðan er sú að greiðslubyrði verðtryggðra lána er að jafnaði þrisvar sinnum hærri hérlendis en húsnæðislána í Evrópu. Og er kostnaður almennings og smáfyrirtækja við að halda krónunni; kostnaður- inn við járntjaldið og leikmynd möntrusálmsins enn stífmáluð upp fyrir okkur að dást að og heitir nú: guðlaun fyrir verðtrygginguna.Yrðu kjör þrefalt skárri, minnkar fjárstreymi þrefalt til þessara þriggja stóru. Og það vilja ekki þessir þrír stóru. Sem aldrei taka verðtryggð lán í íslenskum krónum. Grein Bjarna átti e.t.v. við fyrir fimmtán árum. En er núna aðeins einn tappi í þúsund göt á járntjaldi sem er að falli komið. Að bera saman okur og okur eftir mismunandi leiðum er eftir sem áður okur. Afdrátt- arlausa krafan er sú að hérlendis verði stefnt á mun betri lánakjör fyrir almenning, ekki sömu okurkjörin og nú; þessa okkar endemis þreföldu greiðslubyrði miðað við það sem að jafnaði gerist í löndunum í kringum okkur. Stærstu hagsmunamál almennings nú eru þessi: 1) frysta verðtryggingu húsnæðislána, sem hratt brennir upp eigið fé almennings í íbúðarhúsnæði, 2) tryggja með afgerandi hætti sparifé amennings í sjóðum banka og fjármálafyrirtækja, fallinna eða við að falla, eins og aðrar þjóðir lýsa nú yfir hver af ann- arri og framkvæma undanbragðalaust. 100% verðtrygging hérlendis hefur auðvitað lengi malað ókjör gulls eigendum verðtryggðra skulda- bréfa, eins og t.d. lífeyrissjóðunum. En hvers virði skyldi þá góður lífeyrir manneskju í framtíð, ef sú manneskja er gjaldþrota og dauð úr hor í nútíð? Stjórnendur lífeyrissjóðanna, með verkalýðshreyf- inguna í broddi fylkingar, verða auðvitað að standa í lappirnar í þessu, standa vörð um brýnustu hagsmuni almennings í nútíð og framtíð, í þeirri röð! Strax á að hætta útreikningi verðbóta á höfuðstól húsnæðislána. Nóg hafa þau hækkað samt síðustu vikur og mánuði, hækkun sem mun fylgja þessum en- demis lánum út lánstíma, í 25 til 40 ár, nema fáist endurfjármögnun/skuldbreyting á skárri kjörum. Og ríkið verður að kaupa ótryggar og tapaðar kröfur úr eignasafni banka og sparisjóða, rétt eins og gert var í sjóði 9 og rétt eins og aðrar þjóðir gera, t.d. Bandaríkjamenn, sem nú ætla að verja til þessa verkefnis milljörðum dollara. Annað gildir um erlend húsnæðislán. Þegar gengi krónu færist í eðlilegra horf mun höfuðstóll húsnæð- islána í erlendri mynt lækka hratt ásamt með snöggu falli greiðslubyrði þessara lána, sem þá verða aftur hagstæðari lán en verðtryggð lán. Frysting á greiðslum afborgana og vaxta hjálpar þessum hópi best. Tenging krónu við evru er einnig nauðsyn strax og hægt að framkvæma á fáeinum vikum ef liggur fyrir viljinn um inngöngu í ESB. Og þýðir að jafnaði þrefalt lægri greiðslubyrði húsnæðislána fyrir heim- ilin í landinu með skuldbreytingu/endurfjármögnun húsnæðislána. Spurt er: Hvað ætla lífeyrissjóðirnir að gera ef al- menningur breytir verðtryggðum lánum í erlend lán, með þrefalt lægri greiðslubyrði? Svar: Arðsemi af kaupum skuldabréfa húsnæð- islána mun þá væntanlega ekki duga þeim lífeyr- issjóðum, sem reglubundið væla sér til hagsældar að þeir verði að lifa á okrinu gegnum kaup á verð- tryggðum skuldabréfum almennings til þess að geta greitt sæmilegan lífeyri. Þessir sjóðir verða þá að huga að skárri fjárfestingum en þeim að