Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 30
126
SKINFAXI
vera frjáls ferða minna og því hafði eg hvergi pantað
mér dvalarstað. Mér hafði líka reynzt það svo í þessu
ferðalagi, að þótt ferðamannastraumurinn sé mikill,
þá sé þó mergð gistihúsanna tiltölulega enn meiri, og
atstaðar hægt að fá inni. Eg liefi augastað á ýmsum
gistislöðum þarna, sem auglýstir eru í bókum ferða-
skrifstofanna. Um síðir ræð eg af að leita uppi gisti-
síað, er nefnist Helgehy. — Þar liafa forfeður Selmu
Lagerlöf búið, segir í ferðabókinni, auk venjulegra aug-
iýsinga um legu gistihússins og öll þau gæði, er það
hafi fram að bjóða. En Helgeby er 2 km. fyrir sunnan
Sunne kaupstað.
Eg kom farangri minum til geymslu og lagði síðan
af stað, fólgangandi. Allt gekk náttúrlega eins og í sögu.
Eg spurði vegfarendur til vegar, og að skammri stundu
Jiðinni var eg komin „heim i hlað“ á Helgeby. Þetta er
gamall herragarður, en liefir verið gerður að gistihúsi,
eins og svo margir aðrir Iierragarðar í Vármlandi.
Rósirnar í garðinum heima við húsið standa í fullum
blóma, og skógurinn er klæddur fegursta sumarskrúði,
það er aðeins ofurlítill spölur niður að Frykenvatninu,
og liggur vegurinn gegnum bjarkargöng.
Húsfreyja var ekki heima, en það var auðsóít mál,
að fá þarna dvalarstað i nokkra daga. Gestir voru ekki
margir fyrir, nema þeir, er komu og fóru eftir einnar
nætur viðdvöl, því að þarna var einnig tekið á móti
þessháttar ferðafólki, sem nú er orðið svo mikið um.
Það ferðast fótgangandi, eða á reiðhjólum, kaupir sér
ódýra gistingu i hinum svonefndu „Göngumannaheim-
ilum“, (Vandrarhem) hefir með sér nesti, þegar þvi
verður við komið, og kaupir eina og eina máltíð, þar
sem það kemur við. Þetta hlýtur að vera mjög frjáls-
legt ferðalag og skemmtilegt, og það hefir þann höfuð-
kost, að það er ódýrt. Húsfreyjan kom nú heim og tók
hún mér tveim höndum. Það varð auðvitað uppi fótur
og fit, er það vitnaðist, að eg væri íslendingur, eins og