Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 35

Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 ✝ Ester Haralds-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 26. júní 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. nóv- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Hall- borgar Sigurjóns- dóttur, f. 7. desem- ber 1921, d. 6 maí 1989 og Haraldar G. Guðmundssonar, f. 6.ágúst 1917, d. 3. janúar 1998. Systk- ini Esterar eru þau Svanberg, f. 22. febrúar 1937, Sigurjóna, f. 14. desember 1942, Guðrún Ágústa, f. 2.apríl 1944, Eiður, f. 17. janúar 1947, Jón Ingvar, f. 20. desember 1953 og Hólmfríður, f. 28. febrúar 1962. Ester giftist hinn 10. september 1966 Siggeir Ólafssyni bifreiða- stjóra, f. 14. júní 1945, d. 17. ágúst 2005. Ester og Siggeir eignuðust 4 börn. Þau eru: 1) Vignir Þór, f. 7. ágúst 1965 kvæntur Katrínu Jóns- dóttur leikskólakennara, f. 19. febrúar 1966, börn þeirra eru Est- er Harpa, f. 23. mars 1989, Elsa María, f. 10. janúar 1995 og Sig- urjón Óli, f. 3. ágúst 1998. 2) Har- aldur Borgar flugvirki, f. 12. sept- ember 1966, kvæntur Margréti Á. Jóhannsdóttur, f. 4. júní 1964, dætur þeirra eru Katrín Anas- tasía, f. 22. febrúar 2001 og Heið- rún Katla, f. 8. febr- úar 2006. 3) Ólafur Karl, starfsmaður MS, f. 12. sept- ember 1966. 4) Guð- laug Edda lyfja- tæknir, f. 25. desember 1972, gift Helga Hafþórssyni tölvunarfræðingi, f. 7. desember 1969, börn þeirra eru Ásta Margrét, f. 4. mars 1995, Hafþór Andri, f. 27. októ- ber 1997 og Halla Bryndís, f. 25. sept- ember 2006. Ester ólst upp í Reykjavík, fyrst á Laugavegi og síðar í Mosgerði. Hún gekk í Austurbæjar-, Breiða- gerðis- og Réttarholtsskóla. Fyrstu búskaparár sín starfaði hún við heimilið og fór síðar sam- hliða húsmóðurstörfum að vinna við verslunar- og skrifstofustörf. Eftir þrítugt lauk hún námi við Sjúkraliðaskóla Íslands og vann sem sjúkraliði á Landakoti, Heilsugæslustöð Kópavogs og lengst af á Landspítalanum. Ester naut trausts samstarfsfólks og starfaði mikið sem trúnaðarmað- ur á sínum vinnustöðum. Ester var virk í störfum fyrir Óháða söfn- uðinn, í tíu ár var hún formaður Kvenfélags Óháða safnaðarins. Ester verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég sé fyrir mér að mamma og pabbi séu núna svífandi í dansi á fal- legri strönd með kvöldsólina við sjóndeildarhringinn. Hver veit nema að Gosi ærslist með þeim. Ég man hvað ég var stolt að horfa á þau dansa því flottara danspar hef ég aldrei þekkt. Eflaust er mamma að hugsa um hvernig hún getur strítt pabba en pabbi horfir til hennar með ást í augum. Það sem þau áttu var sönn ást. Þau voru ákaflega samrýnd hjón; þar sem annað var, var hitt við hlið. Árin þrjú frá því að pabbi dó hafa ekki verið mömmu auðveld enda voru þau alla tíð sem eitt. Þegar ég hugsa til mömmu sé ég konu sem var sterk, ákveðin, hrekkjótt og glaðlynd. Hún er Mamma mín með stóru emmi og svo sannarlega átti ég bestu mömmu í heimi. Mamma var best í svo mörgu, lengi vel hélt ég að mamma gerði bókstaflega allt best. Hún saumaði fallegustu fötin, prjónaði fallegustu peysurnar, eyddi tíma í að setja fallegar hárgreiðslur í mig fyrir öll tilefni, hún eldaði besta matinn og kökurnar voru eins og eftir fagmenn. Hún opnaði hús sitt fyrir öllum. Því fleiri sem komu í mat því ánægðari var hún. Ánægja hennar fólst í því að vera stoð og stytta annarra. Því miður hefur þessi sterka kona horfið okkur sjón- um smám saman inn í sjúkdóm Bakkusar. Seinustu ár höfum við oftar séð hana með klafa alkóhól- ismans en sem þessa stórkostlegu og skemmtilegu konu sem hún í raun var. Þegar ég dimitteraði þá saumaði hún búninginn á allan bekkinn. Hún vildi að við værum fín og vissi að hún gæti þetta best. Enda höfðu margir á orði að okkar bekkur væri með vandaðasta bún- inginn. Ég skil stundum ekki hvern- ig hún fór að því að ala upp 4 fjör- kálfa og stunda líka nám. Það hefur þurft mikinn aga og áhuga til að halda sér við