hagnast á okrinu á umbjóðendum sínum. Og er hollt þessum væluskjóðum. Forystumenn líf- eyrissjóða og kjörnir fulltrúar verkalýðshreyfingar, sem segja okkur taktfast í áraraðir að með lög- bundnu okri á okkur í nútíðinni úr vinstri vasanum, séum við að spara fyrir framtíðina og hægri vasann, eru uppvísir að trúnaðarbresti við umbjóðendur sína og eiga að sjá sóma sinn í því að víkja strax. Vitrari þjóðir kenna okkur fjölmargt þessa dagana, ekki síst um trúnað, traust og ábyrgð. Einn sér- trúarhópur hér vill enn að þjóðin feti sig samvisku- samlega í fótspor Bjarts í Sumarhúsum í veröldinni. Þeim dugar ekki missir efnalegs sjálfstæðis þjóð- arinnar, ekki blindbylur á heiði, ekki örlög Ástu Sól- lilju, heldur krefjast þess enn að halda okkur hér sauðfé út af fyrir sig í okurparadís fákeppni og klíku- skapar. Er ekki augljóst hvert stefnir í sögu Bjarts okkar, sem skráð er svo einkar vel rökum mannlífs? Jónas Gunnar Einarsson, rithöfundur. Guðlaun fyrir okrið og bruna eiginfjár heimilanna? ÉG ER ein þeirra mörgu Ís- lendinga erlendis sem með sting í hjarta fylgjast með efnahagshruni ætt- landsins úr fjarska, þakklát nýju fjöl- miðlatækninni fyrir að gera mér það kleift. Sérstaklega hef ég sótt í „gömlu Gufuna“ á netinu, hún á skilið hástafahrós fyrir umfjöllun sína. En eðli og umfang íslensku efna- hagshamfaranna er slíkt að landið er fréttaefni um allan heim. Hremmingum þess eru gerð skil meðal annarra frétta af fjár- málakreppu hnattarins. Hér í Frakklandi hafa fjölmiðlar fjallað um íslenska bankahrunið af hlýju, allt að því samúð. Þannig talaði Le Monde um „le petit tigre de l’Atl- antique Nord“, litla tígurinn í Norður-Atlantshafi, vafasamt hrós- yrði (þótt krúttlegt sé) og segir ef til vill meira um það hvað fréttir eru mikið yfirborðskrafs í eðli sínu, brotakenndar myndir sem hugurinn reynir að nota til að „ná utan um“ viðfangið þótt heild- armyndin sé svo stór að hún verði ekki tekin inn öll í einu. En stundum rekst maður á hnit- miðuð skrif sem hjálpa skiln- ingnum og bregða upp óhugn- anlega skýrri mynd af nýjum kringumstæðum. Nú síðast las ég fréttaklausu í virtu dagblaði sem kemur út í Genf, Le Temps. Hún birtist á forsíðu viðskipta- og fjár- málakálfsins föstudaginn 31. októ- ber sl. og tilefnið var rausn Fær- eyinga í garð Íslendinga. Fréttin er ekki löng, orðum og plássi er ekki eytt að óþörfu enda þarf að koma mörgu að á þessum síðustu og verstu. Í henni er ástandið á Ís- landi dregið saman í einni stuttri og lýsandi aukasetningu til skýr- ingar á öðlingsbragði Færeyinga: „[… Ísland, sem] breytti hagkerfi sínu í risavaxinn vogunarsjóð“. Í þeirri þjóðfélagsumræðu sem nú fer fram á Íslandi hafa ýmsir látið í ljós þá skoðun að réttast væri að stjórn Seðlabankans segði af sér. Þannig tilmæli hafa síðan kallað á andsvör þar sem hanskinn er tekinn upp fyrir embættismenn- ina og er þá oft gripið til þeirrar röksemdar að fráleitt sé að kenna þeim alfarið um það hvernig komið sé, að ósanngjarnt væri að þeir tækju þannig á sig (alla) sök á þeim ógöngum sem landið hefur ratað í. En afsögn er ekki endilega yf- irlýsing um sök, hún er að því leyti ólík þeirri hefð sem tíðkast einkum vestan hafs og felst í því að menn/ konur í opinberu lífi sem eitthvað hefur orðið á, stíga fram fyrir fjöl- miðla