Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 18

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 18
114 SKINFAXI bæði vetur og sumar. par eru einhver hin ágætustu beitilönd á öllum Norðurlöndum. í fornöld gekk fén- aður mjög sjálfala á Grænlandi og svo gerir hið is- lenska fé, er nú hefir verið fiutt til Grænlands. Á Görð- um i Einarsfirði, þar sem voru 100 kúa i fornöld, ganga nú um 40 danskar kýr sjálfala hartnær allan veturinn. Garðávextir i matjurtagörðum Skrælingjanna að Görð- um verða að eins x/3 minni en samskonar ávextir i Dan- mörku. Bæjarrústir og tún íslendinga standa enn við þessa firði. Rústir af hlöðum og heygörðum sýna, að töluverður heyskapur hefir verið stundaður á Græn- landi í fornöld. í f jörðunum má fá ótakmarkað af loðnu til kraftfóðurs. 1 fjörðunum er uppgripa veiði af dýr- um fiskum og i ánum eru einnig uppgrip af laxi og sil- ungi. Fyrir frumbýlinga eru þessi hlunnindi ómetan- leg, af því þau gefa þeim arðvænlega uppgripa atvinnu meðan þeir eru að koma búum sínum i lag. — Á þess- um geysimiklu og ágætu beitilöndum má hafa margra, margra miljóna áhöfn af hreindýrum og sauðnautum og hafa af þessu afskaplegar tekjur. Nú þegar svo er kom- ið, að ungt fólk leitar í stórhópum ú^fcteitunum, er landnám á Grænlandi ólíkt álitlegri bj^Bæðisútvegur fyrir það, en að setjast að sem verkanro^i i kauptún- unum á íslandi. Grænland er afskaplega auðugt námuland. Jarðfræði Grænlands gefur sönnun fyrir þessu. þ’ótt Grænland sé enn ómálmleitað, liafa þar þó fundist margar auðugar námur af grafit, asbest, kopar, kryoliti, kolunr og járni og mörgu fleira. í kryolítnámunni vinna 50—70 manns i 6 mánuði á ári, en tekjurnar af þessari námu eru svo miklar, að hún mundi geta hygt okkur íslendingum járnbraut frá Reykjavík norður Holtavörðuheiði og alla leið norður á Akureyri á ca. 10 árum. Kola- og járn-lög Grænlandsæru geypileg auðlegð, því þau ná yfir griðar- stór svæði og eru þykk. Mestu skifti það þó fyrir oss Islendinga að með þvi að leggja undir okkur málm-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.