Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 27

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 27
SKINFAXI 123 hiti. En hér er ekkert mýbit, þótt bærinn standi við vatn. Það er munur eða í Dölunum, og lieldur kýs eg kaffirjómann þynnri og vera laus við mývarginn. Eg ,geng út fyrir bæinn, að svolitlum fossi, sem er í ánni. Það er gaman að sjá heim að bóndahæjunum, og sjá heyið á viðum, skóglausum svæðum, í bólstrum. Seinna fer eg gegnum skóg, niður að ánni. Þar er fjöldi unglinga og fullorðinna að synda og haða sig. Það er iika þægilegl að komast út í vatnið i þessum hita. Botn- inn er góður, en maður þarf að vaða langt út, til þess að geta synt. Sumir eru í bátum og róa þeim lengra niður eftir, og synda j)ar sem dýpið er meira. Margir unglingar eru dökkbrúnir á kroppinn. Það er auðséð, að þeir hafa notið bæði vatns og sólar. Fólk notar skógarrunnana á bökkunum fyrir klefa, og hengir sundfötin sín til þerris á greinarnar, meðan það fær sér sólbað í skógarrjóðrunum. Eg var komin dálítinn spöl upp skógargötuna, áleiðis til þorpsins, er eg saknaði sundbolsins. Sneri eg því við aftur. Þá mætti eg konu, er eg liafði séð áður um dag- inn og spurt lil vegar. Hún brosti við mér glaðlega. — Gleymduð þér einhverju? Eg kvað já við því, og sagði sem var. Eg hraðaði mér því næst niður á árbakk- ann. Bolurinn hékk á sínum stað, og eg lagði aftur á stað til þorpsins. Konan, er eg mætti áður, hefir þá staldrað við í skóginum. Ef til vill hefir hún verið ofur- lítið forvitin, ef til vill hefir hana langað til að sýna mér sænska gestrisni. Eg kasta á hana kveðju. — Þér eruð ekki Svíi? segir hún, eftir að hafa fengið að vita, hvernig gekk með sundbolinn. — .la, nei, nei, svara eg. -— Finnsk? segir konan. — Mikil ósköp, nei. — En út- lendingur eruð þér nú samt. — Já, eg hefði nú haldið það. Þér skuluð hara reyna að gizka á, hvaðan eg er. Hún virðir mig fyrir sér um stund. — Þér gætuð vel verið Breti, segir hún eftir litla þögn. — Svo voldug

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.