og viðurkenna afglöp sín – lofa bót og betrun en sitja oft áfram í embætti. Afsögn er miklu fremur viðurkenning á því að standa þurfi siðferðisleg skil gagn- vart heildinni, með afsögn er auð- mýkt sýnd í verki og ábyrgð öxluð í samræmi við mikilvægi stöðunnar sem gegnt var. Þetta sést glöggt ef skoðaðar eru fréttir um afsagnir ýmissa ábyrgðarmanna fjármála í Evrópu síðustu vikurnar. Hér í Frakklandi varð t.d. það sem viðkomandi stofnun orðaði sem „atvik“ („incident“ á frönsku, og orðunin ein nægði til að ofbjóða þjóðinni). Í því fólst að hjá einum sparisjóða landsins töpuðust fleiri hundruð milljónir evra í gáleys- islegum viðskiptum eins starfs- manns sjóðsins. Afleiðingarnar stóðu ekki á sér, um leið og fréttin barst höfðu bankastjórarnir sagt af sér (þeir voru einmitt þrír) og starfsmað- urinn gálausi situr nú í ströngum yfirheyrslum hjá rannsóknarvald- inu. Og frá Þýskalandi bárust fréttir af banka í Bæjaralandi sem varð fyrstur þarlendra fjár- málastofnana til að leita á náðir sambandsstjórnarinnar vegna þess að mál hans voru komin í óefni. Aftur fylgdi fréttinni að yfirmaður bankans hefði sagt af sér og ekki nóg með það, fjármálaráðherra Bæjaralands gerði það líka. Það er eftirtektarvert í þessum dæmum að afsagnirnar eru eitt af því fyrsta sem gerist í kjölfar ófar- anna, m.ö.o. áður en búið er að rannsaka, fara ofan í kjölinn á vandamálunum eða festa sök við nokkurn mann. Þegar persóna í ábyrgðarstöðu víkur úr starfi kem- ur hún þeim skilaboðum til með- borgaranna að hún taki hlutverk sitt alvarlega, taki afleiðingum, ekki endilega gerða sinna, miklu heldur afleiðingum þess að hafa brugðist trausti heildarinnar. Þetta sjáum við oft í Japan, þar sem ábyrgðartilfinning einstaklingsins gagnvart heildinni er hvað sterk- ust. Það mætti jafnvel halda því fram að afsögn sé eitt af þeim tækjum sem tiltæk eru í lýðræð- isríki til þess einmitt að undir- strika lýðræðið, hlúa að því og komast hjá trénun valdsins „…sem breytti hagkerfi sínu í risavaxinn vogunarsjóð“. Er það ekki um- hugsunarefni að undanfarið hafa ráða- og ábyrgðarmenn víðs vegar um heim vikið úr starfi af minna tilefni? Að segja af sér – hvað felst í því? Jóna Dóra Óskarsdóttir, þýðandi og tónlistarmaður og hefur verið búsett erlendis síðastliðna áratugi. (jona.bokany@free.fr) – Nú færðu meira með áskriftinni Kynntu þér málið á mogginnminn.is F í t o n / S Í A F I 0 2 7 5 4 2 Skráðu þig núna Mogginn minn á netinu kostar aðeins 1.700 kr. á mánuði en fylgir frítt með venjulegri áskrift. Sérblöðin innan seilingar Þú getur skipt á milli sérblaða með einum músarsmelli. Sunnudagsblaðið, Atvinna, Fasteignir, Íþróttir, Viðskipti. Allt á sínum stað. Flettu mánuð aftur í tímann Þú flettir blaði dagsins í tölvunni þinni hvar og hvenær sem er. Þú getur jafnvel skoðað Morgunblaðið 30 daga aftur í tímann. Mogginn minn á netinu Í áskrift er innifalinn aðgangur að þjónustu sem kallast Mogginn minn á netinu. Aðeins þarf að skrá sig á vefslóðinni mogginnminn.is, og þá er einfalt að lesa Morgunblaðið í heild og fletta því í tölvunni þinni. Helstu fréttir í tölvupósti Þú færð tölvupóst með helstu fréttafyrirsögnum blaðsins daglega sem þú getur opnað í vefskoðaranum þínum og skoðað nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.