Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 21

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 21
SKINFAXI 117 ingum Grænland sem réltum eigendum, og mótmæla öllum og sérliverjum yfirráöum Dana þar. Verði Danir við þessari ósk, er Grænlandsmálið orðið íslenskt innanlandsmál. Vilji Danir ekki afhenda Grænland, ber íslanding- um að svara þvi á þann hátt, að flykkjast í stórhópum inn í Grænland og nema það, fiska þar, reka þar land- húnað, verslun, iðnað o. s. frv., eins og einokun og lokun Grænlands væri ekki til eða þeim með öllu óvið- komandi. Lokun Grænlands og einokun er Islending- um einnig óviðkomandi, ef Grænland væri danskt land. Lokunarlög Grænlands liafa þar á móti fult gildi gagn- vart dönskum borgurum og borgurum þeiiTa rikja, er hafa leyft Dönum að liafa Grænland lokað. I 6. gr. sambandslaganna er það skýrt ákveðið, að ís- lenskir borgarar skuli um alt Danaveldi hafa sama rétt og íslenskir ríkisborgarar á Islandi fæddir þar. Hinn sama rétt og við veitum Dönum á íslandi eigum við því lieimtingu á á Grænlandi. í 3. lið 6. gr. sambandslaganna er það sérstaklega te;kið fram, að íslenskir og danskir rikisborgarar skuli hafa jafnan rétt til fiskveiða í landhelgum hvors ann- ars, án tillits til þess, livar þeir eru búsettir. Hinn sama rétt sem danskir borgarar, þ. e. sama Fétt og Danir, Skrælingjar undir dönskum lögum og Skrælingjar, sem liafa varnarþing í Grænlandi, hafa til fiskveiða á Græn- landi liafa einnig íslenskir ríkisborgarar; en öllum. mönnum á Grænlandi er fiskveiði þar frjáls, og Skræl- ingjar Grænlands iiafa samkvæmt sambandslögunum sama rétt til fiskiveiða í landhelgi Islands og Islend- ihgar sjálfir. Er Danmörk viðurkendi fullveldi Islands lofaði Dan- mörk þar með hátíðlega og upp á æru og samvisku, að liinn almenni hluti þjóðaréttarins skyldi gilda milli ís- lands og Danmerkur. En aðalkjami þessa þjóðréttar er það, að öll þjóðréttariki skuldbinda sig til þess að liafa

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.