Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1926, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.09.1926, Qupperneq 42
138 SKINFAXI Kenslubækur Jónasar: íslandssaga, dýrafræði og nýju skólaljóðin eru mikilsverðir og allítarlegir þætlir í fræðakerfi því, sem bæði liann og aðrir kennarar finna að þörf er á að semja við hæfi íslenskra barna, og kensluskilyrði þau, sem börnin verða víða að búa við. Jónas hefir samið bækur sínar mjög að öðrum hætti en áður var gert um rit þau, er notuð voru við barna- fræðslu. Yinsældir bóka hans sanna, að beytingin er mjög til batnaðar. peir, sem eitthvað þekkja til barna- fræðslu, vita, að flest börn lesa bækur Jónasar með ánægju bæði i skólum og i heimahúsum, en ánægja barna við nám er grundvöllur þess, að fólk hafi gagn af fræðslu, eldd einungis i barnaskólum, heldur líka við framhaldsnám. Óskandi væri, að Jónas hcldi upp teknum hætti, að rita kenslubækur; er bann hverjum manni betur til þess fallinn vegna þekkingar, en þó einkum vegna fram- úrskarandi ritleikni sinnar. Kenslubækur Jónasar eru tiltöiulega ódýrar. Bókafélagið gefur þær út, en kaupfé- lög annast að mestu um söluna. Nýju skólaljóðin. Kennarar tveir á Húsavík liafa valið kvæði i fyrra hefti nýiTa skólaljóða, BÓkafélagið er útgefandi. Kver þetta er mjög ódýrt, kostar í bandi kr. 2.50. Ætlast er til að ljóðasal'n þetta verði lesið og numið í barnaskólum og við heimafræðslu á undan kvæðum þeim, er J. J. safnaði, því er það kallað fyrra hefti „nýrra skólaljóða“. Safnendur kvæðanna hafa lagt kapp á að velja þau við barna hæfi og hefir það viða vel tek- ist, enda hlaut það að vera fyrsta boðorðið við þessa bókargerð, að safna góðum skáldskap og auðskildum. Setningafræði. Of lengi hefir dregist að Skinfaxi mintist á „Setninga- og greinamerkjafræði“ Freysteins Gunnarssonar. —-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.