efnið. Eitt sinn þegar hún þurfti að læra undir próf þá sendi hún okkur út og í pössun til að geta fengið frið. Stuttu seinna kom hringing frá henni um að vinsam- legast senda okkur heim, því að hún gat ekki lært í allri þessari þögn. Það er eitt leyndarmál sem við mamma eigum. Þegar ég var í menntaskóla og var í áfanganum vélritun þá var heimanámið frekar stíft. Ég þurfti að vélrita á gam- aldags ritvél 5 blaðsíður á viku villu- laust, skil voru á föstudögum. Í hverri viku lenti ég í tímaþröng. Það var nefnilega alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast á fimmtu- dögum. Í hverri viku sagði mamma við mig þegar ég hafði barmað mér mikið: „Guðlaug mín, farðu bara, ég skal klára þetta fyrir þig“. Mamma fékk þannig 10 fyrir vinnuskil en lokaeinkunnin mín var 6. Mamma mín, þér fannst vélritun miklu skemmtilegri en mér. Endalok lífs hennar voru friðsæl. Það eru for- réttindi að hafa fengið að standa henni við hlið þegar hún lagði ein af stað í ferðalagið sem við förum öll í. Ég veit að hún var sátt við að fara. Hún var orðin svo þreytt. Ég veit að hún var stolt af okkur og þess vegna gat hún sleppt takinu. Seinustu viku höfum við séð mömmu eins og hún var, lausa við þrautir, brosmildu mömmu sem hef- ur deilt með okkur skemmtilegum sögum með glampa í augum. Fyrir það er ég þakklát. Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Merk mikil ferðin hafin er eigi mæða þig nú líkamsmein. Líkn með ferð langri árangur ber leið þessa ferð nú og ekki ein. Margir hlutir í lífinu eru ekki ólíkir þínu lífi, fara áfram með mikl- um hraða. Líf þitt, sjúkralega þín og andlát þitt, allt gekk þetta með miklum hraða. Lífsbaráttuna hófstu ung og lífinu laukst þú snemma, óþarflega snemma. Verður okkur oft hugsað til þess nú á seinni árum eftir því sem aldur okkar og þroski hefur aukist, hversu erfið og hörð lífsbar- áttan hefur verið ykkur foreldrum okkar fyrstu ár ykkar í búskapnum. Móðir aðeins sautján ára, þriggja barna móðir átján ára og eitt af þeim fatlað. Rúmlega tvítug bætir þú við þig að aðstoða einstæðan föð- ur með sína tvo drengi og vorum við þá orðnir fimm. Stuttu síðar bætist í hópinn stúlka og er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera á þínu heimili. Ekki var til í þínum orðaforða að gefast upp og voru vinnudagar þínir oft býsna langir, eftir að við börnin tókum að stækka bættir þú við þig námi og vinnu. Þó vinnudagar væru langir var stutt í brosið og hlát- urinn, stutt í glensið og stríðnina. Óskuðum við þess gjarnan að þið gætuð átt róleg og notaleg ár á efri árum, en nú eruð þið bæði gengin á brott, hefðum við viljað sjá ykkur njóta lengur afraksturs erfiðis ykk- ar. Viljum við þakka fyrir þau ár sem við fengum að njóta samvista þinna. Takk fyrir allt, mamma. Maður er með þér sem gengin er brott móti þér tekur með fögnuð og söng. Glöð gangið leið ykkar yngri og flott gaman nú hjá ykkur kvöldin löng. (VÞS) Vignir, Haraldur og fjölskyldur. Ástkær systir mín, Ester Har- aldsdóttir, lést hinn 3. nóvember síðastliðinn. Þrátt fyrir að vera ein- ungis nýorðin sextug hafði Ester barist við veikindi um hríð og var líkaminn orðinn lúinn og hvíldinni feginn. Ljúfar minningar frá upp- vexti okkar systkina hafa leitað á hugann undanfarna daga enda margs að minnast og margs að sakna. Systkinahópurinn sem ólst upp að Laugavegi 158 stækkaði ár frá ári og voru miklir kærleikar okkar á milli. Á þeim árum vorum við Ester oft kölluð „litlu krakk- arnir“ af eldri systrunum, þeim Jónu og Gústu, þó við síðar yrðum um miðjan systkinahópinn þegar Jón og Fríða bættust við. Æskuár okkar systkina eru í huganum sveipuð vissum ljóma enda var vel að okkur búið í alla staði og ein- kenndist uppeldi okkar af miklu ást- ríki. Á æskuheimilinu bjó stórfjöl- skyldan undir sama þaki og nutum við systkinin leiðsagnar ömmu og afa út í lífið samhliða ráðleggingum foreldranna. Ekki má heldur gleyma Önnu frænku sem lengi vel tilheyrði