Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 9

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 9
SKINFAXI 105 iþegar skemtileg mál eða almenn liugðarefni eru á dag- skrá. Man eg t. d. að eitt sinn talaði 11 ára patti nokk- ur, sem hvorki stóð aftur eða fram úr hnefa, tíu sinn- um í sama máli á einum fundi. Vitanlega eru ræðurn- ar ekki ætíð langar: tvær—þrjár setningar. En „mjór er mikils visir“. Og gaman er sannarlega að iilýða á rökræður og kappræður litla mælskufólksins, enda þótt sjaldnast sé teygt úr þræðinum meira en nauðsyn ber til. Besta og sannasta mynd af fundastarfsemi yngri deildar þykist eg geta gefið með því aö birta liér eina fundargerð deildarinnar og starfsskrá hennar hálfan vetur. Fundargerðin er orðrélt, eins og þáverandi rit- ari (13 ára) gekk frá henni. Úr starfsskránni sleppi eg nöfnum barna þeirra, er vinna skyldu verkin. Einn úr nefnd eldri félaga, þeirri er aðstoðar deildina, er jafnan með í ráðum um samning starfsskrár. — Fundargerðin: „7. fundur yngri deildar U. M. F. E. á árinu 1925 var haldinn í bamaskólahúsinu 5. maí. — 1. Fundur settur með söng kl. 4y2 e. li. —- Lesin dagskrá fundarins. — 2. Lesin fundargerð síðasta fundar og samþykt. — 3. Ingimar Jóhannesson og Aðalsteinn Sigmundsson mæltu fyrir minni félagsins. Töluðu þeir um tilgang þess og störf. Einnig mintust þeir á afmæli félagsins og sögðu sögu þess frá upphafi. — 4. Kristjana Guðmundsdóttir las upp þuluna: „Grágæsamóðir, ljáðu mér vængi.“ — 5. Ástríður Sigurðardóttir las upp kvæði, sem heitir: „En hvað það var skrítið.“ — 6. Hvernig verður best varið fristundunum í sumar? Málshefjandi Guðmund- ur Geir Ólafsson. Taldi hann gagnlegt að þrifa og þjálfa líkamann, lesa góðar bækur og gefa gaum að' náttúrunni. Auk málshefjanda töluðu: Ingimar Jóhann- esson, Eirílair Eiriksson, Gestur Ólafsson, Steinn Guð- mundsson, Aðalsteinn Sigmundsson, Ketill Gislason, Kristjana Guðmundsdóttir. Ræðumenn voru allir sam- mála málshefjanda. — 7. Aðalsteinn Sigmundsson las

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.