Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 45

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 45
SKINFAXI 141 hún stóð yfir líkbörum sona sinna og kastaði örlaga- teningnum um jjersónu þá, er ólónið hlaust af. í þælti pórðar og Guðbjargar bregður böf. upp skugg- sjá hjónabandsins. Bóndinn er hygginda og dugnaðar- maður, en er vínlmeigður. Konan er skapstór og ámæl- ir bónda sínnm ósanngirnislega í reiði sinni; brá lion- um um, að hann sæti á sumbli en léti heimilið vanta nauðsynjar. Bóndi þekti konu sína og vissi hvað við átti; hann veitli henni það, er hún hafði kalsað um og þá fann hún best sjálf, hve illa hún kunni nýtískunni. Heimilið breyttist mjög til batnaðar og friður og ánægja stóð þar föstum fótum. páttur Egils frá Bergi lýsir því glögt, hve mikið ilt getur stafað af misskilningi; smá atvik getur myndað þyrnigerði ófært yfirferðar. Saga þessi lýsir ágætlega lítið gefnu og ómentuðu fólki. Siðasti þátturinn er efnislitil lýsing á hégómlegum og glaðlyndum karli. Við lestur þessara þátta ber að gæta þess, að átt er við menn og atburði á fyi'ri liluta 19. aldar, svo síst er að undra, þó nokkuð kenni þar kynja-trúar, enda er mikið um vábresti og veðurldjóð, og að mörgu eru söguhetjar Guðmundar ólíkar nútíðarmönnum. Við þjóðveginn. Skáldsaga eftir séra Gunnar Benediktsson. — Saga þessi er ádeilurit; þar eru dregnar dökkar myndir af ýmsu því, er höf. þykir öfugt ganga í þjóðlííinu; þar er lýst fjárhagslega ósjálfstæðum valdhöfum, ófærum til að reka erindi réttarins, þvi að þeir eru háðir fjár- plógsmönnum og lögbrjótum; fátækt og eymd Reykja- vDcur skipar bekk við hliðina á óhófs-eyðslu og við- bjóðslegir gróðabrallsmenn hafa á sér yfirskin guð- rræðslunnar, en afneita hennar krafti. — Bæjarfógeta- dóttir í Reykjavík er aðalpersóna sögunnar, hún vikh alt bæta og öllu bjarga; kennari í barnaskólanum vakti

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.