Skinfaxi - 01.10.1936, Page 45
SKINFAXI
141
og eg var einn á ferð með hinni lífsreyndu konu. Þetta
var engin borg. Það var miklu fremur þorp. Húsin voru
l.jóí, sótugir skúrar með lágu risi og tjörupappa negld-
um hingað og þangað á liliðar og gafla, en á milli skein
i gráan og fúinn viðinn. Göturnar voru sóðalegar forar-
vilpur, og sterkan óþef lagði að vitum manns. Við mætt-
um fólki er laul okkur og sýndi okkur virðingu sína.
Það var tötralega klætt og þreytulegt.
Eg kom inn i hús þorpsbúa. Alstaðar átti Fátæktin
og dætur hennar öndvegi. I hverju húsi var hópur af
börnum, sem báðu um mat. Hann var enginn til. í
hverju húsi voru konur, sem tærðust upp af blóðleysi,
og þjáðust af önuglyndi út af aðgerðalausum eig'in-
mönnum. I hverju luisi höfðu allskonar sjúkdómar
heimsótt ihúana og héldu þar nú heilagt.
—- Þannig er mitt fólk, þannig er mitt ríki, sagði
fylgdarkona min.
Eg þagði.
— Dæm þú ekki lífið eftir þeim ytri formum, er það
birtist i. Það, sein á bak við er, er aðalalriðið, sagði
liún við þögn minni.
Hún gekk að nokkurum líkum, sem enn hafði ekki
verið tími til að jarða. Hún gerði krossmark með hend-
inni yfir þau og sagði:
— Sæll varst þú, sem þekktir þinn vitjunartíma, þú
varst trúr yfir litlu og munt yfir mikið settur verða. —
Þetta fólk hefir diáið úr hungri, lmgsaði eg, og við héld-
um ferð okkar áfram.
— Af hverju vinnur hér enginn neitt? spurði eg.
Hún leit á mig dálítið hissa:
— Ilér er atvinnuleysi.
-— Á hverju lifir fólkið þá? spurði eg.
— Littu til fuglanna í loftinu! Hvorki sá þeir né upp-
skera og þó lifa þeir góðu lífi.
Eg undraðist vizku hennar og þagði.
Á torgi einu miklu sá eg hóp af fólki safnast saman