Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 7

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 7
SKINFAXI 103 Stofnaði eg því U. M. F. Eyrarbakka með nemendum mínum úr ungmennaskóla, fullnaðarprófsbörnum úr barnaskóla og nokkrum l'leirum áhugasömum ung- mennum vorið 1920. Vetui-inn 1919—-’20 fór eg fyrirlestraferð meðal ung- mennafélaga í Árnessýslu, af hálfu sunnlendingafjórð- ungs U. M. F. í. Leitaðist eg við í þerri ferð að kynna mér hag og ástand félaganna. Kvað þar víðast við sama tón: að félögunum gengi erfiðlega að halda sér ungum. Væri innstreymi æskulýðsins lítið og félögin ellust og stirnuðu með forgöngumönnum sinum. -— Hugðist eg að koma í veg fyrir meinsemd þessa í U. M. F. E., og nota um leið aðstöðu mína sem kennara til þess að beina bugum barna þeirra, er eg kendi, að hugsjónum U. M. F. og áhugamálum. póttist eg geta mundu linnið með því þarft verk og þægt, bæði ein- staklingum og þjóðarheild. U. M. F. E. stóð frá upphafi opið börnum innan fermingar. Komu nokkur í það þegar í byrjun. En mér var það undireins fulllcomlega ljóst, að 10—15 ára börn eiga enga samstöðu með fólki á venjulegum U. M. F,- aldri. Geta börn ekki notið krafta sinna né haft þá vakningu, æfingu og ánægju, sem vera her, við störf i almennu U. M. F. Réð eg því af að mynda barnadeild innan U. M. F. E. þegar er aðalfélagið væri komið svo vel á laggirnar, að tóm ynnist til. Skyldi deild sú vera siyngjandi Iðunn félagsins. A fyrsta aðalfundi U. M. F. E., i janúarmánuði 1921, var svohljóðandi grein bætt inn í lög félagsins: „Félaginu skal skift í tvær deildir, yngri og eldri. I yngri deild skulu vera allir félagar, þeir sem ófermdir eru, en fermdir félagar í liinni eldri. Skulu deildirnar halda að minsta kosti annan hvorn fund í sínu lagi. Lætur stjórn þess gelið í fundarboði, livort fundur er sameiginlegur eða ekki. Félagsstjórn er jafnframt stjórn eldri deildar, en yngri deild skal hafa eigin stjórn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.