Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 31

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 31
SKINFAXI 127 En lífi margfa mikilmenna er mjög á annan veg fari'ð. ]?eir starfa í kyrþey, og það er oft ekki fyr en að þeim löngu liðnum, að menn læra að meta þá, og því síður að þeir verði alþýðu kunnir. ]?að var ekki liaft hátt um Pestalozzi meðan liann lifði. Og það er jafnvel ekki víst, að æfiferill hans sé öJlum kunnur. ]?ó var hann engu ómerkari maður en t. d. Napóleon. Svipað má segja um Zamenhof. Hann lét aldrei mikið á sér hera. En starf hans í þágu mannkynsins er svo mikið, að það hefir nú þegar borið hróður hans víða um heim. J?ó er hann kunnur alþýðu manna miklu miður en vera ætti. — Zamenhof fæddist 15. desember 1859, í þorpi einu austur i Póllandi. ]?ar bjuggu Pólverjar, Rússar pjóð- verjar og Gyðingar, hverir í sínum borgarhluta. Hver kynflokkur talaði sína sérstöku tungu, og hafði andstygð á málum hinna. peir skildu ekki hverir aðra, og vildu ekki skilja. Getsakir og bakmælgi geldc f jöllunum hærra. Tortrygnin var afskapleg. Úlfúð og ósamlyndi óx, Stundum logaði upp úr. pá voru menn drepnir, en aðr- ir ræntir. Og fjandskapurinn festi æ dýpri og dýpri rætur milli þjóðflokkanna. pessu líkt var ástandið viðast hvar í Rússlandi. Keis- arastjórnin blés óspart að kolunum. Henni var um að gera að leiða hugi kúgaðra þegnanna sem mest frá sér sjálfri, og þá var það drjúgasta ráðið, að spana þá hvern upp á móti öðrum. Margir góðir menn fundu sárt til þess, að þetta átti ekki að vera svona og þurfti þess heldur ekki. En þeir vissu engin ráð lil þess að bæta úr því. Sumir þeirra (t. d. skáldið Mickievitsj) héldu fram hugsjón bróð- ernisins, en fólkið skildi þá ekki. þ>á kemur Zamenhof til sögunnar. Honum finst skiln- ingsskorturinn vera aðalorsök óvildar og fjandskapar þjóðflokkanna, eins og reyndar allra manna. Fjöldi manna virtist ekki renna grun i, að menn af öðrum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.