Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 14

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 14
110 SKINFAXI ingarritið þá út. Var samþykkt um það eftirfarandi ályktun: „SambandsþingiS ályktar að skora á sambandsstjórn, að hlutast til um, að ungmennafélögin safni nú þegar áskriföndum að minningarritinu. Fái málið viðunandi undirtektir, felur þingið sambandsstjórn að ráða sér- fróðan mann til að semja ritið. Ennfremur skorar sam- bandsþingið á öll þau ungmcnnafélög, sem ekki hafa þegar sent skýrslur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi sína á liðnum árum, að gjöra það sem fyrst, vegna hins fyirhugaða minningarrits.“ Sambandsstjórnin treystir því, að minningarrit ungniennafélaganna seljist vel, jafnmargir menn og nú eiga kœrar minningar tengdar við þann félagsskap. Þess vegna hefir hún þegar ráðstafað samningu rits- ins. Hefir hún náðið ungan og áhugasaman sagnfræð- ing, Geir Jónasson, er lokið hefir meistaraprófi við ,háskólann i Osló, til að semja ritið. Geir Jónasson er mjög vel undir þetta verk búinn, vegna rannsókna, er hann hefir gerl á atvinnu- og menningarsögu síðustu áratuga, meðal annars vegna bókar, sem liann hefir samið fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Mun hann vinna að undirbúningsrannsóknum og samningu ritsins í vetur, og er ráðgert, að það komi út næsta haust. Verður vandað til útgáfu þess, m. a. fjöldi mynda. Boðsbréf lil áskrifendasöfnunar verða send sambandsfélögun- um í vetur. — Útbreiðsla og fleira. Á sambandsþingi kom fram mikill áhugi á því, að hefja nýja vakningu í ungmennafélagsskapnum og vinna honum aukið fvlgi æskunnar. Eftirfarandi álykt- anir sýna þetta: „Sambandsþing leggur áherzlu á, að sambandsstjórn beiti sér af alefli fyrir því, að fá þau ungmennafélög og sambönd, sem nú standa utan U.M.F.Í., til þess að ganga í það, og að stofna þar ungmennafélög, sem þau eru ekki fyrir.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.