Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 15

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 15
SKINFAXI 111 „Sambandsþing U.M.F.l. óskar eí'tir, aS fá ungmenna- félög í héraösskólunum inn i sambandið, og samþykk- ir, að þau félög skuli vera þar skaltfrjáls.“ „Sambandsþing U.M.F.Í. 193(i ályktar, að ungmenna- félagar skuli gera 17. júni ár hvert, frá og með árinu 1937, að sérstökum baráttudegi fyrir stefnumálum sín- um. Telur þingið vel við eiga, að dag þennan fari fram merkjasala til ágóða fyrir U.M.F.1.“ „Þingið felur sambandsstjórn að fá því framgengt, að eitt útvarpskvöld á ári verði lielgað sambandi Ung- mennafélaga íslands, eins og fjölmörg önnur félög hafa þegar fengið. Auk þessa hlutist sambandsstjórnin til um það, að nokkrir fyrirlestrar verði fluttir á vegum sam- bandsins í útvarpið árlega.“ A'ð sjáll'söí*ðu mun sambandsstjórn gera það, sem í hennar valdi stendur, til að framkvæma það, sem ályktanir þessar mæla fjTrir um. Mun Danícl Ágúst- ínusson sambandsritari, sem er ungur og heitur áliuga- maður, g'anga í þjónustu sambandsins og ferðast fyrir það i útbreiðsluskyni. Kjörorð U. M. F. í. Eins og kunnugt er, völdu ungmennafélögin sér þegar í uppbafi „Islandi alll“ að kjörorði. Hefir kjör- orð þetta jafnan verið notað meðal ungmennafélaga, og þekkt meðal almennings sem einkennandi fyrir stefnu og starfsemi íslenzkra ungmennafélaga. Und- anfarin ár hefir kjörorðið verið lögfest í sambands- lögum U. M. F. í. — Síðustu ár hefir borið töluvert á þvi, að stjórnmiála- flokkur einn, sem ungmennafélögunum mundi þykja hin mesta hneisa að vera bendluð við, hefir gerzt noldcuð djarftækur á kjörorð ungmennafélaganna. Hefir mörgum ungmennafélögum sárnað þessi mis- notkun kjörorðsins, og var eftirfarandi ályktun sam- þykkt á sambandsþingi, enda þótt ýmsum þyki engu púði'i eyðandi á stjórnmálaflokk þann, sem hér á hlut að máli:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.