þessari sömu stórfjöl- skyldu að Laugaveginum. Heimilinu mætti helst líkja við hótel eða öllu heldur menningarmiðstöð fyrir ætt- ingja okkar bæði úr Reykjavík og utan af landi en þangað voru allir velkomnir. Þessi mikli gestagangur og kynni okkar af ólíku fólki mótaði okkur systkinin og veitti okkur visst veganesti út í lífið sem ég myndi síst vilja vera án. Við Ester brölluðum ýmislegt saman á þessum árum. Saman gengum við í skátahreyfinguna og nutum þeirrar nýlundu að drengja- og stúlknaskátar máttu starfa sam- an að hinum ýmsu verkefnum. Okk- ur, líkt og eldri systrunum var snemma kennt að vinna fyrir okkur og í upphafi starfsferilsins bárum við í samvinnu út dagblöð í nálæg- um hverfum þó uppskeran hafi ein- vörðungu dugað sem vasapeningur. Síðar störfuðum við saman hjá Svavari í versluninni Ás, við hlið heimilis okkar. Ester gekk í hjónaband löngu á undan mér og ég man það eins og gerst hafi í gær þegar Siggeir henn- ar kom inn í fjölskyldu okkar með bjartan og fallegan svip sinn. Það birti jafn mikið yfir Ester systur minni og saman gengu þau brosandi í farsælt hjónaband og eignuðust börnin Harald, Ólaf og Guðlaugu en áður hafði Siggeir gengið elsta syni Esterar, Vigni, í föðurstað. Þau hjón voru samstiga og var gaman að fylgjast með þeim byggja fjölskyldu sinni heimili bæði á Borgarholts- brautinni og Rauðahjallanum með eindæma dugnaði og eljusemi. Eft- irminnileg eru öll jólaboðin sem þau hjón buðu til á jóladag og fögnuðu um leið afmælisdegi dóttur sinnar ár hvert. Þá var öllum ættingjunum boðið til veislu og ekkert til sparað. Var jólaboð Esterar og Siggeirs lengi vel vettvangur kynslóða ætt- arinnar til að hittast og skrafa og eiga þau heiður skilinn fyrir eljuna. Þrátt fyrir að nú skilji leiðir um sinn stendur eftir minning um góða og umfram allt heiðarlega systur sem nú er aftur komin faðm eig- inmanns sins, gæðadrengsins hans Siggeirs. Við Björk sendum Vigni, Haraldi, Ólafi, Guðlaugu, mökum og börnum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Eiður Haraldsson. Mig langar að minnast þín, Ester mín, í nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 20 árum þegar ég og Vignir fórum að rugla saman reitum. Mér leið strax vel í návist þinni og fann að ég var velkomin í fjölskylduna þína. Fyrsta barna- barnið, nafna þín, fæddist svo síðar og þvílíkt stolt amma sem þú varst. Þú varst mikil hannyrðakona. Barnabörnin fengu ófáar flíkur frá þér hvort sem var saumað eða prjónað. Þrátt fyrir veikindi varst þú enn að grípa í prjóna við og við. Þú varðst „fullorðin“ nokkuð ung og varst komin með þrjú börn aðeins 18 ára. Þar af einn sem var fatlaður og þurfti mikla aðhlynningu á sínum yngri árum. Þú tókst líka að þér að hjálpa ekkjumanni með syni sína tvo. Þetta leystir þú af hendi með miklum sóma, að mér skilst, því allt eru þetta yndislegir menn í dag og átt þú vissan þátt í þeirra per- sónum. Lífshlaup þitt gekk ansi hratt, sem einkenndi þig svolítið í daglegu lífi. Til dæmis hafðir þú mikið dálæti af því að horfa á Form- úluna með þínum kæra, svo og að horfa á handbolta. En þessar íþróttagreinar ganga jú svolítið hratt fyrir sig. Þú skildir ekki hvernig fólk nennti að horfa á fót- bolta. Svo fannst þér gaman að spila og tókum við oft í spil saman og þá sérstaklega yatzy, sem þið hjónin voruð sérfræðingar í. Síðustu ár hafa verið þér svolítið erfið, en aldrei varst þú að kvarta, heldur tókst á við veikindin á þinn hátt, vildir ekki vera byrði á neinum og barst tilfinningar þínar ekki á torg. Þér var meira umhugað um að öllum hinum liði vel og spurðir alltaf hvað væri að frétta af fólkinu mínu. Í sumar varðstu 60 ára og bauðst í fína veislu í sumarbústað, en þér fannst alltaf svo gaman að fá gesti, ferðast, fara í bústað og komast í pottinn. Þá leið þér vel. Þrátt fyrir veikburða líkama léstu þig hafa ým- islegt og varst dugleg að ganga um þegar kroppur leyfði. Þér líkaði nú samt örugglega ekki vel að geta lítið