Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 46

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 46
142 SKINFAXI umhverfis nokkra menn í fínum klæðum. Þeir útbýttu til fólksins brauði og vistum, fé og fatnaði. — Guð blessi ykkur, sagði fólkið og faðmaði fætur þeirra. Þeir broslu og voru sælir. — Hvaða menn eru þetta? spurði eg. Og fylgdarkona mín svaraði og sagði: — Þessir menn eiga ekki liér heima, þeir eru frá borg- inni hér hinum megin við sléttuna. Þeir eru að gefa fyrir sálu sinni, þeir hafa iðrazt sinna synda og síns líf- ernis, en þeir bæta fyrir líferni sitt með þvi að gefa fá- tækum; þess vegna læt eg þá vera í friði hér. — Við héldum ferðinni áfram. I einu stóru húsi var mikill mannfjöldi saman kominn. Fólk lá þar á gólfinu, á grúfu, og hafði höndur fyrir andliti. Sumir titruðu af krampakenndum gráti og gáfu öðruhvoru frá sér ámát- leg vein. — Hvers vegna er fólkið svona? si^urði eg. — Það er að biðjast fyrir, svaraði fylgdarkona mín. Að bæninni lokinni stóðu allir upp og einn fór að vitna um dýrð skaparans. Þá tók eg eftir nokkrum velklædd- um konum, sem eg bafði ekki séð fyrr. Þær voru í dýrum klæðum og báru festar um liáls sér. Við hverja festi hékk lítill kross úr silfri eða gulli og á honum mynd af Ivristi. — Þetta eru góðar konur, hugsaði eg. Eg sá, að þær útbýttu lil fjöldans einhverri bók í gylltu bandi. Fólkið þakkaði þeim fyrir með tár í augum. — Hvaða konur eru þetta? spurði eg. ()g fylgdarkona mín svaraði og sagði: - Þessar konur eiga ekki hér heima; þær eru frá borginni hinum megin við sléttuna. Bókin, sem þú sérð þær útbýta, er biblian. Þær liafa iðrazt síns lifernis og koma hingað til þess að fá fyrirgefning synda sinna. Þær útbýta hinni helgu bók í því skyni, að liún megi verða til þess að forða öðrum frá þvi að fara þann veg, er þær sjálfar liafa gengið. —

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.