Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 28

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 28
124 SKINFAXI er eg ekki, svara eg. — Norðmaður ef til vill? Nei. — Dönsk eruð þér nú ekki. Eg segi henni að lokum, að eg sé íslendingur. — Mér var farið að detta það í liug, segir hún, — en eg þorði ekki að segja það. Við erum komnar inn í þorpið. — Eg er viss um, að þér eruð fyrsti Islendingur, sem hér hefir staldrað við, segir frúin. Við höfðum nú sagt hvor annarri nöfn okkar. Daginn eftir hittumst við aftur niðri við vatnið. Hafði hún þá með sér kaffi og góðgerðir. Drukkum við kaffið úti í skóginum, eftir baðið í ánni. Hún spurði ósköpin öll um ísland, og var þó alls ekki mjög fáfróð um það, enda hafði hún áður verið kennslukona. (Seinna vissi eg, að hún skrifaði grein í blað eitt þar í Vármlandi og sagði frá því, er hún hafði orðið vísari um ísland, eftir þessi samtöl okkar). Við gengum síðan aðra leið og lengri, í gegnum skóg- inn, og sýndi hiin mér æfagamlar byggingar, þarna skanunt frá bænum. Um kvöldið bauð hún mér heim lil sin, og var yfirleitt svo gestrisin, sem bezt verður á kosið. Við gengum saman upp á eina hæðina við Torsby. Valberget, Valsbjargið. Það var nokkuð liátt og skógi vaxið alla leið. Var þaðan yndisfagurt útsýni yfir hér- aðið. Eg gat ekki annað en hugsað til kunningja míns í Kristinehavn, þegar eg leit yfir þessar fríðu sveitir. — Sér var nú liver eyðimörkin, og ekki þætti þetta ó- blómlegt heima á Fróni. Frúin vildi fá mig til að dást að Vármlandi. — Er þetta ekki dásamlegt? spurði liún. — Jú, þetta er yndislegt, en jafn stórkostlegt og islenzk náttúra er það nú ekki. Hún var ekki vel ánægð með svarið, en játaði þó, að fegurð Noregs t. d. væri stór- felldari en Vármlands. Við ræddum ýmislegt. Meðal annars lét eg í ljósi að- dáun mína á skáldskap Selmu Lagerlöf. En þá áttum við ekki samleið lengur. — Æ, nei, sagði hún — Það

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.