gert, en gerðir jafnan grín að sjálfri þér „að það væri brjálað að gera hjá þér, við að gera ekki neitt“ og hlóst! Áður en að kraftur þvarr, þá varstu búin að finna ráð til að komast leið- ar þinnar, þú varst búin að panta þér fararskjóta, því að þannig leið þér vel, alltaf á ferðinni. Ég kveð þig nú kæra vinkona og tengdamóðir, nú hittist þið aftur vinirnir og hjónin og takið örugg- lega í spil saman. Þín Katrín. Mig langar til að minnast systur minnar Esterar í örfáum orðum. Ester var á margan hátt kraft- mikil og hugrökk kona. Þó að leiðir okkar systra hafi ekki alltaf legið saman, dáðist ég alltaf að þeirri elju og sjálfstæði sem hún bjó yfir. Mér er einna minnisstæðust jóla- boðin sem hún systir mín hélt. Eftir að dóttir hennar Guðlaug fæddist á jóladag, tók Ester ásamt manni sín- um að sér að halda jólaboð fyrir alla fjölskylduna í bæði móður og föð- urætt barnanna. Þetta voru ynd- islegar og algjörlega ómetanlegar stundir þar sem stórfjölskyldan kom saman. Ekki taldi hún systir mín eftir sér að baka fyrir jólaboðin og tók sá undirbúningur oft margar vikur, þar sem hún safnaði saman gómsætu bakkelsi í frystikistuna. Síðan þegar við mættum var tek- ið á móti okkur með hlýju faðmlagi og bornar ofan í okkur veitingarnar. En þetta lýsir henni systur minni vel, hlýjan og dugnaðurinn fylgdu henni hvarvetna. Ung að árum giftist Ester, Sig- geiri Ólafssyni. Í honum fann hún góðan lífsförunaut. Enda voru þau ákaflega samtaka hjón. Það var mikill missir fyrir Ester þegar mað- ur hennar lést fyrir rétt rúmum þremur árum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem voru ásamt barnabörn- um gleðigjafar í þeirra lífi. Með þessum fátæklegum orðum kveð ég systur mína, fullviss þess að vel hafi verið tekið á móti henni af eiginmanninum. Börnum, tengda- börnum og barnabörnum votta ég samúð mína. Hólmfríður Haraldsdóttir. Elsku mamma, ég sit hér með blað og penna og veit ekki hvar ég á að byrja. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Ég man þegar þú stóðst eins og klettur við hlið mér er ég var á barnaspítalanum, í öllum mínum að- gerðum á yngri árum . Þú varst allt- af til staðar hvort sem ég var heima eða veikur á spítala. Þú varst alltaf svo dugleg, brosmild, glettin og stríðin. Elsku mamma, þegar ég hitti þig á spítalanum síðasta fimmtudag, sagði ég þér að ég væri á leið til Malmö í brúðkaup vinkonu minnar. Sjálfur var ég búinn að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara þessa ferð þar sem þú hafðir veikst svo mikið, en systkini mín hvöttu mig til ferðarinnar. Er ég fór að sofa á laugardagskvöldið var ég orð- inn mjög þreyttur. Um miðja nótt vakna ég eftir að mig dreymdi að pabbi hefði komið til mín og sagt: „mamma vill að þú komir heim og talir við sig“. Þegar ég lenti í Kefla- vík á sunnudagskvöldið, hringdi Haraldur bróðir minn í mig og sagði mér að mamma væri orðin mikið veik og ekki væri langt eftir. Var ferðin til Reykjavíkur mér erfið. Ég fór beint upp á spítala og hitti þar fjölskylduna og Mýako prest okkar heyrnarskertra og útskýrðu þau fyrir mér hvað hefði gerst á meðan ég var í Svíþjóð. Þau hefðu haft miklar áhyggjur af mér og vissu ekki hvernig ég myndi bregðast við þessum fréttum. Sporin voru erfið að sjúkrabeði mömmu, ég settist við hlið hennar, tók í hönd hennar og sagði henni að ég væri kominn heim. Frænka mín sat á móti henni og sagði mömmu að ég væri svo flottur í tauinu líkt og venjulega. Elsku mamma, ég veit að þér líð- ur vel núna. Veit að pabbi bíður eft- ir þér og tekur vel á móti þér. Hvíldu í friði. Þinn sonur Ólafur. Ester Haraldsdóttir Amma var mjög góð og skemmtileg. Hún gaf mér kók að drekka þegar ég mátti ekki fá kók. Líka prins póló. Það er mjög leiðinlegt að hún er látin. Það var mjög gaman þegar hún kom til okkar. Hún var mjög góð amma. Hafþór Andri Helgason. HINSTA KVEÐJA                                         Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.