Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 1

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 1
Orðsending. Góðir félagar! Meyjar og menn í Sambandi ungmennafjelaga Islands! Á öllum timum hafa ungmennafélögin ærin viðfangs- efni — „verk til að vinna“ — til mannbóta og þjóð- þrifa, sem heimta óslitið áframbald. Á öllum tímum kalla slílc störf og skyldur félagsskaparins til félaganna, minna á verkefni og tjá þörfina á óbrigðulli liðveislu og þrautþolnum kröftum. Og á öllum tímum ber því hverjum einum ungmennafélaga að hafa ætlunarverk félagsskaparins hugfast, láta sér sjálfum verða það til uppbyggingar og leggja heildinni þá hjálp er samein- aðir kraftar og óeigingjarn vilji fá til vegar komið. Á þennan hátt er félagsskapnum unt að verða til þeirra þjóðheilla, sem ætlunarverk hans er. pví er þó þannig varið með ungmennafélögin, sem flestan þann fJagsskap er að hugsjóna- og siðmenn- ingarmálefnum starfar, að aðalstarfstími þeirra er að vetrinum, er meira hlé verður á striti og útiönnum til lífsviðurværis og verklegra framkvæmda. Sambandsstjórnin vill um leið og hún sendir hverj- um ungmennafélaga kveðju sína, minna á komandi starfstímahil og heita á hvern þeirra til drengskapar og dáðríkra framkvæmda. Auk þeirra margvíslegu starfa er hin ýmsu félög hafa með höndum, hljóta þó aðal- verkefnin jafnan að vera sameiginleg, verkefni, sem hvert fclag og hver félagi hljóta að láta sér umhugað

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.