Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Síða 33

Skinfaxi - 01.09.1926, Síða 33
SKINFAXI 129 vonverji tengir við vonarmálsstefnuna, er algert einka- mál hans, en stefnan ber enga ábyrgð á því. Nokkrir menn réðu Zamenhof til þess að b a n n a það, að ein eða nein bugsjón væri bendluð við vonar- málið, þvi að annars gæti það orðið til þess, að spilla fyrir framgangi málsins lijá þeim, sem hefðu born i síðu þeirrar hugsjónar, sem um væri að ræða. Hann svaraði þcssu svo á þingi vonverja i Genf árið 1906 (þar voru viðstaddir 1200 menn úr 30 löndiun): „. . . . Af ótta við það, að misþóknast ef til vill ein- bverjum þeim mönnum, sem vilja nota vonarmálið) að eins þá, þegar þeir sjálfir hafa hag af, ættum við allir að rífa burt úr hjarta okkar þann bluta vonar- málsstefnunnar, sem mikilvægastur er og heilagastur, þessa hugsjón, sem er aðalmark og mið hreyfingarinn- ar og um leið stjarna sú, sem altaf hefir vísað braut- ryðjendum málsins veg. Nei, nei, aldrei! Sú lcrafa skal kæfð með einarðlegri neitun. Ef við, fyrstu vonarvígis- mennirnir, værum skyldaðir til þess að forðast alt hug- sjónakent i starfi okkar, þá myndum við rifa í sundur og brenna á báli alt það, sem við höfum ritað fyrir von- armálið; við myndum eyðileggja og að engu gera æfi- starf okkar og erfiði, og harmþrungnir myndum við fleygja af hendi grænu stjörnunni,1) sem situr á brjósti okkar, og æpa með andstygð: Við svona vonarmál, sem á að þjóna hagkvæmum notum og fjárreiðum að eins, við það viljum við ekkert hafa saman að sælda.“ þ»að er auðséð af þessu, að menn geta verið góðir vonarmálsmenn, þó að þeir séu ekki fylgjandi bræðra- lagshugsjón Zamenhofs. Enda er það víst, að margir hafa lagt stund á það aðeins vegna þess, að þeir hafa búist við að græða á því efnislega, eða þeir hafa gert það fyrir forvitni sakir, eða sér til gamans. En það er sama hverjar ástæðurnar eru: nauðugir viljugir hríf- 1) Merki esperantista er græn stjarna, fimmydd.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.