Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Nú ert þú kvödd í anda blíðum af öllum þeim sem kynntust þér, með ljúfa þökk frá liðnum tíðum, sem lengi er vert að minnst sé hér, og þó að gröfin hylji hold, þitt hrós skal vaka ofar mold. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifir andi þinn, og eigi völ á unaðsgæðum sem ekki þekkir heimurinn. Og allt sem gott hér gjörðir þú hjá guði launað verði nú. (Jón Þórðarson.) Kveðja, Gísli Antonsson og Gísli Grímur Gíslason, Danmörku Elsku amma Gunna. Þegar við fæðumst er það það eina sem við vitum fyrir víst að við munum einhvern tíma deyja. Aldrei er maður samt undir það búinn þegar kallið kemur. Eins og þú sagðir svo oft, „enginn ræður sínum næturstað“. En nú hefur þú sofnað svefninum langa og trúi ég því að afi hafi tekið vel á móti þér. Smellt á þig kossi á kinnina eins og hann gerði alltaf þegar hann var á lífi. Þó svo hann væri bara rétt að skjótast í búð eða að fara inn í rúm að leggja sig, kyssti hann þig alltaf bless. Mér fannst það alltaf svo fal- legt. Fyrstu árin mín bjuggum við hjá ykkur afa í Stóragerðinu. Þegar við fluttum inn í nýja húsið okkar í Njáls- gerðinu var ég alls ekki sátt við þenn- an nýja stað. Oft og iðulega sá mamma á eftir mér stelast yfir móann í átt að Stóragerðinu, eða hún fékk símhring- ingu frá ykkur afa með þeim orðum að það væri kominn lítill gestur til þeirra. Við barnabörnin sóttum mikið í það sem krakkar að vera hjá ykkur í Stóragerðinu. Við gátum dundað okk- ur endalaust saman inni í gamla eld- húsi. Okkur fannst allt gamla dótið svo mikill fjársjóður og pössuðum vel upp á að ganga alltaf vel frá eftir okk- ur. Enda komumst við ekki upp með annað. Ef allir voru stilltir og góðir Guðrún Aðalbjarnardóttir ✝ Guðrún Að-albjarnardóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Kirkju- hvoli 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stórólfshvols- kirkju 25. október. áttir þú það oft til að verðlauna okkur með smá sælgætismola. Við þurftum oft að byrja á því að fá okkur eithvað að borða þegar við komum í heimsókn. Það var bara svo skrítið að þó svo við værum nýbúin að borða þegar við kom- um vorum við samt al- veg sársvöng. Okkur fannst mjólkurglas og brauð með smjöri bragðast svo miklu betur hjá þér en heima hjá okkur. Mér fannst garðurinn hjá ykkur afa vera heill ævintýraheimur. Fullur af trjám og blómum. Inni í gróður- húsinu þínu voru alls konar blóm og fallegar rósir. Rósailmurinn á alltaf eftir að minna mig á þig, elsku amma. Garðurinn þinn var þínar ær og kýr og varstu þar nánast öllum stundum yfir sumartímann. Enda var garður- inn þinn líka fallegur. Á síðustu ár- unum fannst þér sárt að geta ekki sinnt garðinum af fullum krafti, en líkaminn leyfði það bara ekki. Fjöl- skyldan reyndi að sameinast í að sinna því sem þurfti að gera og alltaf varstu svo þakklát fyrir allt sem fyrir þig var gert. Elsku amma, mikið á ég eftir að sakna þín. Ég mun alltaf eiga ömmu Gunnu í hjartanu. Ég veit að þér líður vel og ert glöð með að vera komin til hans afa. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristalstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þín ömmustelpa Elísabet Rut. Elsku langamma Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Við eigum eftir að sakna þín, elsku langamma. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og takk fyrir allan ísinn sem þú áttir alltaf til í frystikistunni þinni. Sigmar Valur, Bryndís Rut og Lovísa Karen. Ég heyri ykkur kvaka af kvistum, þrestir, með klökkum róm, er sumri fer að halla og blómin visna, blöð af greinum falla og boða haust, en snjó á jörðu festir. Þá deyja líka draumar ykkar flestir. Þá drjúpa tár á líkhjúp hvítra mjalla. Og hljóma ykkar hryggðin vekur alla, þið himinbornu skáld og jarðargestir. (Davíð Stefánsson.) Hún Guðrún vinkona mín gefur ekki lengur þröstunum í garðinum sínum í Stóragerðinu nú þegar vetur gengur í garð. Hún gengur ekki held- ur til blómanna, vökvar og gefur þeim hlýlegt orð. Því Guðrún kvaddi þetta jarðlíf mánudaginn 20. október, liðlega áttatíu ára gömul. Vinskapur tókst með okkur Guðrúnu þegar ég flutti aftur á Hvolsvöll og gerðist sveitarstjóri þar, en Guðrún sá um ræstingar á hreppsskrifstofunni. Guðrún var sérstök kona. Hún var staðföst og fátt fékk henni haggað. