Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 34

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 34
130 SKINFAXI ógleymanlegir. VeðriS var alla jafna gott, sólskin og blíða, og voru einkum kvöldiu yndislega fögur. Það var eitthvað undarlega lieillandi, þetta landslag; skógarnir, vatnið, hæðirnar og hýlin sveipað gliti kvöldsólar, eða silfurskærri mánabirtu. Eg liefi að vísu ekki viða farið, en fáa staði mundi eg fremur óska mér að sjá aftur heldur en Vármland. Og trúað gæti eg því, að fyrir þá, sem þar eru bornir og barnfæddir, sé það bókstaflega rétt, er stendur í Vármlandsvísunni: — Þólt fengi eg að líta hið fyrirheitna land, eg feginn heim til Vármlands aftur sneri. — Eg kvaddi Vármland, eftir vikudvöl að Helgeby, og fór með skipi til Fryksta, seinni hluta dags, í yndislegu veðri. Var sú ferð óviðjafnanaleg. Áður en eg fór frá Helgeby, skrifaði eg þessar vísur í gestabókina, innan um fjölda marga lofsöngva um Vármland, á ýmsum tungumálum. Hér var gott að gista. Gústa Berlings saga, björtum töfra bjarma brá um þessa daga; hýrar skógarhlíðar hlógu móti sólu, ljúft í mánaljósi leit eg forna Njólu. Itauðu og hvítu rósir, runnar iðjagrænu, vatnið bjarta, bláa, birkilundar vænu, háu, hljóðu skógar, hvanngrænt, döggvott engi, ykkar milda unað elska og man eg lengi. Hátt í norður höfum hólminn á mig kallar, þar sem eldur ólgar undir brynju mjallar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.