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og stutt var í húmorinn sem stundum gat verið svolítið beittur og hæðinn. Guðrún sinnti sínu starfi af kostgæfni og oft var spjallað yfir kaffibolla og hún fékk sér eina sígarettu svona til þess að skerpa hugsunina. Hún sagði mér eitt sinn frá heimsókn sinni til nýja læknisins á Hvolsvelli, Guðmundar Benediktssonar. Hún hafði sagt við hann að líklega væri best fyrir sig að hætta að reykja. Þá hafði Guðmund- ur svarað að bragði: „Það tekur því nú ekki, Gunna mín.“ Þetta þótti Guðrúnu gott svar og hún kættist yf- ir og sagði að líklega væri þetta alveg rétt hjá honum. Eftir að ég lét af starfi sveitar- stjóra kíkti ég stöku sinnum við hjá Guðrúnu í Stóragerðinu. Þar var hennar ríki og þar vildi hún vera. Hún hafði mikið yndi af garðinum sínum og blómunum og fylgdist með fuglunum sem áttu þar sitt athvarf. Fjölskylda hennar fylgdist vel með henni og högum hennar og var henni stoð og stytta þegar aldurinn færðist yfir og heilsu tók að hraka. Guðrún hafði gjarnan á orði að þegar hún færi á elliheimilið myndi hún áreið- anlega deyja. Þar sá hún lengra fram en við hin. Því hún hafði einungis ver- ið þrjá daga á hinu ágæta dvalar- heimili aldraðra Kirkjuhvoli á Hvols- velli þegar hún sofnaði svefninum langa. Ég er viss um að nú fylgist hún með fuglalífi, blómum og mannlífi í himnaríki. Aðstandendum Guðrúnar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing hennar. Ísólfur Gylfi Pálmason. Ég elska þig elsku amma mín. Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og sagt við mig. Takk fyrir allt saman. Ég sakna þess að hitta þig ekki aftur. Þinn Rúnar Helgi. HINSTA KVEÐJA                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR HELGADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir velvild og góða umönnun. Birgir Hjaltason, Bjarndís Sumarliðadóttir, Helgi Hjaltason, Guðrún Stefánsdóttir, Björn Hjaltason, Kolbrún Hjaltadóttir Lovell, John Lovell, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og sonur, GESTUR SIGURGEIRSSON, Ystaseli 29, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Svala Ingimundardóttir, Sigrún Gestsdóttir, Gunnar Jón Yngvason, Hlíf Gestsdóttir, Reynir Valdimarsson, Ingimundur Gestsson, Elín Björk Björnsdóttir, Elísabet Gestsdóttir, Hilmar Jacobsen, barnabörn og Hlíf Gestsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA TRIX KRISTJÁNSDÓTTIR, Lambanes-Reykjum, Fljótum, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður á Barði í Fljótum. Alfreð Hallgrímsson, Sigurlaug Margrét Alfreðsdóttir, Magnús Alfreðsson, Þóranna Sigurbjörg Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR EINARSSON frá Núpi, Berufjarðarströnd, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 5. nóvember. Jarðsungið verður frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 15. nóvember kl. 13.00. Einar Jóhann Gunnarsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hólmar Víðir Gunnarsson, Jarþrúður Baldursdóttir, Sigurður Borgþór Gunnarsson, Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir, Svavar Júlíus Gunnarsson, Sigríður H. Georgsdóttir, Ómar Valþór Gunnarsson, Guðleif S. Einarsdóttir, Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, Steinar Þ. Ólafsson, Stefán Benedikt Gunnarsson, Hólmfríður S. Pálsdóttir, Björgvin Rúnar Gunnarsson, Vilborg Friðriksdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra RAGNHILDUR ÁRSÆLSDÓTTIR, Sunnubraut 1, Vík í Mýrdal, lést á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni þriðjudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Guðlaugur Guðjónsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.